Vikan


Vikan - 07.10.1993, Side 46

Vikan - 07.10.1993, Side 46
fanginu og hugsaði með mér í leiðinni að alltaf væri ég dálít- ið yfirdrifin. Það var samt gott að liggja þarna. Sársaukinn dofnaði og allt hélt áfram að vera eins og það var. Það var aðeins ég sem þurfti að hugsa upp á nýtt. Allt sem ég gæti ekki gert á meðan fóturinn jafnaði sig. Allt sem ég hafði til að gleðjast yfir, þótt ég hefði lent í smávegis óhappi. Þegar far- ið var að grilla var ég ýmist inni í besta sófanum eða ég hoppaði út til að missa ekki af iífinu utandyra þar sem börn og fullorönir ærsluðust og brugðu á leik. Ég þurfti ekkert að gera eft- ir óhappið og sumum sem ég er búin að nefna fannst ég alltaf hafa sama lagið á aö láta aðra gera ýmislegt fyrir mig. Er það ekki allt í lagi svona stöku sinnum - að finna sig umvafinn fjölskyldu og vinum? Þegar við vöknuð- um um morguninn var það fyrsta sem mágkona mín sagði þegar hún reis upp af dýnunni í hálfköldum bústaðn- um: „Þetta þurfum við að gera fljótlega aftur, þetta er svo gaman.“ □ ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR Sumarið er liðið, þaö er farið að dimma á nótt- unni og sólin er ekki eins heit og hún var. Ég sem fór í sumar að ganga berfætt í lágbotna skóm verð að fara í sokka en hvernig sem ég reyni get ég ekki gengið í há- hæluðum skóm lengur, svo vel fari. Ef til vill er það síöan ég missteig mig í vor. Þá hafði mér verið boðið í sumar- bústað með fjölskyldunni, svona hálfgert ættarmót þar sem sonur minn hafði boðið pabba sínum, konunni hans og dætrum og mér, ástkærri móður sinni, manninum mín- um og börnum og ég hafði svo boðið bróður mínum, kon- unni hans og börnum i sumar- bústaðinn. Þegar við birtumst uröu allir mjög hissa, það er að segja minn fyrrverandi elskulegi eig- inmaður og eiginlega varð hann ekkert glaöur að sjá mig koma þarna askvaðandi, hafði ætlað aö eiga rólega helgi í faðmi fjölskyldunnar. Jæja, jæja, við höfðum ver- ið boðin, hann vissi bara ekk- ert um það, þetta átti að vera óvænt og varð það og allt í lagi með það. Svo var farið í leiki og ég hugsaði með mér að gaman væri að hlaupa um og leika sér þarna úti í náttúrunni, ærslast eins og lamb á grundu og verða ungur á ný. Við fórum í „yfir“ og nú skyldi ég sýna gamla takta frá því fyrir tuttugu kílóum en allt í einu missti ég fótanna og sársauki, næstum óbærilegur, læsti sig í vinstri fótinn á mér. Ég hneig niður með boltann í í SVEITINNI 'V 0 s Skhð- Rsðfs- D'jj/t HRoP þÖFÍ ’/SL STHF SÚLLf H viu /X skRíd- DjR. (ÁJjTM FFFa/A 'OSKfí pjú U.'Jj —> 1 ,/ V IfíT FðiÐH KfíLL 5T/V6r SfiFAJfl J V > Z Sf\M- HlG nCj AíS/f- /Ð SAaadí 6 MHT- ÖuRT Tf\Lf\ HiioP G&lu- A/RFaJ /UoajT OL-£>F 3 • > . / LorT- FBX-íjQ <5,£A.r > 1T í \r Fo/Z- FH-BíR. LFhDA- bRFF • u. > ,/ V > s 1 / FU&L 5 ÍótLt TÍM/fbíL > V > mfíAj 1/ / Z O "7 f L íTMuM' ICrtST- i s> Lausnarorð í síðasta blaði: LAUKAR 46 VIKAN 20. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.