Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 31

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 31
SMASAGA EFTIR ODD SIGURÐSSON Frú Fjóla leit yfir heimil- iö sitt, ánægö með til- tekt dagsins. íbúðin hennar var ekki ríkmannleg en ákaflega hrein og falleg, enda var hún allan daginn á þönum til aö fullvissa sig um aö ekkert væri úr lagi geng- ið. Daníel, eiginmaöur Fjólu, var rithöfundur. Flann átti sinn þátt í þessu háttalagi hennar. Alla jafna var hann dagfarsprúður maður en hafði samt allt á hornum sér gengju ritstörfin ekki sem skyldi. Þá öskraði hann af minnsta tilefni á börnin og konu sína og kenndi þeim um andleysi sitt. Líf Fjólu snerist fyrst og fremst um að gera allt sem í hennar valdi stóð til að Daní- el gæti sinnt störfum sínum og hefði ekki tilefni til að finna hið minnsta að verkum hennar. Reyndar var mjög kært milli þeirra hjóna þrátt fyrir smá árekstra. Sambúð þeirra hafði gengið vel og betur núna seinni árin en nokkru sinni. Þennan dag var Fjóla ein heima og hugsaði með sér hvernig hún gæti helst varið deginum á þann veg að það kæmi heimilinu til góða. Flún hafði ekki úr miklum pening- um að moða enda löngu hætt öllu kapphlaupi við ná- grannakonurnar um Iffsins þægindi. Samt var það eitt sem hún hafði verið svolítið langnefjuð út af en það voru rimlagluggatjöld. Rimla- gluggatjöld, hugsaði hún upphátt, þau kæmu sér vel fyrir alla. Meira að segja Daníel var talsvert skotinn í slíkum gluggatjöldum og var eiginlega búin að samþykkja kaup á þeim. Það hafði oltið á henni að hrinda því í fram- kvæmd. Fjóla stóð upp og náði sér í málband. Hún mældi hvern glugga þótt hún væri að vísu ekki alveg klár á hvernig hún ætti að bera sig að við þenn- an fjára. En til þess að geta komið öllum á óvart varð hún að gera þetta allt sjálf. Hún skrifaði málin nákvæm- lega niður á blað og hraðaði sér í sérverslun með rimla- gluggatjöld. Hún lagði vel uppsettan listann fyrir afgreiðslumann- inn. Hann velti miðanum svo- lítið fyrir sér og kinkaði kolli. - Það væri skemmtilegra að standa í þessu ef allir ynnu svona skipulega eins og þú gerir, frú mín góð. Fjóla brosti feimnislega til hans. Ég á bara eftir að velja lit- inn, sagði hún vandræða- lega. - Kona eins og þú verður eflaust ekki í vandræðum með það, fullyrti afgreiðslu- maðurinn smeðjulega. Hann sýndi Fjólu úrvalið og hún valdi svartar án þess að hugsa sig um. Afgreiðslumaðurinn teygði sig í litla reiknitölvu og tók að slá inn á hana af miklum móð. Að endingu lágu loka- tölur fyrir og hann tilkynnti Fjólu þær hátíðlegur á svip. Henni varð orðfátt þar til hún gat stunið því upp að sér þætti þetta talsvert dýrari fjárfesting en hún hefði gert ráð fyrir. - Þessar gardínur eru þær bestu á markaðnum, svaraði afgreiðslumaðurinn hróðug- ur. Þú getur auðvitað fengið tíu prósent afslátt ef þú stað- greiðir og sérð um uppsetn- inguna sjálf. Það ætti nú ekki að verða nein vandræði með uppsetn- inguna, hugsaði Fjóla. Hann Daníel minn verður nú ekki lengi að koma þeim upp ef ég þekki hann rétt. Afgreiðslumaðurinn þrýsti 6. TBL. 1994 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.