Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 10

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 10
▲ Lögregl- an komin f spiliö og góö ráö oröin býsna dýr. um en ég held að það geti vel verið að þarna sé á ferðinni einhver húmor sem í Banda- ríkjunum er meira einkenn- andi fyrir gyðinga heldur en aðra. Obbinn af skemmtikröft- um í Bandaríkjunum er reynd- ar gyðingar. En mér finnst þetta vera frekar svona al- þjóðlepur húmor.“ - Ahrif frá enskri gaman- leikjahefö? „Já, ég held að það mætti alveg hugsa sér það líka. Ég slæ því svona fram að órann- sökuðu máli að leikrit eins og The Importance of Being Ear- nest eftir Oscar Wilde sé að einhverju leyti skylt þessu verki. Þar er þó meira að finna beina orðaleiki en hér.“ - Hefurþetta verk einhverja skírskotun til okkar veruleika, til umhverfis okkar og þjóöfé- lagsástands hér og nú? „Ég held að þessar mann- gerðir, sem þarna eru á ferli, séu allar til hérna og það hlýt- ur að hafa einhverja skírskot- un að sjá þær í „aksjón“.“ - Eru eintómir uppskafning- ará Seltjarnarnesi? „Nei, nei, þetta gerist inni á einu heimili. Leikmyndin undir- strikar hvers konar verðmæta- mat þetta fólk hefur og á hvaða róli það er. Það er þá frekar að þeir móðgist sem sitja í salnum og sjá kannski allt í einu að þarna er komin eftirmynd af þeirra eigin heimilil En nafnið á leikritinu, Rum- ors, sem ég kaus að þýða sem Kjaftagangur, segir okkur líka að þarna er mikið um orðróm á sveimi. Það skiptir þetta fólk miklu máli hvað aðrir halda um það. Það ótt- ast hneyksli meira en allt ann- að, af því að það getur haft á- hrif á frama þess. Það er gífurlega mikilvægt í svona verki að meðal leik- enda sé valinn maður í hverju rúmi. Margir menningarpostul- ar hugsa sem svo að farsi sé eitthvað ómerkilegt, eitthvað sem hver sem er geti leikið. En það er alls ekki svo vegna þess að þetta byggist svo mikið á að láta hlutina ganga upp og smella saman á réttu augnabliki.“ - Orörómur og slúður kem- ur hér mjög viö sögu. Er siúð- ur nauðsynlegt í samfélaginu? „Slúður er óhjákvæmilegt - en svo má greina á milli slúð- urs sem gengur frá manni til manns og fer eftir ákveðnum leiðum og hins vegar slúðurs sem er sett af stað og er miklu hættulegra. Þá er slúðr- ið hætt að vera sjálfsprottinn, óháður fréttamiðill með á- kveðnum leikreglum heldur verður eitthvað sem er mis- notað. Þá er það mjög hættu- legt og erfitt að verjast því.“ LOKS VEIT ENGINN HVER VEIT HVAÐ - Sérðu hliöstæður í þessum farsa við eitthvað sem er að gerast hér þessa dagana, til dæmis í fjölmiðlaumræðunni? „Nei, ég held ekki enda væri slíkt mikil tilviljun. Vefur- inn í verkinu snýst um unga menn á uppleið. Húsráðandi, sem mestu uppnáminu veld- ur, er ungur athafnamaður sem er nýbúinn að taka við stóru embætti. Annar er í prófkjöri í Reykjaneskjör- dæmi. Þetta er það sem þeir - og allir í kringum þá - eru hræddir um að geti spillst ef atburðirnir, sem hafa gerst í húsinu, komast í hámæli. Þarna koma gestir hver af öðrum. Þeir sem koma fyrstir Ijúga einhverju upp án þess þó að vita hvað hefur gerst og að lokum verður lygavefurinn endalaus hrærigrautur. Alltaf er fólk að koma og fara - og sumir vita og aðrir ekki - og að lokum veit enginn hver veit hvað. Lygin flækist því út í það óendanlega." - Og menn fara ekki út að lokinni sýningu með einhver þyngsli á sálinni og stóran boðskap að melta? „Nei, en þetta er mjög vel skrifað leikrit sem er bara það 1 0 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.