Vikan


Vikan - 07.10.1993, Page 30

Vikan - 07.10.1993, Page 30
hann. Forvitni íslendingsins um náungann og þá sérstak- lega samlanda sína í útlönd- um geröi þegar í staö vart viö sig og ég ákvaö aö hitta Guö- rún Júníusdóttur á heimili hennar á Burraeyju eitt kvöld- iö sem ég dvaldi á Hjaltlandi síöastliöið sumar. ÁSTIN Guörún mætir mér í dyrunum eftir að mér hefur tekist aö villast um alla eyjuna og býö- ur mig velkomna. Hún er tutt- ugu og sjö ára, hógvær en á- kveðin í fasi, með mikið Ijóst hár. Strax fær blaðamaður á tilfinninguna aö henni finnist ekki mikið til viötals koma. Eft- ir nokkra kaffibolla kemur þó í Ijós aö hún hefur frá ýmsu aö segja, bæði um tildrög þess aö hún flutti til Hjaltlands og eins um hvernig hún hefur aö- lagast eyjaskeggjum og þeir henni. Þaö lá beinast viö aö byrja á byrjuninni - af hverju hún heföi flutt til Hjaltlands. „Þaö var hann,“ segir Guð- rún og brosir kankvíslega um leiö og hún bendir á manninn sinn, Lawrence Arthur Inkster. „Við hittumst á Djúpavogi þar sem ég var aö vinna í fiski þegar ég var átján ára og hann var á sjó.“ Þannig byrj- aöi ástarævintýriö sem stend- ur enn og virðist dafna vel í kyrrðinni á Hjaltlandi. Guörún segir aö þaö hafi þó ekki verið sjálfgefiö að þau flyttu þang- aö. „Viö söfnuðum okkur pen- ingum á Djúpavogi og fórum í sex mánaöa ferðalag um heiminn. Viö fórum meðal annars til Hollands, Þýska- lands, Grikklands, ísraels, Indlands og enduðum svo á Hjaltlandi þar sem ég var í einn mánuö. Ég haföi aldrei heyrt um þennan staö áöur en ég kynntist Arthur og vissi ekkert hvar þetta Shetland hans var. Ég vonaði bara aö þetta væri heitur staöur ein- hvers staöar nálægt Ástralíu," segir Guðrún og hlær aö sjálfri sér. Hún viðurkennir aö hafa orðið fyrir smávegis von- Guörún og eiginmaö- urinn, Arthur Inkster, ræöa sam- an yfir kaffiboll- anum en þaö gefst mikill tími til þess á Hjaltlandi þar sem fólk býr viö allt annan lífs- stíl en ís- lendingar. brigðum í byrjun enda hafi fyrsta reynsla hennar heldur ekki veriö jákvæð. „Mér fannst ömurlegt að koma hingað og haföi mikla heimþrá. Ég hafði þá aldrei veriö svona lengi í burtu aö heiman." FÉLL Á FYRSTA PRÓFI Guörún segist f rauninni hafa gefist upp. „Ég fór heim til ís- lands og Arthur kom á eftir mér. Hann fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi og þar meö enga vinnu. Viö ákváðum því aö koma aftur hingað til Hjaltlands og láta á það reyna hvort ég gæti aðlagast samfé- laginu." Guörún var tvítug þá og segir aö smám saman hafi hún vanist Hjaltlendingum en þaö var ýmislegt sem hún þurfti aö sætta sig viö og eyja- skeggjar þurftu ekki síöur aö læra að taka hana í sátt. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í fyrstu en eftir að ég fékk atvinnuleyfi hefur mér gengið vel aö umgangast fólkiö hér.“ Þaö gekk hins vegar ekki áfallalaust. Guörún segir að þau hafi orðið aö gifta sig til aö hún fengið dvalar- og at- vinnuleyfi en þaö hafi ekki verið sérstaklega á dagskrá hjá henni þar sem henni finn- ist giftingar almennt hallæris- legar. „Hér er hins vegar ríkj- andi sá hefðbundni hugsunar- háttur aö fólk eigi að gifta sig og eignast börn. Þaö varö því mikið tilstand hjá tengda- mömmu þegar aö athöfninni kom. Guðrún hlær þegar hún hugsar um þennan dag sem í huga flestra er umlukinn róm- antík en varð hjá henni einn sá hræöilegasti sem hún hef- ur lifað. „Ég dauösá eftir því aö viö skyldum hafa sagt tengdamömmu frá þessu því hjá okkur átti þetta bara að vera lítil og fyrirhafnarlaus at- höfn til aö gera mér keift aö búa hér. Tengdamanna tók hins vegar ekki ( mál annað en aö allt færi fram meö hefö- bundnum hætti; rak Arthur í sparifötin, pantaöi Ijósmynd- ara og brúðkaupstertu og lét okkur svo ganga meö hana á milli húsa eins og siður er hér.“ Fyrsti þröskuldurinn var svo aö tengdó tæki hana í sátt því Guörún féll hjá henni á próf- inu um sæmilegar eiginkonur. „Hún ætlaði að kenna mér að stoppa í sokka af Arthur og hugsa almennilega um hann en ég sagði henni auðvitað aö hann gæti stoppaö sjálfur í sokkana ef hann hefði áhuga.“ Ummælin féllu í grýtt- 30 VIKAN 20.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.