Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 19

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 19
sýndi þá á kvenfélagsfund- unum, segir hún og hlær dátt. „Það má kannski segja að ég hafi verið hálfgerð galdrakerling. Á þessum ár- um þótti að minnsta kosti mikið að eiga fimm börn á sjö árum.“ - Þú hefur að mestu unnið hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, fyrirtækinu sem faðir þinn tók þátt í að stofna og stjórnaði um áraþil. Hve- nær hófst þú störf hjá fyrir- tækinu? „Ég byrjaði að starfa á skrifstofunni 1956. Þetta var þó ekki samfelld vinna. Ég tók stutt barnsburðarleyfi og eftir að ég flutti til ísafjarðar vann ég að mestu við sum- arafleysingar. Eftir að yngsta barnið komst á legg byrjaði ég aftur á fullu og hætti fyrir tveimur árum.“ PÓLITÍKIN ER MANNSKEMMANDI Þegar Hansína og Kristján höfðu byggt yfir sig og sína í Pólgötunni lauk Kristján námi sínu í Iðnskólanum á (safirði og vann um tíma við smíðar. Síðar hóf hann störf í Timburversluninni Björk á ísafirði og um tíma vann hann sem sölumaður í raf- tækjaverslun. Þá var hann einnig til sjós og um tíma á tæknideild ísafjarðarkauþ- staðar. Árið 1976 réðst hann til Hf. Djúþbátsins á ísafirði og starfaði þar allt þar til hann lóst. Árið 1978 hóf Kristján afskipti af pólitík er hann bauð sig fram til bæjar- stjórnar á ísafirði fyrir Al- þýðuflokkinn. Á þeim vett- vangi starfaði hann um 12 ára skeið eða til ársins 1990 en þá fannst honum tími til kominn að hætta. Kristján setti sitt mark á uþpbyggingu ísafjarðar og var, að öðrum ólöstuðum, einn af þeim mönnum sem varð mest úr verki. En hvað með Hans- ínu, hafði hún einhver af- skipti af bæjarpólitíkinni og þá kannski í gegnum eigin- manninn? „Ég fer nú ekki að Ijóstra því upp,“ segir hún og brosir. „Auðvitað sagði ég stundum mitt álit á hlutunum en ég reyndi að halda þeirri reglu að ræða ekki pólitík inni á heimilinu. Pabbi bjó lengi hjá okkur og hann var náttúrlega harður sjálfstæðismaður og þvi var ákveðið að ræða ekki mikið um pólitík á heimilinu." - Kom aldrei til orðaskipta þeirra í milli út af pólitík? „Nei, pabbi virti skoðanir Kristjáns og óskaði honum alls hins besta í pólitíkinni og hafði metnað fyrir hans hönd en hann var alltaf sami sjálf- stæðismaðurinn. Ég get sagt þér eina sögu. Þegar Krist- ján bauð sig fram í fyrsta skipti og komið var að kjör- degi kom hann til Kristjáns og sagði: Þú verður að skilja það Kitti minn að ég get ekki farið með þér á kjörstað. Hann Jónas Björnsson kem- ur og sækir mig. Það getur verið misskilið ef ég kem með ykkur í bíl. Svo harður var hann en hann virti Krist- ján og skoðanir hans eins og ég sagði áðan.“ - Nú hefur verið sagt að pólitík sé vanþakklátt starf. Ert þú því sammála? „Já, þetta er vanþakklátt starf. Kristján var aldrei heima þessi tólf ár sem hann var í pólitíkinni en hann bætti það uþþ eftir að hann hætti afskiþtum af þeim málum. Þá var hann alltaf heima og því vorum við þúin að eiga góð ár saman upp á síðkast- ið. Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég hefði ekki viljað að hann hefði ver- ið I pólitík á meðan við vor- um að ala upp fimm ung börn. Þetta er mannskemm- andi og það er mikill óþverri sem fylgir þessari „tík“ sem pólitíkin er. Ég ætla ekki nokkrum börnum að þurfa að hlusta á þær umræður og kjaftæði sem fylgir pólitík- inni.“ - Vorkennir þú þeim mönnum sem eru að hella sér úti í pólitík í dag? „Já, og ég hef sagt það við þá. Sumir hafa kannski tekið mark á mér en ekki allir. Ég held að þeir trúi mér ekki. Til þess að fara út í pólitík þurfa menn að hafa nógan tíma og hann er ekki til staðar séu þeir með konu og börn. Ef svo er hlýtur heimilislífið að fara úr skorðum." - Er hægt að líkja konu bæjarstjórnarmanns við konu sjómannsins? „Já, að vissu leyti, en eig- inkona bæjarstjórnarmanns- ins, og þá kannski sérstak- lega forseta bæjarstjórnar, þarf að vera tilbúin til að fara með eiginmanninum þegar starfið kallar. Við þurftum að fara með þeim í margar veislur og oft þurftum við að vera tilbúnar til að taka á móti gestum með stuttum fyrirvara. Þetta gat verið mjög þreytandi en verst þótti mér sú öfund sem var í okk- ar garð vegna allra þessara veislna, öfund sem var í hæsta máta ómakleg. Konur bæjarstjórnarmanna, sem og þeir sjálfir, reyna að standa sig í sínu starfi og veislur og aðrar móttökur fylgja starfinu, því miður. Bæjarstjórnarmaður ræður ekki sínum tíma, hann verð- ur alltaf að vera tilbúinn ef skyldan kallar." - En var ekki eitthvað skemmtilegt við starfið? „Jú, það var margt skemmtilegt. Það var t.d. mjög gaman að taka á móti vinabæjarfólki og ferðast með því um Vestfirði. Þá var einnig mjög skemmtilegt að fara í vinabæjarheimsóknir til hinna Norðurlandanna. Það var skemmtilegt og það skemmtilegasta var hversu marga og góða vini við eign- uðumst á þessum ferðum, vini sem enn þann dag í dag hafa samband." SÆLUREITURINN Í TUNGUDAL Hansína og Kristján áttu þann draum að koma sér upp sælureit í Tungudal, I sælureit þar sem fjölskyld- unni yrði búinn griðarstaður um ókomin ár. Draumurinn rættist en reyndist skamm- vinur. Draumastarfið hófst 1989 er þau hjón keyptu gamlan sumarbústað. Tveim- ur árum síðar hófst upp- byggingin með því að kjallari að nýju sumarhúsi var reist- ur. Ári síðar kom Steinar, sonur þeirra, með teikningar af norsku sumarhúsi. Nokkr- um dögum seinna kom gám- ur til ísafjarðar. í honum var efnið í sumarhúsið. Fjórum dögum eftir að gámurinn kom var reisugildi haldið. Draumurinn var að verða að veruleika, draumurinn um húsið í skóginum, skóginum sem Hansína hafði alltaf ver- ið svo hrifin af. „Ég hef alltaf verið hrifin af skógi og ég elska tré. Ég fór alltaf í skóg- ana í Noregi og Svíþjóð á ferðum mínum þar og þegar ég vissi af einhverjum sem var á leið þangað sagði ég alltaf: Ég bið að heilsa trján- um! „Draumurinn var að geta búið vel að börnunum okkar. Þau búa ekki öll á ísafirði og því vildum við að þau gætu komið til okkar í friðinn og kyrrðina í Tungudalnum. Þarna var draumurinn okkar orðinn að veruleika." - Þar til örlagadaginn 5. apríl 1994. „Já, síðustu hillurnar og saunabaðið var sett upp daginn áður.“ - Manst þú eitthvað eftir sjálfum örlagadeginum? „Nei, lítið. Kvöldið áður fórum við snemma að sofa. Ástæðan var sú að við ætl- uðum að ganga út að Bræðratungu þar sem bíllinn okkar stóð. Kristján ætlaði að vinna fram að hádegi og eftir hádegi ætluðum við í jarðarför út í Bolungarvík. Það var því strembinn dagur framundan og því fórum við snemma að sofa. Áður en við sofnuðum sagði ég við Kristján að ég yrði að muna eftir því að hringja á sjúkra- húsið og afpanta tímann sem ég átti þar í nálar- stungu. Ég ætlaði að hætta að reykja þennan dag en sá mér ekki fært að fara I nálar- stunguna þar sem við vorum á leið í jarðarför. Þetta var kyrrlátt kvöld, úti var snjó- drífa, allt eins fallegt og hugsast gat. Síðan sofnuð- um við.“ FRH. Á BLS. 43 „Þetta er mannskemmantli og það er mikill óþverri sem íylgir þessari „tík" sem pólitíkin er. Ég ætla ekki nokkrum börnum að þurfa að hlusta á þær umræður og kjaítæði sem fylgir pólitíkinni." 6. TBL. 1994 VIKAN 19 LÍFSREYNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.