Vikan


Vikan - 07.10.1993, Page 25

Vikan - 07.10.1993, Page 25
fólk því það vildi enginn vinna þarna í upphafi. Það spáðu því flestir að þetta færi á hausinn áður en það kæmist á lappirnar. Það var því nær eingöngu af greiðasemi við frænda minn sem ég fór að vinna þarna. Maður fékk ým- iss konar sneiðar frá Rúvur- unum um hvort maður hefði fengið launin sín, í hvaða formi og þar fram eftir götun- um. Eins og ég sagði áðan réð ég mig upphaflega sem hljóðmann, hafði menntað mig í því og var búinn að vinna talsvert í hljóðverum en ég var ekki búinn að vera lengi á Stöðinni þegar ég fór yfir á myndavélina. Ég var með Sigurði Jakobssyni í „tími“ og hann er þannig gerð- ur að verða alltaf að segja manni hvað hann er að gera. Hann kenndi mér á vélina, svo er það heldur ekki minna atriði að hafa auga fyrir því sem maður er að mynda." - Hvernig er vinnudagurinn hjá tökumanninum, veit hann nokkurn tíma hvernig dagur- inn framundan kemur tii með að verða? „Ekki þegar maður er í frétt- um, þá veit maður ekkert nema kannski grófar útlínur. Ég mæti þá klukkan níu og fer ekki fyrr en hálfníu á kvöldin. Ef ég er á vakt í dagskrárgerð á vinnutíminn að vera frá nfu til fimm en það stenst náttúr- lega aldrei, það er alltaf eitt- hvað sem kemur upp á og maður veit aldrei í hverju maður lendir." LITLAR PRÍMADONNUR „Fyrir myndatökumann er dagskrárgerðin skemmtilegri, þar er vandað mun meira til verks og maður fær betur að njóta sín. í fréttum eru það mest viðtöl og yfirlitsmyndir meðan verið er að segja frá málunum. Svo getur líka verið skemmtilegra f fréttum ef ein- hverjar stórfréttir eru í gangi og mikil aksjón. Annars fer þetta mjög mikið eftir því með hverjum maður er að vinna. Það getur verið hræðilegt í dagskrárgerðinni ef maður er með einhverjum sem kunna ekki til verka eða eru erfiðir ( samstarfi. Eins er í fréttum, það getur verið hundleiðinlegt að vinna með sumum frétta- mönnum, þeir eru mjög mis- jafnir og ólíkir. Allt eru þetta litlar prímadonnur sem halda að sjónvarpsstöðin snúist um sig. Maður verður oft að passa sig á að þeim skiljist að maður er að vinna með þeim en ekki fyrir þá. Það er oftast þannig þegar menn byrja að þeir halda að þeir séu meiri en þeir eru en maður er þá fljótur að koma þeim í skilning um annað. Ég hef verið þarna frá upphafi en það eru enda- laust að koma nýir og nýir fréttamenn. Maður hefur oft haft það að aukastarfi að ala þá upp, lækka í þeim rostann og koma þeim aðeins nær jörðinni." - Kemur ekki fyrir að þið mætið í vinnu að morgni og ykkar bíða óvæntar ferðir út á land eða jafnvel til útlanda? „Jú, jú, það er alltaf að koma fyrir og konan er stund- um alveg að verða vitlaus. Maður hringir kannski heim og segist þurfa að fara til Jap- ans eða New Vörk í fyrramál- ið og komi ekki heim fyrr en eftir fjóra daga. Þetta er alltaf að gerast. Við tökumennirnir skiptum með okkur utanlands- ferðunum og þær koma yfir- leitt alltaf upp með mjög stutt- um fyrirvara, oftast ekki nema hálfs dags. Þá verður maður að rjúka til og sækja töskuna Besti á vettvangi í Reykjavík. fannst manni það líka skylda að skemmta sér eins og mað- ur mögulega gat eftir að vinnudegi lauk svo oft kom maður örþreyttur heim. Nú lít- ur maður frekar á þetta sem ágæta tilbreytingu frá amstr- inu hér.“ VONAÐI AÐ TÁKNIÐ VÆRI EKKI SNÁKUR „Skemmtilegasta ferðin held ég hafi verið þegar ég fór til Japans með Guðjóni Arn- grímssyni. Það var þegar Flying Tigers byrjaði að fljúga hingað, þeir buðu okkur að skoða fiskmarkaðina þar og fleira sem þeim tilheyrði. Það sem gerði ferðina svo spenn- andi var að þetta var svo of- boðslega frábrugðið öllu því sem maður á að venjast. Maður kemur þarna út, eng- inn skilur ensku og öll skilti eru með einhverju hrafna- sparki. Það er vinstri umferð og maður er gjörsamlega ó- sjálfbjarga nema hafa með sér túlk og þeir eru ekki á hverju strái. því lítið var að gera þá stund- ina. Svo kom skriðan skömmu seinna og ýtti á undan sér skælbrosandi, skáeygðum kokki. „Do you speak Eng- lish?“ spurðum við og hann svaraði brosandi: Jess, jess! Við fórum þá að panta og alltaf sagði kokksi jess, jess og brosti ógurlega. Við héld- um að pöntunin væri frágeng- in en spurðum hann að lokum spurningar sem hvorki var hægt að svara játandi né neit- andi. Kokkurinn brosti þá út að eyrum og svaraði: Jess, jess! Þá kom í Ijós að það var eina orðið sem hann kunni í ensku og var jafnstoltur af því eins og hitt afgreiðslufólkið af þessum hámenntaða tungu- málamanni. Þetta var það næsta sem við komumst því að tala við enskumælandi Japana. Það var sama hvað það var, það var allt öðruvísi en heima. Skemmsti fyrirvari, sem ég hef fengið fyrir utanferð, var rétt fyrir síðustu jól þegar ég fór í fyrstu ferðina fyrir tökur á KT' j V sem er tilbúin heima með því allra nauðsynlegasta. í upp- hafi var þetta mjög spennandi en síðan komst þetta upp í vana. Þetta er oftast bara mikil vinna og það er enginn munur á því að vinna úti eða hér heima. Yfirleitt er ennþá meiri vinna úti því það er verið að reyna að gernýta tímann og græjurnar vegna mikils kostnaðar. Á fyrstu árunum Við urðum að fara inn á matsölustaði og benda á eitt- hvert táknið á matseðlinum og vona að það væri ekki snákur. Áður en við vorum farnir að gera okkur grein fyrir því að enginn talaði ensku fórum við inn á veitingahús og spurðum þjónustustúlkuna hvort hún talaði ensku. Hún flissaði eitt- hvað og fór inn í eldhús á- samt öllu hinu þjónustufólkinu Kristjáni Jóhannssyni. Þá var hringt i mig klukkan eitt um nótt á föstudagskvöldi og mér tilkynnt að ég ætti að fara út um morguninn. Passinn minn var útrunninn þannig að ég hringdi niður á löggustöð. Þar benti mér maður á mann og það endaði með því að ég vakti upp einhvern úrillan karl hjá útlendingaeftirlitinu. Þessu var reddað með stimpli um 20.TBL. 1993 VIKAN 25 TEXTI: HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.