Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 40

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 40
HJOLREIÐAR Sigursteinn hampar hjól- inu sínu. Eóa ökutæk- inu eins og hann vill kalla þaö. Hjólrei ðar segir hann vera þjóö- hagslega hagkvæmar. andi og flugið var víst sálræn þolraun fyrir flugmennina sem komu okkur frá Græn- landi til íslands." Annað, sem stendur veru- lega upp úr, er það þegar Sigursteinn tók þátt í ævin- týraferð yfir Vatnajökul, lengstu og erfiðustu leið sem hugsanleg er, að því er Sig- ursteinn segir. Og það á reiðhjólum. „Þessi leið yfir jökulinn held ég að hafi aldrei verið farin áður. Og ef ég ætti að lýsa henni með einu orði þá væri það „puð“. En þetta var stórkostlegt og við vorum gríðarlega heppnir með veður. Margir höfðu spáð okkur vondu gengi og ýmsum fannst að lögreglan ætti að stöðva leiðangurinn. En þetta tókst og segja má að þarna hafi ég smitast al- varlega af hjólavírus." STEFNUM Á ÓLYMPÍULEIKA Kostnaður og tækjabún- aður við hjólreiðar er eitt- hvað sem nú orðið er vart hönd á festandi. Upphæðir kunna að virðast ofboðsleg- ar við fyrstu sýn en þá er að líta á samhengið. „Hjólið, sem ég er á núna, kostar á bilinu 180.000 til 250.000. Ef til vill hljóma slíkar upphæðir stjarnfræðilegar fyrír al- menning. Fyrir mér er þetta ekki mikill peningur því ég nota hjólið svipað og aðrir nota bíla. Ég reyni að hjóla þær vegalengdir sem ég þarf að komast en stíg vissu- lega upp í bíla öðru hvoru,“ segir Sigursteinn og nú úr notagildinu yfir í keppnis- greinar en þar vill hann að við stefnum hátt. „Að mínu mati eigum við íslendingar að stefna mark- visst að því að senda fjalla- hjólreiðamenn á næstu Ól- ympíuleika þar sem verður í fyrsta skipti keppt í greininni. Þar ættum við að geta staðið okkur eins vel og skíða- landsliðið hefur verið að gera. Ég er sannfærður um að við eigum fullt erindi þangað. Hér eru fjölmargir strákar sem hafa geysilega gott vald á hjólunum, fara 40 VIKAN 6. TBL. 1994 um hoppandi á afturdekkjun- um og þar fram eftir götun- um,“ segir Sigursteinn og bendir ennfremur á að hér muni fara fram smáþjóða- leikar innan fárra ára. Um það þurfi menn að vera meðvitaðir og vakandi því ósköp fátt hafi í áranna rás verið gert til að létta undir með íslenskum hjólreiða- mönnum. Verulegar umbæt- ur eru þó fyrirsjáanlegar því skipulagsfræðingar eru að verða meðvitaðri um þessa þætti umferðarskipulagsins. HJÓL ER ÖKUTÆKI Íslenskí fjallahjólaklúbbur- inn var stofnaður 1987. Sig- ursteinn er félagi í honum og einnig í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Fjallahjóla- klúbburinn er „grasrótar- hreyfing" og á aðild að íþróttabandalagi Reykjavík- ur. Hjólreiðafélagið var nýverið stofnað af áhugafólki um almennar hjólreiðar. Og Sigursteinn stendur einnig að Hjólreiðaskólanum og hefur fengið hann viður- kenndan af Slysavarnafélagi íslands, Lögreglunni í Reykjavík, Rauða krossin- um, Umferðarráði og Lands- björg. Til að fá slíka viður- kenningu þurfti Sigursteinn að leggja fram námsefnið og rökstyðja það. Hugmyndin vaknaði við lestur erlendra tímarita og undirtektir, sem fengust þeg- ar hugmyndin var viðruð, renndu styrkum stoðum und- ir stofnun skólans. Megin- starfsemin er fólgin í þjálfun barna á hjólum. Námskeiðin eru ekki byggð ósvipað upp og almenn leikjanámskeið en við förum líka út í umferð- ina og kennum krökkunum umferðarreglurnar. Við kenn- um þeim að stilla bremsurn- ar og að nota þær rétt, hvernig á að beygja og svo framvegis. Við leggjum síð- an rika áherslu á að reiðhjól- in eru ökutæki samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga, ekki leiktæki. Tíu ára gamalt barn á til dæmis möguleika á því að ná 30 kílómetra hraða á reiðhjóli. Slíkt verður að taka með í reikninginn." Þjóðhagsleg hagkvæmni af hjólreiðum er mikil að mati Sigursteins. „Fólk verður hraustara og slit á gatnakerf- inu minnkar, rekstur bifreiða er mjög kostnaðarsamur og að meðaltali er hver maður þrjá og hálfan tíma á dag að vinna fyrir rekstrarkostnaði af bílnum sínum, fyrir utan svo slys og tjón sem verða á fólki og ökutækjum í alvar- legum bílslysum," segir hann og þegar spurt er hvort hann leggi mikla rækt við að hvetja börnin í Hjólreiðaskól- anum til að fara ferða sinna f auknum mæli á reiðhjólum svarar hann því til að miklu erfiðara sé að fá fullorðna fólkið til að sleppa bílunum. „Ég er ekki að segja að bílar séu óþarfir, alls ekki, en þeir eru í mörgum tilfellum notað- ir þar sem jafnvel er fljót- legra að ganga vegalengd- ina. LÍKA FYRIR FULLORÐNA Hvað með námskeið fyrir fullorðna? „Þar er um að ræða ferða- námskeið. Meðal þess, sem þar er kennt, er það hvemig eigi að nýta sveifarhringinn og hvernig hægt er að halda áfram að hjóla þótt springi án þess að pumpa, bætur eða slanga séu með í för. Það er hægt að gera með því að setja þunna boli, sokka, laufblöð, sand, mosa, gras eða mold inn í dekkið. Einnig kemur fram hvernig megi rétta gjarðir fjarri öllum viðgerðarverkstæðum " svo eitthvað sé nefnt. Þol er ein- staklingsbundið og hliðsjón verður að taka af því. Síðan verður farið í þriggja daga ferð á fjöllum þar sem til dæmis verður kennt hvernig eigi að vaða ár, hvernig hægt sé að gera við tjald sem rifnar og fleira. Hér er mikilvægt að komi fram að legur í hjólunum eru mjög viðkvæmar fyrir vatni og get- ur það hreinlega eyðilagt þær. Þegar hætta er á að öxlar í gjörðunum og sveifar- ásinn geti farið í kaf er mikil- vægt að bera hjólið yfir,“ segir Sigursteinn Baldurs- son. Fjölmörg fleiri áhuga- verð atriði mætti nefna en vonandi hefur það, sem hér hefur komið fram, varpað bjartara Ijósi á þá staðreynd að hjólreiðar eru mjög vax- andi þáttur f umferðarmenn- ingu okkar íslendinga og við skulum hafa það ofarlega í huga þegar kemur að tillits- semi f umferðinni og al- mennri heilsuvernd íslensku þjóðarinnar. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.