Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 54

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 54
STJÖRNUSPÁ STJÖRNUSPA HRUTURINN 21. mars - 20. apríl Þessa dagana þarf ekki mikið til þess að þú verðir önugur og stress- aður og þú mátt eiga von á því að einhver vinnufélaga þinna leiði þetta í tal við þig. Fjölskyldan mun gera mikl- ar kröfur til þín og gerir nú sem endranær ráð fyrir því að þú sért sá sem reynir að koma öðrum í gott skap og halda uppi skemmtilegu and- rúmslofti á heimilinu. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Ýmislegt bendir til þess að þú eigir eftir að upplifa einkar skemmti- legar vikur á næstunni. Bæði vinir þínir og þínir nánustu eru þess albún- ir að taka með þér þátt í að gera eitt- hvað verulega skemmtilegt. Sam- vinna þín við aðra mun ganga betur en nokkru sinni. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Það virðist mikil rómantík svffa yfir vötnum um þessar mundir og þú munt ekki verða ósnortinn af þeim töfrum sem hún ber með sér. Nú er einnig að renna upp tímabil í lífi þínu sem færir þér nýja möguleika vegna þess að sköpunargleði þinni er gefinn byr undir báða vængi. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Það verður mikið um að vera hjá þér á næstunni og ýmislegt óvænt á eftir að stinga upp kollinum. Þú verður að haga seglum eftir vindi því að margt það sem á daga þína mun drífa var ekki fyrir séð. Reyndu að gera gott úr hlutunum þó í fyrstu kunni þér að ofbjóða lætin. Það er kominn tími til að þú farir að gera eitt- hvað fyrir líkamann og því skaltu nú leita ráðgjafar hjá einhverjum sem til þekkir svo þú getir fundið þér hreyf- ingu og þjálfun við hæfi. UÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Á næstu vikum munt þú hafa sérstaka þörf fyrir að hlúa að eínkalífi þfnu og sambandi þínu við þá sem þú elskar og þykir vænt um. Ýmsum finnst tfmi til kominn og því er þér ráð- lagt að gera allt sem í þínu valdi stend- ur til þess að gera eitthvað með maka þínum sem þið hafið bæði ánægju af, fara á „völlinn" með syninum og ef til vill f fjallgöngu með dótturinni. MEYJAN 24. ágúst - 23. september Eitthvað verulega spennandi á eftir að drífa á daga þína á næst- unni. Þar við bætist að þú átt eftir að eiga óvenjulega auðvelt með að ræða við fólk og umgangast þá sem þér jafnvel hefur staðið svolftill stugg- ur af fram að þessu. VOGIN 24. sept. - 23. október Eitthvert ósætti virðist vera í kringum þig annaðhvort á heimilinu eða á vinnustað. Engu að síður lítur út fyrir að þú munir fá vilja þínum framgengt sem verður síðan til þess að bylgjurnar lægir ósjálfrátt. Annars er ósætti eitthvað sem þú átt erfitt með að skilja og mjög ólíkt þér að eiga upptök að slíku. SPORÐDREKINN 24. október - 22. nóvember Þessa dagana ertu fullur af lífsorku og bjartsýni svo þér sjálfum finnst stundum nóg um. Þú munt fá notið þín meðal fólks því að mælsku- snilld þinni er við brugðið um þessar mundir, Sannfæringarkraftur þinn undir vissum kringumstæðum er svo mikill að þú munt sannarlega geta notfært þér þennan hæfileika til þess að koma ár þinni fyrir borð á ákveðn- um vettvangi. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. desember Dagleg samvera þfn með þínum nánustu gefur þér mjög mikið um þessar mundir. Óvænt heimboð munu skjóta upp kollinum og ný og spennandi kynni virðast í aðsigi. Þú átt skemmtilegar vikur fyrir höndum, bæði heima og á vinnustað. And- rúmsloftið í kringum þig er létt og skemmtilegt. STEINGEITIN 22. desember - 20. janúar Þú átt krefjandi vikur fyrir höndum því að í vinnunni sem á heimilinu biða þín mörg brýn verkefni sem safnast hafa fyrir og krefjast úr- lausnar. Þú þarft á öllum þfnum kröft- um að halda og mikilvægt er að skipuleggja tímann vel og forgangs- röð verkefna. Þér virðist einkar lagið að koma hlutunum svona fyrir og oft- ar en ekki hefurðu sloppið með skrekkinn. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Ef þér virðist samband þitt við makann vera orðið litlaust og hálfleið- inlegt þá er komið að þér að reyna að bæta úr því. Nú er tækifæri til að glæða sambandið nýju lífi og styrkja stoðirnar sem kannski eru farnar að gefa sig hér og þar. Þú skalt einnig nota næstu vikurnar til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Mannleg samskipti eru það sem þú hefur löngum verið upptekinn af og um þessar mundir bendir margt til þess að býsna líflegt verði á þess- um vettvangi í lífi þínu. Þú ert reiðu- búinn til þess að stofna til nýrra kynna og einkum undir þeim kringumstæð- um að heimspekilegar vangaveltur fái að njóta sín. BRÚÐKAUP Á SNÆFELLSJÖKLI FRH. AF BLS. 52 óðfús að læra meira. Við spjöllum þó saman á ensku til að hafa allt á hreinu og til þess að Suzanne geti tekið fullan þátt í samræðunum. BRÚÐKAUP UM SÓLSTÖDUR Sú staða kom upp þegar þau Suzanne og Harry voru hér uppi á íslandi í ágúst á síðastliðnu ári að þau myndu láta pússa sig saman hér. Þeim fannst hugmyndin góð og Arngrímur Her- mannsson, sem rekur ferða- þjónustuna Addis, stakk upp á því að athöfnin færi fram á Snæfellsjökli. Það var í jan- úar síðastliðnum en þá voru þeir félagar að ræða saman um flutning ferðamanna frá Kaliforníu til íslands. Kunn- ingsskapur er með þeim því foreldrar Arngríms, Hermann Ragnar og Unnur Arngríms- dóttir, eru vinarfólk Kristínar, móður Harrys. Og þetta varð úr. Dagsetningin, 21. júní, var valin vegna þess að þá er lengstur sólargangur á ís- landi. Á tímabili var raunar mjög tvísýnt um að þau myndu nokkurn tímann fá tækifæri til að gifta sig. Þetta tímabil varaði sem betur fer mjög skamman tíma því þá voru þau á hvolfi í tveggja manna kajak ofan í fljóti! Fram að þessu hafði Harry ekki gert sig líklegan til að biðja henn- ar og hún hafði sagt honum að þá þyrfti hann að krjúpa fyrir framan hana að við- stöddum öllum bestu vinum hans og bera fram formlegt bónorð. Eftir að þau höfðu lokið við lífsháskann lét Har- ry fallast á hnén og þá kom það. (Svo heppilega vildi til að hann var með hringinn með sér!) VÍÐFÖRULL MAÐUR Þegar farið er að spjalla við Harry og Suzanne kemur í Ijós að Harry er víðförull maður með afbrigðum. Hann hefur m.a. búið á Hawaii og íslandi, í Ástralíu og Uganda en faðir hans, Harry Engel jr., starfaði um skeið að upp- setningu sjón- og útvarps- kerfa fyrir ríkisstjórnir í Afr- íku. Hann hagnaðist ágæt- lega á þessu en einhver illviljarödd hvíslaði því að ráðamönnum í Uganda að Harry Engel jr. væri njósnari. Hann var þá staddur í Kenya en þeir samstarfsmenn hans, sem þá voru í Ug- anda, voru umsvifalaust teknir af lífi og fyrirtækið, all- ar eigur þess og fjármunir gert upptækt. Meðan þessu vatt fram var Harry þriðji í Ástralíu. í Bandaríkjunum hefur Harry einkum starfað að rekstrarráðgjöf og að ýmiss konar almannatengslamál- um. Suzanne er „kíró- praktor" eða hnykkingalækn- ir og þau hafa nú opnað fyr- irtæki á því sviði. Þar segist Harry, sposkur og meira í gamni en alvöru, gegna hlut- verki einkaritara en hann tekur fullan þátt í rekstrar- þætti starfseminnar. LANGAR AÐ BÚA HÉR Þau segjast vel geta hugsað sér að búa á íslandi. „Við myndum allavega vilja prófa í nokkur ár og sjá hvernig okkur líkar,“ segir Harry og Suzanne kinkar samþykkjandi kolli en hún segir að sér líki mjög vel við land og þjóð miðað við það sem hún hefur kynnst hér eftir að hafa komið hingað tvisvar. Harry segist oft hafa kom- ið hingað áður þegar hann var yngri. „Þá dvaldi ég yfir- leitt á ísafirði. Ég gekk meira að segja í skóla þar einn vet- ur. Og ég reyni að halda góðum tengslum við ætt- ingja mína hér á íslandi því þeir eru mér mikils virði.“ □ LAUSN Á SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + + + + + + Þ + + V + + + + + + + + + H V E R N I G + A + + + + + + + + + L A M I N N + E R + + + + + + + + + I L M S + D 0 R G + + + + + + + + + Ð I + A F A R + U + s K A U P I N 0 R N + V 0 R R A R + K A L M A N S T U N G A + + I Ð + F 0 R V E R A + U M + A X L A + + P E Ð L A N + + M R + Ó M I + T A B 0 + A + R + H R Æ + A N A N N + T 0 N U N D A N H A L D + E L N A + L A S + A R 0 N + N I R F I L + T V 0 + + + K A G + B I S A R + + G R A T 1 s + ö N G + A M T M A N N + 0 G + + A A N G A R + 0 I M M A Ý + N A U S T + N A M + + S K E + S A G A + s N 0 B U R A + S K A N D A L I + A + .1 R + N + N E T + + + + + L G A L L Ó N + + A + E I G A + B E S T + D + H U K Á L A + K ó K Ó U M L + S Æ B 0 S + + G R Æ N L A N D I + F A L A S T S K E M M A + U N D R A + M A K I R + + N Ó T + Æ Ð I A N G R A + K + 0 s A G Ð I + R A N N + G U N G U N A + § T I R F I N N + L T M Ó s I Ð s T A Ð A R H A L D A R I T+ L I T A 54 VIKAN 6. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.