Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 8
foreldra og unglinga, tíðar-
andann, boð og bönn svo fátt
eitt sé nefnt.
Einar Gylfi var beðinn um
að ræða í stuttu máli um það
hvar skórinn helst kreppir hvað
varðar samskipti foreldra og
unglinga nú á dögum - og
fyrst bar útivistarmálin á góma.
- Unglingamir þrýsta til
dæmis á um að fá að vera
lengi úti á kvöldin og nóttunni
vegna þess að þeim finnst þeir
vera orðnir fullorðnir. Eitt af því
sem einkennir unglingsárin er
að prófa hvar mörkin liggja,
hversu mikið þeim leyfist. Hlut-
verk foreldra er einmitt að gefa
unglingunum hæfilega lausan
tauminn en vera tilbúnir að
setja þeim ákveðin takmörk.
Sumir ganga of langt í öðru
hvoru. Vandi foreldra um þess-
ar mundir er meðal annars sá
að kjamafjölskyldan er orðin
býsna einangruð og foreldrar
bera sig mjög lítið saman.
Þess vegna eru unglingarnir
sjálfir helsta heimild þeirra fyrir
því hvað sé gott og gilt. Þeir
eru eðlilega ekki áreiðanleg
heimild því að þeim liggur
þessi býsn á að verða fullorðn-
ir. Þessi setning: „Gerðu það,
mamma, það mega það allir,“
er sjálfsögð og skiljanleg rök-
semd unglings. Foreldri þarf
aftur á móti að vita betur.
HVARÁ AÐ
SETJA MÖRKIN?
Ég legg áherslu á að foreldrar
komi sér upp betri heimildum
og hafi traustari viðmiðanir
um það hvað sé gott og gilt.
Fyrsta boðorðið er að þeir
beri sig meira saman. Ég held
að skólinn sé heppilegasti
vettvangurinn. Mér finnst allt
of algengt að foreldrar séu
ekki í sambandi við foreldra
vina og vinkvenna unglings-
ins, þeir þekkja viðkomandi
kannski ekki nema með gælu-
nafni. Það þykir ekki lengur
við hæfi að spyrja börn að því
hverra manna þau séu og þar
fram eftir götunum. Ef foreldr-
ar allra í kunningjahópnum
bæru saman bækur sínar átt-
aði hver og einn sig líklega á
því að hann er ekki íhalds-
samasti faðirinn eða móðirin í
bænum. Þegar fólk fer að tala
saman kemur í Ijós að allflest-
ir foreldrar eru þeirrar skoðun-
ar að unglingarnir eigi að fá
nægan svefn á virkum dögum
og þeir eigi ekki að vera úti
fram eftir nóttu um helgar.
Foreldrar þurfa að setjast
niður og koma sér saman um
útivistartíma bama sinna og
hvar þeim beri að setja mörkin.
Ef unnt er að komast að sam-
komulagi er það mjög gott en
það er líka gott fyrir unglinginn
að vita að pabbi og mamma
hafa ákveðnar hugmyndir um
hvað sé gott fyrir hann og eru
tilbúin að standa á því. Eg vil
líka ráðleggja foreldrum að
gera skýran greinarmun á ó-
skipulegri útivist og skipu-
lagðri. Allir unglingar hafa þörf
fyrir að fara niður í bæ, sýna
sig og sjá aðra, athuga hvort
þeir séu að missa af einhverju,
labba rúntinn og mæta þeim
eða þeirri sem viðkomandi er
skotinn í og segja „hæ“. Það er
heilmikið að gerast og ungling-
ar hafa þörf fyrir að verja á-
kveðnum hluta frítíma síns á
almannafæri. Foreldrar hljóta
að vera þeir aðilar sem eiga
að setja mörkin um það
hversu langt þetta má ganga.
Svo er hitt allt annað mál ef
unglingurinn er að fara í partí
eða á skólaball sem foreldr-
arnir þekkja og treysta. Það er
sjálfsagt að þeir hringi í for-
eldra vinarins eða vinkonunn-
ar, sem heldur partíið eða
ætlar með á ballið, til þess að
komast að því hvað hinum
finnst og hvaða mörk þeir hafi
sett. Ef unglingurinn segir þá
„Hva, treystið þið mér ekki?“
þá er eðlilegt að svarið só:
„Auðvitað treystum við þér en
okkur þykir vænt um þig og
við viljum hafa þetta allt á
hreinu." Ég tel mjög mikilvægt
að foreldrar viti hvar þetta fer
fram, hvert símanúmerið er
og hvernig foreldrar vinarins
eða vinkonunnar ætla að
standa að þessu. Það er orðin
lenska að vanrækja þetta hér
á landi. Foreldrum ber að
hafa vitneskju um hvar ung-
lingurinn er og hvort partíið er
eftiriitslaust, sem mér finnst út
í hött.
GERST HAFA HRIKA-
LEGIR ATBURÐIR
Hvernig á fjórtán til sextán ára
unglingur að geta verið gest-
gjafi í svona partíi þegar við
eigum oft fullt í fangi með það
sjálf? Hugsið ykkur eftirlits-
laust partí; fjórtán ára gest-
gjafi og það eru einhverjir
sautján ára gæjar sem eru
skotnir í einni stelpunni þama.
Þeir birtast allt í einu með
nokkrar vínflöskur og bjóra.
Hvað á þessi litli gestgjafi að
gera? Hann verður bara
hræddur og segir já og amen.
Svo dettur kannski einhverj-
um í hug að hringja í ein-
hverja útvarpsstöðina og láta
tilkynna að það sé partí
þarna. Það hafa gerst hrika-
legir atburðir í eftirlitslausum
partíum. Það er mikilvægt fyrir
foreldra, ef þeir leyfa börnum
sínum að halda samkvæmi,
að hafa það algjörlega á
hreinu að þeir sjálfir eða ein-
hverjir aðrir sem þeir treysta
geti gripið inn í ef eitthvað fer
úrskeiðis. Foreldrar þurfa að
vera mjög vel vakandi.
Það er geysilega mikilvægt
að unglingarnir geri sér grein
fyrir því hversu mikils virði
það er að hafa gott samband
við foreldrana. Þó að oft gangi
eitthvað á vegna þess að allir
eru ekki sammála getur engu
að síður verið gott samband á
milli aðila. Hver könnunin á
fætur annarri sýnir svo ekki
verður um villst að þeim ung-
lingum reiðir betur af sem eru
í góðum tengslum við foreldra
sína. Það er unglingum jafn-
framt mikilvægt að þeir séu í
góðu sambandi við félaga
sína en geti samt sýnt ákveð-
ið sjálfstæði. Þeir þurfa ekki
að vera með í öllu sem hinum
dettur í hug, betra er að þeir
geti valið og hafnað.
ÚTLAGI Á HEIMILINU
Margir taka sjálfræðisaldurinn
afskaplega bókstaflega, þegar
unglingurinn verður sextán ára.
Þá ræður hann næturstað sín-
um samkvæmt laganna hljóð-
an, getur ákveðið hvort hann
fer í skóla eða ekki og getur
farið að heiman ef honum sýn-
ist svo. Unglingurinn hættir að
vera bam foreldra sinna og
gerist kröfuharður gestur eða
kostgangari á heimilinu - má
koma þegar hann vill, fara þeg-
ar hann vill. Hann rukkar móð-
ur sína um nýþvegin fötin sín
og föðurinn um vasapeninga til
næstu daga. Sums staðar er
þetta gagnkvæmt samkomulag
foreldra og unglings. Langflest-
ir íslenskir unglingar em í
heimahúsum fram yfir tvítugt.
Það er afskaplega vont fyrir
ungling að vera allt í einu kom-
inn í þá stöðu að það eru engir
rammar í kringum hann, engar
væntingar lengur gerðar til
hans, hann er skyndilega hætt-
ur að vera einn af fjölskyldunni.
í sjálfu sér þarf ekki að vera
neitt að á heimilinu - ungling-
urinn, sem er þetta sautján,
átján ára, er orðinn eins konar
útlagi. Hann hefur sitt her-
bergi, sem enginn má jafnvel
fara inn í nema hann, og hann
kemur og fer. Þetta er ofsa-
lega sorglegt. Hann fer á mis
við svo mikið og foreldrarnir
líka því að það er svo margt
skemmtilegt að gerast. Auð-
vitað er eðlilegt að unglingur á
þessum aldri sé meira út á við
en inni. Fyrsta alvöruástin
hefur kannski orðið til, vinátta
fer að verða dýpri og áhuga-
málin þroskaðri. Líkaminn er
kominn í jafnvægi eftir gelgju-
skeiðið og unglingurinn er
orðinn sáttur við hann, hann
er jafnframt orðinn miklu
þroskaðri í hugsun.
SJÁLFRÆÐISALDURINN
TÍMASKEKKJA
Auðvitað er þetta ekki alls
staðar svona - en býsna al-
gengt engu að síður. Það
sem mér finnst eðlilegt er að
sá sem býr innan fjölskyldu
hafi ákveðnar skyldur og rétt-
indi um leið og tekið er tillit til
sérstöðu hvers og eins. Mér
finnst skrýtið að fólk, sem býr
svo náið saman, þurfi ekki
láta hvert annað vita hvar það
er og hvenær það reiknar
með að koma heim. Hvaða
réttur er það fyrir ungling að
búa við þau viðhorf að mega
gera það sem honum sýnist
og enginn þurfi að vita neitt
um hagi hans? Hann er útlagi
sem enginn hefur áhyggjur af.
Ef ég væri á hóteli mundi ég
gera svona kröfur - um góðan
aðbúnað, góðan mat og þjón-
ustu í hvívetna. Ég yrði aftur á
móti sármóðgaður ef þjónninn
spyrði mig hvar ég hefði verið,
hvert ég væri að fara og
hvenær ég kæmi aftur. Það er
hótel en ekki heimili.
Ég held að það sé tíma-
skekkja að miða sjálfræði
unglings við sextán ára aldur.
Kannski var það eðlilegt fyrir
áratugum þegar þorri ung-
linga var farinn að vinna og
sjá fyrir sér upp úr fermingu.
Síðan hafa aðstæður bara
breyst svo geysilega mikið.
Því ekki að miða sjálfræðið
við átján ár eins og fjárræðið
og gera úr þessu ákveðna
hefð? Þá yrðu þetta stór og
spennandi tímamót fyrir hvem
og einn. □
8 VIKAN 20.TBL. 1993