Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 37

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 37
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: þessar tilfinningar nægilega sterkt til sjálfrar þín svo þú getur ekki tekiö við þeim frá öörum, þrátt fyrir þörfina fyrir það. Þetta er þó greinilega hægt og rólega aö breytast og ef til vill vantar bara herslu- muninn. TILFINNINGASVEIFLUR UNGLINGSÁRA Þaö sem þú lýsir aö hafi veriö að gerast í lífi þínu á ungl- ingsárunum er í raun nokkuð algengt hjá unglingum. Aö vísu er þetta nokkuö harka- legt hjá þér en líkamlegir verkir eru eölilegir vegna auk- ins vaxtar og þroska líkam- ans. Sömuleiöis tilfinninga- sveiflur sem ungingurinn alls ekki kannast viö, grátur [ tíma og ótíma og endalausar sjálfsásakanir og útásetningar eru vel þekkt fyrirbæri hjá unglingum. Oftast gengur þaö svo yfir þegar kynþroska er aö fullu náö og einstaklingur- inn nær aö jafna sig líkamlega og andlega. Á kynþroskaaldri tökum viö út geysilegt stökk í líkamlegum og andlegum þroska og getur þetta gjarnan haft þær afleiðingar aö viö verðum mjög óörugg með okkur sjálf, útlit okkar og áhuga annarra á okkur. LÍTID SiÁLFSTRAUST Ég er nokkuö viss um aö fyrir kynþroskaaldur var sjálfs- traust þitt ekki upp á marga fiska og svo þegar kynþroska- aldurinn lagöist svona illa á þig hefur sjálfstraustiö hrapað niöur úr öllu valdi. Aö öllum líkindum hefur þú lært sem barn að reyna aö koma ætíð til móts viö þarfir annarra, þaö væri leiöin til aö vera einhvers viröi. Líklega hefur móöir þín gert sjálfa sig háöa þér og þig háöa henni. Þegar sjálfs- traustiö hrapar hættir þú að sjá aö þú getir veriö nokkurs viröi og það viltu gjarnan fela fyrir öörum. Þess vegna held- ur þú fólki fjarri, svo þaö kom- ist ekki aö því hversu „lélegur pappír þú ert“. Þess vegna getur þú ekki treyst neinum þaö vel aö þú getir eignast vini. Ennþá eimir eftir af þessu, samanber heimsókn pennavinar þíns og hvaö þú átt erfitt með aö vera í hópi fólks. Einnig ber á því aö þú sért aö vinna gegn þessu, samanber þaö aö þú ert aö reyna aö hætta aö vernda mömmu þína. Á sama hátt finnst þér hrós vera krafa um að standa þig enn betur. Þaö stressar þig og þér gengur enn verr. Einnig getur veriö aö þú upp- lifir hrós sem væntingu um nánari tengsl og af hræöslu viö þaö eyðileggir þú fram- haldið svo viðkomandi hætti viö aö tengjast þér nánar. AÐ BYGGJA UPP SJÁLFSTRAUSTID í framhaldi af framanskráðu reynir þú aö fresta öllu óþægi- legu, öllum átökum í mann- legum samskiptum og því aö gera kröfur fyrir þína eigin hönd. Meö því gengur þú enn á sjálfstraustið. í hvert sinn sem þú stendur sjálfa þig aö því að fresta slíku verður þú aö hætta því og fara beint út í hlutina. í hvert sinn sem þú finnur fyrir kvíöa gagnvart ein- hverju áttu aö ráöast í þaö en ekki fresta eöa hætta við. Þú átt að gera þaö sem þig lang- ar en ekki finna endalausar afsakanir fyrir því aö gera þaö ekki, ef þaö er erfitt. Þú þarft aö hætta aö vernda aðra á þinn eigin kostnað. Þaö er allt í lagi og gott aö vera góður viö aöra en það má ekki bitna á þínu eigin lífi. Þú þarft aö lifa lífinu fyrir þig, spyrja: „Hvað geri ég fyrir mig?“ og gera líf þitt spenn- andi og eftirsóknarvert fyrir sjálfa þig. Þú þarft ekki aö spyrja: „Hvaö á ég aö tala um viö fólk?“ heldur tala um það sem þig langar aö tala um. Það er nefnilega alveg jafn- mikilvægt og jafnrétthátt um- ræðuefni og þaö sem aöra langar aö tala um. Aðrir tala líka um það sem þá langar aö tala um. Þú þarft aö læra aö leyfa þér aö njóta lífsins, taka viö hrósi og finnast gott að ein- hver tekur eftir þér, læra aö elska sjálfa þig og finnast sjálfsagt aö aörir elski þig. Þetta er í stuttu máli þaö sem þú þarft aö gera en í raun er þetta heljarmikið verk- efni og ekki auðvelt að gera þaö ein og óstudd. Helst þyrft- ir þú aö koma þér upp trúnaö- arvini sem þú segðir allt þetta sem þú skrifaðir í bréfiö og allt sem þig langaði aö segja en slepptir og fá hann/hana svo til aö styöja þig í gegnum þetta. Þú þyrftir aö geta rætt þaö þegar þú tekur stóru og litlu skrefin og fengiö hrós og tekið viö því og glaðst yfir því - eða leitað þér aðstoöar sál- fræöings. Ég vona að þú haldir áfram aö takast á við sjálfa þig því mig grunar aö þú getir þaö. Kær kveðja, Sigtryggur ÉBRÚÐARKJÓLAR BRÚÐARMEYJAKJÓLAR SKÍRNARKJÓLAR SMÓKINGAR KJÓLFÖT BRÚÐ ARKJ ÓL ALEIG A HULDU ÞÓRÐARDÓTTUR HJALLABREKKU 37 SÍMI 40993 HflRGREIÐSLUSTOFfl HÖLLU MflGHÚSDÖTTUR MIÐLEITI7 • SÍMI 685562 HARSNYRTIÞJONUSTA FYRIR DÖMUR, HERRA OG BÖRN FÁKAFENI 11 108 REYKJAVÍK SÍMI 688805 HÁRSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 62 61 62 RAKARA- <k HÁRqRE/ÐSMSTDFA HVERFISGÖTU 62 101 REYKJAVÍK 10.TBL. 1993 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.