Vikan - 07.10.1993, Qupperneq 14
TEXTI: HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR / UÓSM.: BRAGIÞ. Jó'sEFSSON
ENGIN
HÓTELBYGGING
Á DAGSKRÁ
- SEGIR BJORN LEIFSSON SEM HEFUR TEKIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANN Á LEIGU OG OPNAÐI
ÞAR UM SÍÐUSTU MÁNAÐAMÓT EFTIR
GAGNGERAR BREYTINGAR
NÚ TEKST BJÖSSI í WORLD
CLASS Á VIÐ REKSTUR
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANS
jóöleikhúskjallarinn hefur til þessa ver-
ið sá skemmtistaður í Reykjavík sem
hægt hefur verið að ganga að vísum ár
eftir ár i óbreyttri mynd - sama tónlistin, sömu
barirnir, sama starfsfólkið og nánast sömu
gestirnir. Maður hefði getað látið líða fimm ár
á milli heimsókna í Kjallarann en samt gengið
að sömu gömlu, góðu hlutunum, gamla, góða
fólkinu í sömu gömlu, góðu fötunum.
Ekkert er samt til eilífðar, ekki gamli Leik-
húskjallarinn heldur. Ekki svo að skilja að
hann hafi andast í hárri elli heldur þvert á
móti. Nú hefur gamla rykið verið dustað af og
staðurinn fengið andlitslyftingu og nýtt útlit.
Þeir allra íhaldssömustu harma sjálfsagt t(ð-
indin en þó eru líklega fleiri sem álíta að kom-
inn hafi verið tími til
ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ
HÆTTA MEÐAN VEL GENGUR
Það er athafnamaðurinn Björn Leifsson, betur
þekktur sem Bjössi í World Class, sem stend-
ur fyrir þessum breytingum á Kjallaranum.
Hann hefur nú tekið staðinn á leigu til tíu ára
og hyggst bjóða upp á ýmiss konar nýjungar
þar í framtíðinni enda hugmyndaríkur maður.
Hann var spurður hvernig það hefði komið til
að hann tók við rekstri Kjallarans.
„Ég sá staðinn auglýstan til leigu í Morgun-
blaðinu einn morguninn. Ég var þá að fara til
Mexíkó daginn eftir en hringdi í þjóðleikhús-
stjóra og sagðist hafa áhuga á þessu, bað
hann að hinkra með að taka ákvörðun þar til
ég kæmi heim aftur ef hann hefði áhuga á að
ræða þetta. Ég setti mig svo strax í samband
við hann þegar ég kom heim og þá voru yfir
tuttugu aðilar búnir að sækja um. Hann valdi
síðan úr nokkra aðila auk mín til að gera
leigutilboð í staðinn og eftir viðræður og kjöl-
skoðun endaði þetta með því að ég stóð eftir.“
- Nú rekur þú Ingólfscafé líka og ef mig
misminnir ekki þá sagðist þú á sínum tíma
ætla að gera tilraun með þann rekstur í eitt ár
og hætta svo. Þau tímamörk runnu út í októ-
ber í fyrra, þú ert ennþá með Ingóifscafé og
hefur nú bætt við þig Þjóöleikhúskjallaranum.
Hverju svararðu þessu?
„Ja, ekki öðru en því sem þeir segja í Am-
eríku: If you are ones in, there is no way out,“
segir Bjössi og hlær. „Það var nú þannig með
Ingólfscafé að þetta átti bara að vera tilraun.
Ég átti að rífa staðinn upp til þess að sá sem
átti hann gæti selt hann. Við stofnuðum hluta-
félag um staðinn og þegar þáverandi eigandi
vildi selja fékkst enginn kaupandi nema ég
yrði seldur með. Nú er ég þar eigandi að þriðj-
ungi á móti tveimur félögum mínum, rekstur-
inn gengur vel og engin ástæða til að hætta
meðan vel gengur. Þegar ég er spurður hvort
ég ætli að taka traffíkina þaðan svara ég því
til að engin ástæða sé til að drepa góða
mjólkurkú fyrir aðra.“
- Þú hefur ákveðið að halda áfram veit-
ingahúsarekstri, er þetta eitthvað sem þú hef-
ur ákveðið að halda áfram með? Er kannski
annar Óli á ferðinni?
„Nei, nei. Menn verða að þekkja sín tak-
mörk og fæstir þekkja þau. Það er alla vega
engin hótelbygging á dagskrá," segir Bjössi
og skellihlær.
SKIKKA EKKI FÓLK I FÖT
AF ÁKVEÐINNI EFNISGERÐ
- Hverjar verða helstu breytingarnar hjá þér í
Kjallaranum?
„Helstu breytingarnar verða náttúrlega þær
að færa þetta til upprunalegs horfs. Staðnum
var breytt i kringum 1965 og hann hefur verið
nánast eins síðan. Það var eins og að koma
mörg ár aftur í tímann að koma hingað."
- Varþað ekki bara það sem fólk vildi, gamla
stöðugleikann, sama gamla kúnnahópinn? Ertu
Frh. á bls. 48
1 4 VIKAN 20. TBL. 1993