Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 14
TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON EINKAVIÐTAL VIKUNNAR VIÐ KIEFER SUTHERLAND Sannleiksleit mannsins er óendanleg. Öll erum við að leita að svörum við verkefnum hversdagsins og spurningum Kfsins frá degi til dags. Það skiptir ekki öllu máli hvort niðurstaðan verður jákvæð eða neikvæð, aðalat- riðið er að fá eitthvert svar. Ekkert er óþægilegra en að lifa við óvissu ósvaraðra spurninga og það getur gert hvern mann vitlausan að velta fyrir sér leyndardómum sem virðast ekki hafa nokkurn endi. í myndinni The Vanishing eða Hvarfinu, sem sýnd verð- ur í Sambíóunum fljótlega, er þráhyggja stærsta vandamál- ið sem ungur maður, Jeff Harriman (Kiefer Sutherland), þarf að berjast við en kærast- an hans gufar upp, að því er virðist, þegar þau fara í sum- arfrí. í upphafi myndarinnar er hann eðlilegur ungur maður en þráhyggjan nær slíkum tökum á honum að leitin að týndu kærustunni verður hans helsta persónueinkenni. Barn- ey (Jeff Bridges) er geðveikur efnafræðikennari sem ber ábyrgð á hvarfi stúlkunnar og hann hyggst nýta sér þrá- hyggju unga mannsins til að láta hann hverfa sömu leið. Eina fótfestan sem hann hefur er Rita (Nancy Travis), ný vin- kona sem hann hittir í leit sinni að týndu stúlkunni. Þessi mynd er einhver út- hugsaðasti sálfræðilegi tryllir- inn sem lengi hefur komið frá Hollywood og spilað er af næmi inn á óttablandnar til- finningar sem flestir áhorfend- ur kannast við. Undirritaðan hafði lengi langað að hitta Kiefer Suther- land að máli en hann er að mínu mati einn athyglisverð- asti ungi leikarinn í Hollywood um þessar mundir. Hann hef- ur leikið mikið af óvenjulegum hlutverkum, nú síðast í A Few Good Men á móti Tom Cruise og Jack Nicholson. Það er merkilegt hve marg- ar af stjörnum hvíta tjaldsins eru stuttar í annan endann og Kiefer Sutherland er þar engin undantekning. Hann var órak- aður og virtist hálfsyfjaður þegar við hittumst nýlega yfir morgunverði á veitingastað í Beverly Hills. Hann er við- mótsgóður og virðist ekki geta gert flugu mein en engu að síður lögðu slúðurblöðin hann í einelti þegar þau Julia Ro- berts slitu samvistum. í kjölfar þess tók hann sér frí frá kvik- myndaleik um tveggja ára skeið og dvaldi með fyrrum eiginkonu og börnum á bú- garði í Montana, skammt suð- ur af kanadísku landamærun- um. Ég er þakklátur fyrir að hann skuli yfirleitt nenna að tala við blaðamenn eftir þá út- reið og spyr hann fyrst hvern- ig honum finnist að vera aftur fyrir framan myndavélarnar eftir tveggja ára hlé. „Það er bara mjög gott. Myndin hefur fengið góða dóma og gagnrýnendur eru ánægðir með mitt framlag í henni. Það var gaman að fá tækifæri til að vera með í A Few Good Men og ég var að Ijúka við mynd sem ég leik- stýri sjálfur. Ég tók mér frí til að einbeita mér að öðrum hugðarefnum og mér finnst ég nú hafa meiri stjórn á því sem ég er að gera og meiri ánægju af því.“ HUGSAÐI UM BÖRNIN - / fréttatilkynningunni um myndina segir að þetta hlut- verk hafi haft meiri áhrif á þig en önnur sem þú hefur tekist á við. Hvað áttu við með því? „Ég veit ekki hvort hlutverk- ið hefur haft meiri áhrif á mig en önnur en ég hafði mjög sterka löngun til að fá að spreyta mig á því. Það sem heldur okkur öllum gangandi er að mínu mati sú vitneskja að við höfum stjórn á eigin ör- lögum að miklu leyti en sá sem ég leik í myndinni lendir í því að mikilsverður þáttur í lífi hans er fyrirvaralaust tekinn frá honum þrátt fyrir að hann virðist hafa jafnmikið vald yfir eigin lífi og hver annar. Hann missir stjórnina og er tilbúinn að fórna hverju sem er til að ná valdi yfir lífi sínu á ný. Þess vegna þarf hann að fá svar við spurningunni um hvað kom í raun og veru fyrir kærustuna. Er hún lífs eða liðin? Stakk hún hann af eða var henni hugsanlega rænt? Hvað kom eiginlega fyrir? Fyrir þann sem hefur einhvern tímann lent í því að upplifa sig vanmáttug- an í eigin lífi verður óhjá- Greinarhöfundur, Loftur Atli Eiríksson, ásamt Kiefer Sutherland. 1 4 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.