Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 39
Heimir var einn síns liðs á
ferðinni um Snæfeilsnes en
meö aöstoð sjálfvirkrar
myndavélar sinnar tók hann
margar myndir af sér á leið-
inni fögru. Meöal annars
þessa mynd.
Þegar ég vaknaöi klukkan
hálfsjö dundi regnið á tjald-
inu svo ég ákvaö aö sofa að-
eins lengur, þaö hlyti að
stytta upp eftir smá stund.
Þessi „smáa stund“ var allt í
einu orðin fjórir tímar. Ég
lagði því af stað en rétt áður
en ég kom til Ólafsvíkur stytti
loks upp. Ég gerði því eins
og sönnum útivistarmanni í
óbyggðum sæmir; fékk mér
pylsu með öllu í sjoppunni
og settist niður við gaflinn á
einhverju sem líktist frysti-
húsi og borðaði hana ásamt
fleiru góðgæti sem ég var
með, m. a. kleinum sem
FRH. Á BLS. 41
SIGURSTEINN BALDURSSON HJÓLREIÐAKAPPI:
KLEIF MONT BLANC
HJÓLAÐI YFIR VATNAJÖKUL
KENNIR NÚ BÖRNUM AD HJÓLA
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON
Hjólreiðar eru tiltölu-
lega ný keppnisgrein
hér á landi en á nú
síauknum vinsældum að
fagna. Keppt hefur verið í
kapp- og fjallahjólreiðum og
sá búnaður, sem íslenskar
verslanir hafa á boðstólum,
gerist sífellt fullkomnari. En
keppni er svo sem ekki að-
almálið. Ef til vill hafa leið-
angrar erlendra ferðamanna
á reiðhjólum um vegi og
vegleysur íslands sitt að
segja um það að nú eru ís-
lendingar farnir að geysast
upp um fjöll og firnindi á hjól-
um sem státa af tugum gíra.
Einn þeirra er Sigursteinn
Baldursson en samhliða æv-
intýramennsku á ýmsum
sviðum rekur hann Hjól-
reiðaskólann.
BAÐLAUS Í SEX VIKUR
„Fyrsta kastið eftir að ég
eignaðist fyrsta fjallahjólið
mitt, en það var árið 1987,
hjólaði ég ekki af eins mikl-
um ákafa eins og segja má
að ég geri nú. Á þeim tíma
var ég mikið í fjallaklifri, kleif
meðal annars Mont Blanc
ásamt nokkrum félögum
mínum, þá 16 ára gamall,"
segir Sigursteinn. Sú ferð
var ekki alveg tíðindalaus.
„Þar fékk ég svokallaða
fjallaveiki en mikil hætta er á
að menn fái hana þegar þeir
eru komnir í yfir 3000 metra
hæð. Veikin er svipuð kaf-
araveiki og lýsir sér þannig
að fyrst fá menn hausverk,
uppköst og niðurgang en
síðan verða þeir léttkæru-
lausir og það býður hættunni
heim. Eitt hliðarspor getur
kostað mann lífið. Þess
vegna afréð ég að hætta för
og snúa við þó að í mínu til-
viki væri ekki um veikina að
ræða á háu stigi. Félagar
mínir héldu ferðinni áfram.
En þegar mér var litið til
baka þá sá ég tindinn og gat
ekki hugsað mér að gefa
hann upp á bátinn," segir
Sigursteinn og upp fór hann.
Ævintýraþráin er berlega
ríkur eðlisþáttur í lundarfari
Sigursteins. Hann hefur
meðal annars verið á Græn-
landi og klifið fjallgarð í ná-
grenni Meistaravlkur. Hon-
um er einna minnisstæðast
að I þeirri ferð hafði hann
ekki tök á að baða sig í sex
vikur!
„Satt að segja hefur mér
aldrei liðið eins vel og það er
skrítið að fylgjast með því til
dæmis hvernig hárið byrjar
að hreinsa sig sjálft. Það sá-
um við á einum okkar sem
lét ekki krúnuraka sig eins
og við hinir. Enda hefði Guð
átt að skapa okkur með
sjampósprautu í einum
fingri, tannkrem í öðrum,
sápu I þeim þriðja og svo
framvegis ef það væri hinn
náttúrulegi hreinsunarmáti
okkar. Annars var lyktin af
okkur, eða fötunum öllu
heldur, ekkert sérlega aðlað-
FRH. Á NÆSTU SÍÐU
Sigursteinn
við Arnar-
hól. Hann
hefur kom-
ist hærra en
það á fjalla-
hjólinu
sínu. ..
6. TBL. 1994 VIKAN 39
HJÓLREIÐAR