Vikan - 07.10.1993, Page 2
vikan
24 ÆVINTYRALEGT STARF
Hann er kvikmyndatökumaður á Stöð 2, kallaður Besti en heitir fullu nafni Bergsteinn
Björgúlfsson. Hann segir skemmtilega frá starfi sínu og ýmsu því sem á daga hans
hefur drifið.
6 UNGLINGAR
OG ÚTIVIST
Á næstu sex siðum er fjallað um útivist
og fleiri mikilvæga þætti ( lífi barna og
unglinga út frá sjónarhóli unglinganna
sjálfra, sálfræðings, skólastjóra og móð-
ur. Hér birtast viðtöl við Einar Gylfa Jóns-
son sálfræðing, tvo hressa unglinga í
Hafnarfirði, Sigrúnu Gísladóttur skóla-
stjóra og Vigdísi Steinþórsdóttur, móður
á Akureyri.
16 KJAFTSHÖGG
AFTRA MÉR EKKI
- segir Steinunn Jóhannesdóttir, höfund-
ur hins umdeilda leikrits Ferðaloka sem
sýnt er á Smíöaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins um þessar mundir. Þar fjallar hún um
skáldið Jónas Hallgrímsson á sérstæðan
hátt sem vakið hefur hörð viðbrögð
sumra gagnrýnenda. Hún segir meðal
annars frá því hvernig það er að fá á
kjaftinn.
28 GUÐRUN
BÝR Á HJALTLANDI
Blaðamaður Vikunnar sækir heim Guð-
rúnu Júníusdóttur sem býr á Hjaltlandi og
unir hag sínum vel þarna á nyrstu slóð-
um Bretlandseyja.
36 JONA RUNA
„Ég hafði ekki hugmynd um að maðurinn
minn hefði haldiö fram hjá mér.“ Fjórum
mánuðum eftir að barn hjónanna kom í
heiminn eignaðist eiginmaðurinn annað
barn með vinkonu þeirra.
38 SMÁSAGAN
Bláa umslagiö eftir Agötu Christie.
52 OG 54 MATUR
ER MANNSINS MEGIN
Uppskrift að góðum og einföldum
hversdagsmat að hætti hvers og eins
og gómsætri mokkaköku að hætti
Vikunnar.
55 VIKANICHILE
Fimmti hluti ferðasögu Péturs Valgeirs-
sonar.
64 TÍSKAN í PARÍS
Vikan á tiskusýningu Sonju Rykiel í
Paris.
32 ÞAKKA FYRIR ALLT HITT
Jón Hlöðver Áskelsson, tónlistarmaður og tónskáld á Akureyri, varð fyrir áfalli fyrir
nokkrum árum. Hann er lamaður að hluta og segir hér frá því hverju fötlunin breytti fyr-
ir hann og hvernig hann hefur smám saman sætt sig við hana.
20 HÓLMFRÍÐUR
OG SJÓMENNSKAN
Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Haukur
Grettisson róa til fiskjar hvort á slnum
frystitogaranum. „Það er orðinn einn og
hálfur mánuður síðan við vorum saman (
landi en við höfum þó aðeins sést úti á
sjó.“
44 MYNDASÖGUR
Ómissandi.
50 SLÁTUR, SLÁTUR...
Nú stendur sláturtíðin sem hæst. Hér
birtir Vikan góð ráð og uppskriftir úr
smiðju Leiðbeiningastöðvar heimilanna.
68 HÖFUNDUR
JÚRAGARÐSINS
Rætt við Michael Crichton, höfund sög-
unnar Jurassic Park sem farið hefur sig-
urför um heiminn.