Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 36

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 36
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík AD BYGGJA UPP SJALFSTRAUSTIÐ Kæri sálfræöingur. Ég hef verið nokkuö lengi aö koma mér aö því aö skrifa þér - sem sýnir lyndiseinkunn mína sennilega ágætlega. Þegar ég var 13-17 ára var ég meö eitthvaö sem ég ætla aö leyfa mér aö kalla þung- lyndi. Ég var dauf, áhugalaus, pirruö (oft bálreið út í allt og alla án þess aö vita af hverju) og grátgjörn (einnig oft án ástæöu). Ég haföi mikinn áhuga á sadó-masókistísku kynlífi með sjálfa mig í hlut- verki þolandans. Þetta jók aö- eins enn á þá miklu sektar- kennd sem ég haföi þá þegar. Ég þjáöist af líkamlegum verkjum í brjósti og höfuöverk hafði ég um hverja helgi frá föstudegi til sunnudags. Heföi ég fengiö krónu fyrir aliar klukkustundirnar sem ég hnipraði mig saman í rúminu, rifjaöi upp allt sem mér fannst ég hafa gert rangt og langaöi helst til aö öskra - tja, þá væri ég rík í dag. Auk þess átti ég erfitt meö einbeitingu, gat ekki kláraö þaö sem ég byrjaði á og missti allan áhuga á fyrrum áhugamálum mínum og hugs- aöi oft um sjálfsmorö. Þó held ég aö hugsanir mínar hafi far- iö verst meö mig. Heyrði ég einhvern hlæja var náttúrlega veriö aö hlæja aö mér. Athygl- isbrjálun held ég aö það kall- ist. Hvaö þaö kallast kom mér þó að litlu gagni. Hugsanir mínar stoppuðu ekki: „Þessi hatar mig, hinn fyrirlítur mig, þessi þolir mig ekki, ég vildi ég væri dauö, ég hata mig, ég hata mig...“ Ég velti mér upp úr neikvæöum og ógeðfelld- um vangaveltum um sjálfa mig. Það er augljóst að félagslíf mitt var ekki meö líflegasta móti. Ég átti erfitt meö aö „samþykkja" nýtt fólk í um- hverfi mínu og hrinti frá mér þeim sem reyndu aö kynnast mér, undir því „göfuga" yfir- skyni aö ég vildi ekki aö þeir drægjust í skítinn meö mér og ég væri aö gera þeim greiöa meö því aö hrinda þeim frá mér. Ég kvaldist stööugt af vonlausri ást og þá sjaldan aö viökomandi virtist endurgjalda þetta aö einhverju marki missti ég allt álit á honum. Mér gekk þó alltaf nokkuö vel í skólanum. Fengi ég hins vegar hrós eöa hærri ein- kunnir en venjulega hrundu allar einkunnir í framhaldi af þvi. Þegar ég var 17 ára breytt- ist þetta smám saman, fyrst í staö öfgafullt í hina áttina en smám saman hefur mér farið aö líða betur og betur. Þrátt fyrir þaö á ég enn erfitt meö aö tengjast fólki. Ég er ekki feimin, held ég, en þegar ég er í stórum hópi líöur mér ekki vel. Nái ég fólki einu viröist ég ágætlega samræöuhæf. Mér gengur ágætlega aö vinna meö fólki en um leið og þaö verður meira dreg ég mig ósjálfrátt til baka. Af hverju? Samskipti min viö fólk hafa aukist en ég á enga vinkonu. Samband mitt við mömmu hefur batnað en hún er tauga- veikluð og á erfitt í samskipt- um viö fólk. Mér hefur þar til nýlega fundist ég veröa að vernda hana og hún gerir miklar kröfur til mín um aö ég fylgi henni hvert sem hún fer. Aöalatriöi málsins er aö eins og er líður mér næstum ótrúlega vel miöað viö fyrri líö- an. Sinnuleysið er horfið og framtíöin blasir björt viö en ég er enn ófær um að eignast vini. Síðastliðið sumar heim- sótti mig tvisvar gamall pennavinur. í fyrra skiptiö kom okkur ofsavel saman og mér fannst mjög gaman aö fá hann i heimsókn en í síöara skiptiö var ég hálfpirruö á honum. Ég vildi ekki hafa hann í heimsókn þó ég heföi saknaö hans í millitíöinni. Núna fæ ég varla af mér aö skrifa honum þvi mér finnst hann vita alltof mikiö um mig og mér líöur ekki lengur vel meö honum. Ég hef ekki leng- ur töglin og hagldirnar í sam- bandinu. Eg á líka enn mjög erfitt meö aö taka hrósi - og ábyrgö, ef ég hugsa betur út f þaö. Þó held ég aö þetta fari skánandi. Ég læt hér staöar numiö. Er eitthvað aö eöa er ég bara at- hyglisjúk? Ef eitthvaö er aö, hvað er þaö þá og hvaö get ég gert í því? Meö fyrirfram þökk, Hulda Kæra Hulda. Þakka þér fyrir bréfiö. Mér fannst nokkuð gaman aö lesa þaö vegna þess aö þeö ber meö sér aö þú ert á réttri leið og hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eöa ekki viröist mér að þú sért aö gera góöa hluti fyrir sjálfa þig. Þú þarft vitanlega ekki aö spyrja mig hvort eitthvað sé að. Þaö veist þú best sjálf. Að þú skul- ir skrifa bendir vissulega til þess aö þér finnist eitthvað vera að og þaö nægir til þess aö þú leitir þér aðstoðar. Hins vegar er þaö aö þú skulir spyrja mig lýsandi fyrir það sem hrjáir þig, þaö er aö segja óöryggi meö sjálfa þig og of lítið sjálfstraust. Hugtakið athyglisýki hef ég aldrei heyrt nefnt. Ef þú átt við þaö að þú hafir of mikla þörf fyrir athygli þá er ég ósam- mála þér í því. Þú hefur ekki svo mikla þörf fyrir athygli heldur miklu fremur þörf fyrir ást, virðingu og viðurkenningu annarra. En á sama tíma og þú þráir þaö berö þú ekki sjálf 36 VIKAN 10. TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.