Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 4

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 4
TEXTI: HJS / UÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEPSSON uo Z 'O ... -1 m, NÝR GEISLADISKUR MEÐ GRETTI BJÖRNSSYNI ýlega Kom út nýr geisladiskur frá Skífunni þar sem Grettir Björnsson fer á kost- um meö harmonikku sína. Grettir hefur veriö meðal fremstu harmo- nikkuleikara hér á landi um langt árabil og ekki er aö heyra annað en sú list eigi ennþá hug hans allan. Á nýja s geisla- diskin- um er ýmist að finna lög sem Grettir hefur áður leik- ið inn á plötu eða önnur sem ekki hafa heyrst í hans flutningi fyrr og jafnvel ekki komið út á plötu fyrr en nú, eins og Kænupolki Jóna- tans Ólafssonar. Það er létt yfir þessu verki Grettis, sem hann nefnir „Vor við sæinn“ eftir hinu kunna lagi Oddgeirs Kristjánssonar en flest eru lögin tengd sjónum á einn eöa annan hátt. Við útsetn- ingar, upptökur og undirleik naut Grettir dyggrar aðstoð- ar Þóris Baldurssonar, sem m.a. leikur á Hammond org- el sem setur skemmtilegan svip á mörg lögin. Þaö er meiri kraftur í mörgum gömlu laganna en fólk á að venjast og má í því sam- bandi nefna að nauðsynlegt er að herða sig nokkuð I dansinum til að halda takti við hið kunna lag Inga T. Lárussonar, Austfjarðaþok- una, sem Grettir leikur nú af snilld í annað sinn inn á plötu. Grettir, sem hefur húsa- málun að aðalstarfi, segir aö harmonikkan sé aldrei langt undan og nú sem endranær sé hann gjarnan kallaður til þegar fólk gerir sér dagamun eða eitthvað sérstakt stendur til. Hann segir að tilefnin séu marg- vísleg - að spila fyrir dansi f veislum eða jafnvel að standa undir húsvegg og leika á nikkuna meðan fólk gengur um og spjallar sam- an. Hann kveðst alltaf hafa jafngaman af að skemmta fólki með leik sínum. Á Jónsmessunni mörg undan- farin ár hefur Grettir til dæmis spilað undir söng fólks frá öllum Norðurlönd- unum sem safnast saman við varðeld framan við Nor- ræna húsið. Grettir tekur einnig þátt í félagsstarfi áhugafólks um harmonikku- leik og tilheyrir sjálfur hópi sem kallar sig „Létta tóna“ og hittist reglulega til æf- inga ásamt hrynsveit. Nýl- ega stofnaði hann svo „band“ með félögum sínum Örvari Kristjánssyni har- monikkuleikara og Barða Ólafssyni, sem leikur á trommur og syngur, og kalla þeir sig „Sýslumenn". Grettir segir að það geti verið þreytandi að standa lengi upp á endann og leika á harmonikkuna. „Hvíta nikkan mín t.d., sem ég spila á við öll möguleg tæki- færi vegur 13 kíló. Hún get- ur því tekið í axlirnar." Þeg- ar hann er spurður að því hvort hann þjáist þá ekki af vöðvabólgu svarar hann því til að hann stundi hesta- mennsku af kappi til að halda sér í líkamlegri þjálf- un. Á veturna er hann með hestana í húsi á svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi en á sumrin eru þeir í hagagöngu steinsnar frá borginni, uppi á Hólms- heiði. Óhætt er að segja að geisladiskur Grettis sé til margra hluta nytsamlegur. Þeir sem vilja geta hæglega sungið með því að mörg laganna eru þekkt sönglög. Tónlistin og flutningurinn lætur vel í eyrum fyrir þá sem vilja aðeins hlusta. Síðast en ekki síst eru öll lögin kjörin til að dansa eftir og má í því sambandi nefna polka, valsa, vínarkrus, skottís og svo framvegis. „Vor við sæinn" er bæði unnt að fá á geisladisk og snældu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.