Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 54

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 54
 .ét .j /vVtjiV;. I . :I l ■ Fjöldi ungs fólks hefur áhuga á fyrirsætustarfinu. Frá námskeióinu í fyrra. Linda óskar nýkjörinni feguröardrottningu, Svölu Björk Arnardóttur, til hamingju. um hvaða blað um er að ræða en hún hlýtur að geta sagt okkur eitthvað um til- drögin, hvernig upplifun þetta var og hvers vegna hún afréð að taka þetta að sér. Hún hlaut að vera viðbúin því að vera spurð um þetta en engu að síður var eins og hún hefði kviðið spurningunni. „Það var haft samband við Les með þessa hugmynd." Linda þagnaði, dró andann djúpt en hélt svo áfram. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að sitja fyrir fyrir þetta blað. Það er ekki sama hvernig að svona löguðu er staðið en ég fékk að velja Ijósmyndara og allt fólkið sem í kringum mig var. Þetta er allt fólk sem ég treysti og virði mikið.“ Linda þagði um stund. „Ég fór í þetta af því að mér fannst það heiður fyrir mig og svo var líka vel boðið.“ - Hversu vel? Linda brosti. „Ég segi það ekki en það var vel þess virði." - Hver var afstaða Les? Hvatti hann þig til að gera þetta? „Já, já, en þetta var. alveg mín ákvörðun. Honum fannst þetta mjög spennandi og ekk- ert að því að gera þetta. Hann studdi vel við bakið á mér og var hjá mér meðan á mynda- tökunum stóð. Svo voru líka fleiri vinir mínir hjá mér, svo sem Tim Frisby sem er stílisti og hefur hjálpað okkur á nám- skeiðunum okkar. Hann kom með miklu flottari föt en stílisti tímaritsins þannig að þetta gekk alveg ágætlega." - Var þá um einhver föt að ræða - var þetta ekki nektar- myndataka? „Já, já, það voru föt.“ Linda brosti. „En eiginlega var þetta samt nektarmyndataka." Þegar Madonna var komin vel áleiðis upp á stjörnuhimin- inn grófu einhverjir óprúttnir náungar upp gamlar nektar- myndir af henni, væntanlega til að hrella hana og aðdáend- ur hennar, auk þess sem þeir hafa sjálfsagt haft eitthvað upp úr krafsinu. Viðbrögð hennar voru að ganga skrefi lengra og bera sig við hin ýmsu tækifæri. Þannig sló hún vopnin úr höndum kauða. Linda hefur ekki farið var- hluta af kjaftasögum fremur en flestir sem eitthvað ber á í okkar þjóðfélagi. Þess vegna hefur sú spurning vaknað hvort hún sé að gera eitthvað svipað með að sitja nakin fyr- ir. Er það kannski ætlun henn- ar að breyta hugmyndum fólks um sig? Spurningin kom sýnilega alveg flatt upp á Lindu. „Um mig?“ hváði hún. „Nei.“ - Ertu ekkert að ögra fólki? „Nei, alls ekki,“ svarar Linda og horfir stórum augum á blaðamann. „Það er alls ekki hugmyndin á bak við þetta.“ - Hefði stúikan Linda Pét- ursdóttir frá Vopnafirði gert þetta fyrir til dæmis fimm árum? Linda hikaði og hugsaði sig um. „Nei, sjálfsagt ekki. Ég hefði ekki treyst mér i það þá.“ Það má því draga þá álykt- un að reynslan, sem Linda hefur fengið með öllu sem á daga hennar hefur drifið síð- ustu fimm árin, hafi breytt henni enda samþykkir hún það hiklaust. En er hún á- nægð með þá breytingu? „Já,“ svaraði Linda. „Ég held líka að þetta sé almenn- ur þroski. Ég var ekki nema átján ára þegar þetta byrjaði allt saman og auðvitað hef ég breyst og þroskast á þessum árum enda ekki nema eðli- legt.“ - Ertu þá ekkert hrædd við umtaliö og viðbrögð landa þinna við myndunum þegar við óhjákvæmilega fáum að sjá þær - eða skipta þau þig engu máli? Linda hló. „Ég er náttúrlega búin að hugsa mikið um það. Þau skipta auðvitað máli en ég býst við að fólk skiptist al- veg í tvo hópa. Ég efast ekki um það. En það kemur ekkert við mig. Ég fæ að velja mynd- irnar sjálf og vel bara myndir sem ég er ánægð með þannig að það sem skiptir fyrst og fremst máli er að ég sé sjálf ánægð.“ Innan skamms fer seinni hluti myndatökunnar fram, lík- lega hér á landi. Þá kemur til landsins Ijósmyndari og að- stoðarfólk. Hvaða Ijósmyndari verður fyrir valinu er ekki á- kveðið. Það verður ekki sá sami og tók myndirnar í London því að Lindu langar að reyna einhvern annan. Var hún þá ekki ánægð með myndirnar sem teknar voru í London? „Það voru margar alveg rosalega flottar," svaraði Linda. „En það eru náttúrlega alltaf einhverjar inn á milli sem manni líkar ekki. Það er samt alltaf hægt að gera bet- ur.“ - Hefur þér einhvern tíma verið boðið að leika í kvik- mynd? „Já, já. Mér finnst ég bara ekki hafa verið tilbúin til þess. Hrafn Gunnlaugsson bauð mér til dæmis aðalkvenhlut- verkið í myndinni sinni, Hin helgu vé. Ég fór í prufu- myndatöku en ég kunni ekki við hlutverkið svo ég gaf það frá mér. Þar hefði ég líka þurft að vera nakin í einhverjum at- riðanna." - Mundirðu þá ekki vilja fækka fötum á hvíta tjaldinu líka? Ertu þá ekki orðin alveg ófeimin viðþetta? Linda hristi höfuðið hlæj- andi. „Nei, ég segi það nú kannski ekki en það skiptir svo miklu máli hvaða fólki ver- ið er að vinna með; hvernig listamönnum og hvernig að þessu er staðið. Ég mundi ekki gera það með hverjum sem væri. Ég þyrfti að treysta viðkomandi alveg hundrað prósent. Svo skiptir Ifka máli hvað er í boði.“ Þá höfum við orðið nokkurs vísari um stúlkuna að austan, sem kom, sá og sigraði, heima og heiman. Þegar hér var komið sögu var liðið á daginn og verkefnin á skrifstofu Wild biðu. Fegurðardísin Linda Pét- ursdóttir vafði yfirhöfninni þétt að sér, setti undir sig höfuðið og braust út í maíblíðuna. Við hin höldum líka áfram við okk- ar daglegu störf en þegar sumarið er liðið og sól fer aftur að lækka á lofti megum við eiga von á að til landsins berist bandarískt tfmarit sem ólíklegt er að rykfalli í hillum bóka- verslananna. □ 54 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.