Vikan


Vikan - 07.10.1993, Side 64

Vikan - 07.10.1993, Side 64
UÓSM.: OG TEXTI: GÍSLIEGILL HRAFNSSON Iþessari Viku birtum við myndir af sýningu á haust- og vetrartískunni hjá Soniu Rykiel í París. Óhætt er að segja að Sonia sé í hópi þekkt- ustu fatahönnuða Frakka. Hún skipaði sér þar á bekk strax í upphafi ferils síns á sjöunda áratugnum. Hún hefur reyndar ekki einungis verið áberandi í tfskuheiminum því hún hefur lagt sinn skerf til menningar- mála og óhrædd veitt ýmsum baráttumálum liðsinni sitt. Það var snemma á sjöunda áratugnum að hún vakti fyrst athygli með frumlegum út- færslum á prjónafatnaði og kjólum fyrir vanfærar konur. Þessi fatnaður öðlaðist strax miklar vinsældir og nafn hennar varð á allra vörum í tískuheiminum jafnt í heima- landi hennar, Frakklandi, sem og utan þess. f Bandarfkjun- um fékk hún viðurnefnið „prjónadrottningin". En þó að fatnaður hennar teljist sfgildur og hönnun hennar sé ekki byltingarkennd má rekja nokkrar athyglisverðar nýj- ungar í hönnun til hennar, svo sem úthverfa sauma. Hún var einnig fyrsti tískuhönnuðurinn sem sórhannaði fatnað fyrir vörulista en það gerði hún fyr- ir 3 Suisses árið 1977. Sonia Rykiel hefur oftsinnis verið kjörin á lista yfir best klæddu konur heims og hún er meðlimur í og stjórnar hinum furðulegustu klúbbum. Til dæmis er hún forseti Lista- og vínakademíunnar, meðlimur f klúbbi áhugamanna um Havanavindla, á sæti í Súkkulaðisælkeraklúbbnum og fleira í þeim dúr. □ 64 VIKAN 20.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.