Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 39

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 39
Heimir var einn síns liðs á ferðinni um Snæfeilsnes en meö aöstoð sjálfvirkrar myndavélar sinnar tók hann margar myndir af sér á leið- inni fögru. Meöal annars þessa mynd. Þegar ég vaknaöi klukkan hálfsjö dundi regnið á tjald- inu svo ég ákvaö aö sofa að- eins lengur, þaö hlyti að stytta upp eftir smá stund. Þessi „smáa stund“ var allt í einu orðin fjórir tímar. Ég lagði því af stað en rétt áður en ég kom til Ólafsvíkur stytti loks upp. Ég gerði því eins og sönnum útivistarmanni í óbyggðum sæmir; fékk mér pylsu með öllu í sjoppunni og settist niður við gaflinn á einhverju sem líktist frysti- húsi og borðaði hana ásamt fleiru góðgæti sem ég var með, m. a. kleinum sem FRH. Á BLS. 41 SIGURSTEINN BALDURSSON HJÓLREIÐAKAPPI: KLEIF MONT BLANC HJÓLAÐI YFIR VATNAJÖKUL KENNIR NÚ BÖRNUM AD HJÓLA TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON Hjólreiðar eru tiltölu- lega ný keppnisgrein hér á landi en á nú síauknum vinsældum að fagna. Keppt hefur verið í kapp- og fjallahjólreiðum og sá búnaður, sem íslenskar verslanir hafa á boðstólum, gerist sífellt fullkomnari. En keppni er svo sem ekki að- almálið. Ef til vill hafa leið- angrar erlendra ferðamanna á reiðhjólum um vegi og vegleysur íslands sitt að segja um það að nú eru ís- lendingar farnir að geysast upp um fjöll og firnindi á hjól- um sem státa af tugum gíra. Einn þeirra er Sigursteinn Baldursson en samhliða æv- intýramennsku á ýmsum sviðum rekur hann Hjól- reiðaskólann. BAÐLAUS Í SEX VIKUR „Fyrsta kastið eftir að ég eignaðist fyrsta fjallahjólið mitt, en það var árið 1987, hjólaði ég ekki af eins mikl- um ákafa eins og segja má að ég geri nú. Á þeim tíma var ég mikið í fjallaklifri, kleif meðal annars Mont Blanc ásamt nokkrum félögum mínum, þá 16 ára gamall," segir Sigursteinn. Sú ferð var ekki alveg tíðindalaus. „Þar fékk ég svokallaða fjallaveiki en mikil hætta er á að menn fái hana þegar þeir eru komnir í yfir 3000 metra hæð. Veikin er svipuð kaf- araveiki og lýsir sér þannig að fyrst fá menn hausverk, uppköst og niðurgang en síðan verða þeir léttkæru- lausir og það býður hættunni heim. Eitt hliðarspor getur kostað mann lífið. Þess vegna afréð ég að hætta för og snúa við þó að í mínu til- viki væri ekki um veikina að ræða á háu stigi. Félagar mínir héldu ferðinni áfram. En þegar mér var litið til baka þá sá ég tindinn og gat ekki hugsað mér að gefa hann upp á bátinn," segir Sigursteinn og upp fór hann. Ævintýraþráin er berlega ríkur eðlisþáttur í lundarfari Sigursteins. Hann hefur meðal annars verið á Græn- landi og klifið fjallgarð í ná- grenni Meistaravlkur. Hon- um er einna minnisstæðast að I þeirri ferð hafði hann ekki tök á að baða sig í sex vikur! „Satt að segja hefur mér aldrei liðið eins vel og það er skrítið að fylgjast með því til dæmis hvernig hárið byrjar að hreinsa sig sjálft. Það sá- um við á einum okkar sem lét ekki krúnuraka sig eins og við hinir. Enda hefði Guð átt að skapa okkur með sjampósprautu í einum fingri, tannkrem í öðrum, sápu I þeim þriðja og svo framvegis ef það væri hinn náttúrulegi hreinsunarmáti okkar. Annars var lyktin af okkur, eða fötunum öllu heldur, ekkert sérlega aðlað- FRH. Á NÆSTU SÍÐU Sigursteinn við Arnar- hól. Hann hefur kom- ist hærra en það á fjalla- hjólinu sínu. .. 6. TBL. 1994 VIKAN 39 HJÓLREIÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.