Vikan


Vikan - 07.10.1993, Síða 51

Vikan - 07.10.1993, Síða 51
blandað saman við, um það bil 1,7 lítrum í fimm lifrar. Síð- an er kjötkrafti blandað sam- an við lifrarpylsuna, um það bil þrem kúfuðum matskeiðum í þetta magn. Rúgmjöli og haframjöli er síðan blandað saman við. Þegar slátur er soðið er saltað í pottinn eftir smekk. Til að kanna hvort nægilega hafi verið saltað er í lagi að smakka á soðinu. Hjörtun eru notuð í ýmsa rétti, þau eru gjarnan fyllt með sveskjum og eplum ef vill. Hálsæðar og þindar eru notaðar í hakk eða kæfu. Að síðustu kemur hér ráð frá húsmæðrakennara: Athug- ið að slátrið á alls ekki að kólna í soðinu. Best er að snöggkæla það í rennandi vatni. Blóðmör 1 lítri blóð 1/4 lítri vatn 500 g-1 kg mör 400-500 g rúgmjöl 300-400 g haframjöl 1/2-2 msk. gróft salt Blóðið er þynnt með vatni og saltað. Mjölinu er hrært saman við og smátt skornum mörnum blandað i. Lifrarpylsa 450 g (1) lifur 100 g (2) nýru 3 dl mjólk eða kjötsoð 1/2-1 msk. gróftsalt 200-300 g rúgmjöl 100 g hveiti 100 g haframjöl 300-500 g mör Lifur og nýru eru hökkuð og síðan þynnt út með mjólk eða kjötsoði. Salti og mjöli er hrært saman við og smátt skornum mör er að lokum bætt út í. Gætið þess að fylla ekki keppina um of. Suðutími lifrarpylsu er 2 1/2-3 klst. eftir stærð keppanna. Svið Leggið sviðin í volgt vatn og sóda og hreinsið þau með stífum bursta fyrir suðu. Þind- ar og hálsæðar eru gott hrá- efni til kæfugerðar. (Tekið upp úr DV mánudaginn 4. október 1982) 1 | UPPSKRIFTIR FRÁ STEINUNNIINGIMUNDARDÓTTUR BLÓÐMÖR 1 3. Blandið saman blóði, salti 1 lítri blóð og vatni og hrærið í þar til 1/2 lítri vatn saltið er runnið. 50 g gróft salt 4. Hrærið haframjöli og heil- 200 g haframjöl hveiti saman við og síðan rúg- 100 g heilhveiti mjöli, svo miklu að úr verði ca 1 kíló rúgmjöl nokkuð þykkur vellingur. ca 2 kg mör 5. Blandið mörnum saman við vambir jafnóðum og látið er í vamþ- 1. Brytjið mörinn fremur arkeppina, saumið fyrir. Látið þá keppi sem á að frysta í smátt. plastpoka, merkið og látið 2. Skolið vambirnar, sníðið sem fyrst í frost. Annað er 4-6 keppi úr hverri vömb og soðið í söltu vatni í 2-3 klst. saumið. Gætið þess að hafa eftir stærð keppanna. góð op. BLÓÐMÖR II 50 g sykur 1 lítri blóð 250 g rúsínur 1/2 lítri vatn ca 500 g rúgmjöl 1 1/2 msk. gróft salt 1-1 1/2 kg mör 150 g heilhveiti vambarkeppir 1 tsk. allrahanda 1/2 tsk. negull Búið til eins og blóðmör I. OTA HAFRAMJÖL - á borði íslendinga í áratugi - Sláturgerð er hluti af þjóðarsál íslendinga. Þess vegna tökum við enga áhættu þegar við búum til slátur. Við sláturgerðina hafa íslendingar ávallt getað treyst gæðum OTA haframjölsins.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.