Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 64

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 64
UÓSM.: OG TEXTI: GÍSLIEGILL HRAFNSSON Iþessari Viku birtum við myndir af sýningu á haust- og vetrartískunni hjá Soniu Rykiel í París. Óhætt er að segja að Sonia sé í hópi þekkt- ustu fatahönnuða Frakka. Hún skipaði sér þar á bekk strax í upphafi ferils síns á sjöunda áratugnum. Hún hefur reyndar ekki einungis verið áberandi í tfskuheiminum því hún hefur lagt sinn skerf til menningar- mála og óhrædd veitt ýmsum baráttumálum liðsinni sitt. Það var snemma á sjöunda áratugnum að hún vakti fyrst athygli með frumlegum út- færslum á prjónafatnaði og kjólum fyrir vanfærar konur. Þessi fatnaður öðlaðist strax miklar vinsældir og nafn hennar varð á allra vörum í tískuheiminum jafnt í heima- landi hennar, Frakklandi, sem og utan þess. f Bandarfkjun- um fékk hún viðurnefnið „prjónadrottningin". En þó að fatnaður hennar teljist sfgildur og hönnun hennar sé ekki byltingarkennd má rekja nokkrar athyglisverðar nýj- ungar í hönnun til hennar, svo sem úthverfa sauma. Hún var einnig fyrsti tískuhönnuðurinn sem sórhannaði fatnað fyrir vörulista en það gerði hún fyr- ir 3 Suisses árið 1977. Sonia Rykiel hefur oftsinnis verið kjörin á lista yfir best klæddu konur heims og hún er meðlimur í og stjórnar hinum furðulegustu klúbbum. Til dæmis er hún forseti Lista- og vínakademíunnar, meðlimur f klúbbi áhugamanna um Havanavindla, á sæti í Súkkulaðisælkeraklúbbnum og fleira í þeim dúr. □ 64 VIKAN 20.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.