Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 11

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 11
sem það sýnist vera. Þetta er „situasjónskómedía“ í á- kveðnu umhverfi sem margir þekkja, ýmist af afspurn eða þá af því að þeir tilheyra því sjálfir." - Vannstu þýðinguna að einhverju leyti í samvinnu við leikstjóra og leikhópinn eða skilaðirðu henni fullgerðri þannig að engu þurfti að breyta? „Ég skilaði nú bara inn mínu handriti. Síðan koma auðvitað einhverjar athugasemdir, að- allega í sambandi við stað- færsluna. Oft er það þá eitt- hvað sem finnst ekki fyrr en karakterinn er kominn á sviðið og þá er það yfirleitt eitthvað sem er einfalt að breyta. Sem dæmi um stefnu leik- stjórans má taka að heimilis- fangið er nefnt á einum stað í verkinu. Ég hafði látið það vera Náströnd ellefu því að margar götur á Seltjarnarnesi heita strendur. En það rímar ekki við þá stefnu leikstjórans að ekkert sé sem ekki getur verið til. Nástrandarnafnið er skrípanafn og stingur í eyrun. Þess vegna var þetta kallað Barðaströnd 115, sem er heldur ekki til, en það er eitt- hvað sem enginn staldrar við. Þarna má ekki vera neitt sem truflar veruleikaskynið." BESTA LEIKMYNDIN ER SÚ SEM ENGINN TEKUR EFTIR - Þórarinn, þú hefur þýtt mörg leikrit. Er mikill munur á að þýða leikrit og skáldsögu? „Það er mjög misjafnt eftir því hvernig leikritið er. En ef við berum saman venjulegt leikrit og venjulega skáldsögu, þá finnst mér miklu auðveld- ara að þýða leikrit. í fyrsta lagi eru leikrit yfirleitt miklu styttri og þar er ekkert nema sam- ræðu að finna. Þá gildir það fyrst og fremst að orðalagið gangi upp. Maður verður alltaf að hafa í huga að þýða á tal- máli - á því máli sem fólk not- ar. Og þá er ég auðvitað að tala um nútímaleikrit. Ég hef eina kenningu eða þumalfingursreglu um það hvort slíkar þýðingar eru góðar eða vondar. Ef einhver per- sóna í leikritinu segir „ég á við...“ í staðinn fyrir „ég meina...“ þá er þýðingin vond. Þetta segir nefnilega enginn. En þetta sést oft í tíu til tuttugu ára gömlum þýðingum og þær eru þá orðnar úreltar út af ein- hverjum smáorðum. Þetta finnst mér mikilvægt í leiktexta. Það hefur líka verið sagt um leikmyndir að bestu leik- myndirnar séu þær sem eng- inn tekur eftir. Daginn eftir sýningu hugsar maður kannski með sjálfum sér: Var einhver leikmynd?" HÖFUNDURINN Neil Simon fæddist í Bronx- hverfinu í New York 4. júlí 1927. Hann stundaði háskóla- nám í New York og Denver. Hann hóf að semja handrit að útvarps- og sjónvarpsþáttum á árunum eftir stríð og varð fljótt eftirsóttur á þeim vett- vangi. Fyrsta leikrit Simons í fullri lengd var gamanleikurinn Come Blow Your Horn sem var sýndur á Broadway 1961 og hér á landi sumarið 1963 af leikflokki Helga Skúlasonar undir heitinu Hlauptu af þér hornin. Næstu þrjátíu ár átti Neil Simon nýtt verk á Broad- way á hverju leikári og enn er hann að. Sjálfur segist hann enn vera að þroskast sem leikskáld. Hann er orðinn að „stofnun“ eins og Bandaríkja- menn kalla þá sem njóta mik- illar fjárhagslegrar velgengni vegna sköpunargáfu sinnar. Langflest leikrit hans fjalla á gamansaman hátt um mið- stéttarfólk í klípu. Á meðal kunnustu gamanleikja hans eru Barefoot in the Park, The Odd Couple sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu undir heitinu Makalaus sambúð og The Sunshine Boys. Hann hefur líka samið handrit að söng- leikjum og fjölmörg kvik- myndahandrit, meðal annars upp úr leikritum sínum, sem flest hafa verið kvikmynduð með stórstjörnum í aðalhlut- verkum. Neil Simon hefur hlotið fjölda verðlauna, ekki þó ósk- arsverðlaun enn þrátt fyrir fjölda tilnefninga. Haustið 1990 hlaut hann hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun fyrir leikritið Lost in Yonkers sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi í haust undir heitinu Heima hjá ömmu. Það er endurminn- ingaverk með alvarlegan und- irtón. Það var ekki fyrr en fyrir fá- einum árum sem gagnrýnend- ur fóru að taka Neil Simon af alvöru og líta á hann sem eitt- hvað annað en afkastamikið framleiðslutæki. Áður fyrr var gjarnan talað um hann sem brandarakarl sem væri flest- um fundvísari á snjöll tilsvör en nú er farið að kenna leik- hús við nafn hans, sem og rannsóknarstöður í leikbók- menntum við bandaríska há- skóla. Kjaftagangur (Rumors) er fyrsti eiginlegi farsinn sem Neil Simon sendir frá sér en farsinn er án vafa erfiðasta leikformið. Verkið var frum- sýnt í Los Angeles 1988 og fært upp á Broadway ári síð- ar. Sá háttur er jafnan hafður á í Bandaríkjunum að leikrit, sem eiga að fara á Broadway (eru „Broadway bound“ sem kallað er), eru fyrst sýnd í ýmsum stórborgum til reynslu. Mörg leikrit ná aldrei á Broad- way en það hefur ekki enn hent verk eftir Neil Simon. LEIKSTJÓRINN Asko Sarkola er meðal þekktustu leikhúsmanna á Norðurlöndum. í heimalandi sínu, Finnlandi, hefur hann leikið yfir hundrað hlutverk á leiksviði, auk aragrúa hlut- verka í sjónvarpi og kvik- myndum. Hann lék meðal annars aðalhlutverkið í kvik- myndinni Hástökkvarinn eftir Lars Molin. Á annan áratug hefur Asko Sarkola verið leikhússtjóri í Lilla Teatern í Helsinki og undir hans stjórn hefur starfið í leikhúsinu eflst og dafnað. Hann hefur lengi verið virkur þátttakandi í samstarfi leik- húsfólks á Norðurlöndum og situr nú í stjórn norrænu leik- listar- og dansnefndarinnar. Asko Sarkola er íslending- um að góðu kunnur því að hann hefur komið hingað tví- vegis áður. Hann kom fyrst á listahátíð árið 1992 og lék Fili- as Fogg í leikgerð Bengt Ahl- fors á Umhverfis jörðina á 80 dögum og síðan árið 1990 þegar hann lék lækninn í Leikhúsi Nikitas gæslumanns. Sarkola lék hlutverk Jenna í geysivinsælli uppfærslu Lilla Teatern á Kjaftagangi. Leikrit- ið gekk í tvö leikár og var sýnt 170sinnum. □ ▲ Þórarinn staðfærir textann svo vel að ekkert virðist vera eöli- legra en leikritiö gerist úti á Sel- tjarnar- nesi. „Ég held aö þessar mann- geröir séu allar til hérna og þaö hlýtur aö hafa einhverja skírskotun aö sjá þær í aksjón.“ 10.TBL. 1993 VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.