Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 44
HEIÐURSFÓLK
Ásdís „í góöum gír“ á tröppunum heima hjá sér. Hér er þaö gítarinn, sem hún hefur gripiö til, en har-
monikkan er líka í uppáhaldi hjá henni.
II *
Það er fjölbreytilegt
mannlífið á Ströndum
og margur hagleiks-
maðurinn á ættir sínar að
rekja vestur á firði. Listalíf
stendur þar í blóma og þótt
veturnir séu harðir og
óvægnir þá ná þeir ekki að
hindra skapandi huga og
hendur.
Ásdís Jónsdóttir er ein af
þessum fjölhæfu einstakling-
um sem allt virðist leika í
höndunum á og fá lesendur
Vikunnar að kynnast henni
ofurlítið nánar í þessu viðtali.
„Ég er nú fyrst og fremst
mikið náttúrubarn og líður
hvergi betur en úti í náttúr-
unni. Þegar ég var lítil telpa
sagðist ég ætla að verða
garðyrkjukona og rútubíl-
stjóri auk þess að eignast
mörg börn þegar ég yrði
stór. Ég hef nálgast þessi
viðfangsefni eftir föngum.
Það er erfitt að rækta garða
á Ströndum, trén vaxa mjög
hægt og árangurinn af garð-
yrkjunni er lengi að koma í
Ijós.
Ég er haldin algerri bíla-
og véladellu, ek mikið og
spekúlera í bílum og geri við
bílskrjóðinn minn þegar eitt-
hvað gefur sig.
Og ég hef eignast átta
börn, svo eiginlega hef ég
látið æskudraumana ræt-
ast,“ segir Ásdís glaðlega og
FJOLHÆFUR „FUSKARI"
A STRONDUM
VIÐTAL yiÐ ASDISI
JÓNSDOTTUR
TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR / MYNDIR: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR OG FLEIRI
Nei, peir eru eKKi svona nriKaiegir a
Ströndum. Hér hefur andlitsförðun
veriö viöfangsefni Ásdísar í tilefni
einnar af mörgum skemmtunum fyrir
vestan. Hún er í leikfélagi staöarins,
aö sjálfsögöu.
Ásdís viö landslagsmynd sem hún lét sig ekki muna um
aö mála beint á húsvegginn hjá sér.
seilist eftir harmonikkunni
sinni sem hún leikur oft á og
semur lög fyrir þegar sá gáll-
inn er á henni. Lagið hennar-
„Sæluvika" var eitt af tíu
bestu lögunum sem valin
voru úr fjölda laga er samin
voru fyrir Sæluviku Skagfirð-
inga í vetur og munu þau
verða gefin út á plötu bráð-
lega. Hún syngur lagið fyrir
blaðamann og Ijóðið við lag-
ið er einnig hennar verk, fal-
legt og Ijóðrænt í senn.
„Fjölskyldan mín gaf mér
harmonikkuna í afmælisgjöf
þegar ég varð fimmtug. Ég
spila gjarnan sjómannalög
og er stundum beðin um að
44 VIKAN 6. TBL 1994
FRH. Á NÆSTU OPNU