Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 38

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 38
SNJtnUSNESÍ TEXTI OG LJÓSM.: HEIMIR VIÐARSSON Heimir Viöarsson hallar sér fram á stýriö aö hjólinu sem boriö hefur hann um víöan völl. Hér lýsir hann einni af sínum mörgu feröum. LJÓSM.: G. GUNNARSSON Rútan beygöi í áttina til Stykkishólms um fimm mínútur yfir tólf. Ætti ég að fara út núna og byrja aö hjóla héðan eða fara alla leið og þurfa að byrja á að hjóla til baka þessa tíu kíló- metra sem afleggjarinn er? Ég ákvað að gera það síðar- nefnda enda var planið Stykkishólmur-Vegamót. Það þýðir lítið að segja eitt en gera annað. Ég myndi bara loka augunum svo ég sæi ekkert fyrr en á bakaleiðinni. Þegar ég var búinn að hella hálfum lítra af súrmjólk niður um kokið á mér og koma öllu dótinu fyrir á hjól- inu greip mig einhver óstjórnleg þörf fyrir að fara í túrhestaleik og skoða bæinn sem ég og gerði. Alltaf kem- ur það mér jafn mikið á óvart hve orðið „kjör'1 er geysilega vinsælt viðskeyti í nöfnum „stórmarkaða" landsbyggð- arinnar. VEIKI HLEKKURINN Ég var ekki kominn tvo kílómetra frá Hólminum þeg- ar ég fór að finna fyrir hálf- gerðu hlaupi í pedölunum svo ég stoppaði til athuga hvað væri að. Einn hlekkur- inn í keðjunni var að reyna, mjög laumulega, að flýja burt frá hinum hlekkjunum. Vopnaður Vise-Grip töng réðst ég til atlögu við upp- reisnarhlekkinn. En eins og flestir vita er hægt að lækna lungnabólgu en ekki kvef. Því varð ég að bíða eftir aö keðjan slitnaði alveg I sund- ur og gera við hana þá. Ég hjólaði af stað vægast sagt mjög rólega þvl að týna hlekknum var ekki ofarlega á óskalistanum mínum um þetta leyti. Tæpum tveim tímum og tuttugu og sjö kíló- metrum síðar rann stóra stundin upp: Keðjan slitnaði. Nú var loksins hægt að gera við. Þar sem ég var algjör- lega hreinn sveinn hvað varðaði keðjuviðgerðir tók viðgerðin mig hátt I hálftíma. En af stað lagði ég og von- aði að viðgerðin dygði í það minnsta til Ólafsvíkur þar sem ég ætlaði að sofa um nóttina. Ég tjaldaði um þremur kílómetrum fyrir austan Ól- afsvík, um tveimur fyrir vest- an afleggjarann upp á Fróð- árheiði, til að koma í veg fyrir þá freistingu að fara bara beint yfir hana morguninn eftir og semja svo einhverja lygasögu um ferðina fyrir I Nesið. 38 VIKAN 6.TBL.1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.