Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 11
í hálsi fyrir nokkrum mánuð-
um. „Ég stend nú á tímamót-
um. Dvölin hér hefur látið
mig sjá líf mitt í nýju Ijósi og
ég veit að ég verð að hugsa
mitt ráð. En það er hægara
sagt en gert.“
Lúkas-sjúkraheimilið er i
bænum Arlesheim skammt
fyrir utan Basel í Sviss. Það
er rekið af anthroposophum
en þeir lifa samkvæmt
mannlífsspeki Austurríkis-
mannsins Rudolfs Steiner
sem var uppi í byrjun þess-
arar aldar. Kenningar hans
náðu til allra þátta mannlífs-
ins og ekki síst lækninga.
Hann sá manninn sem óað-
skiljanlegan hluta af steina-,
jurta- og dýraríkjunum og
ekki yfir þau hafinn eins og
oft er gefið í skyn. Maðurinn
hefur líkamskraft eins og
steinar, lífskraft eins og jurt-
ir, sálarkraft eins og dýr og
er þar að auki vitsmunavera,
samkvæmt kenningum Ru-
dolfs Steiner. Lækningar í
anda hans beinast að því að
ná jafnvægi á milli allra
þessara þátta. Til þess þarf
sjúklingurinn að komast í
snertingu við sjálfan sig.
Hann þarf næði til þess og
að því er stuðlað á Lúkas-
sjúkraheimilinu.
Heimilið var opnað árið
1963. Það hefur 47 rúm í
eins, tveggja eða þriggja
manna herbergjum. Að utan
er húsið málað í bleikum lit
og veggirnir að innan eru
málaðir í björtum litum - gul-
um, bláum og bleikum. Um-
hverfið er hlýlegt og starfs-
fólkið einkar vinalegt. Það
gefur sér góðan tíma til að
sinna sjúklingunum. Lækn-
arnir hlusta á þá og fylgjast
náið með framvindu sjúk-
dóms þeirra. Þeir mæla með
ákveðnum meðferðum sem
þeir telja að komi einstökum
sjúklingum vel en senda ekki
alla hugsunarlaust í sömu
meðferðina.
SÁLIN HITUÐ MEÐ
LITUM
Litasamsetning og listmál-
un er ein meðferð sem þykir
koma krabbameinssjúkling-
um vel. Myndir eftir sjúklinga
í mildum, róandi litum af
sléttum og felldum flötum
prýða teikniherbergið.
Sjúkraþjálfarinn, sem er
ákveðin en vingjarnleg kona,
sagði að hún léti þá ekki
teikna og lita frjálst. „Þá
koma erfiðleikar þeirra strax
í ljós,“. Hún er sérmenntuð
úr Goetheanum, mennta-
stofnun Rudolfs Steiner í
bænum Dornach sem er
steinsnar frá Arlesheim.
Hún dró fram nokkrar
myndir sem sjúklingur með
húðkrabba hafði gert. Dökkir
punktar og oddhvassir tindar
í hörðum lit settu svip á
myndirnar. „Meðferðin geng-
ur ekki út á að láta sjúkling-
ana tjá sig með teikningum
heldur á hún að hjálpa þeim
að komast í snertingu við lit-
ina. Sumir litir hita sálina og
stuðla að ró og friði. Við
reynum að hjálþa þeim að
finna það með litameðferð-
inni.“ Hún sagði að margir
væru feimnir við að lita til að
byrja með og bæru sig sam-
an við aðra, veltu því fyrir
sér hvort myndin væri flott.
„En það er algjört auka-
atriði," sagði hún. „Snerting-
in við litina er það sem skipt-
ir máli.“ Það er einnig boðið
upp á hreyfimeðferð, tal-
meðferð og tónmeðferð á
Lúkas. Þær eiga allar að
stuðla að innra jafnvægi
sjúklingsins.
Garðurinn við sjúkraheim-
ilið er stór og fallegur. Lítil,
grönn kona með rauðan höf-
uðklút sat þar ein á bekk.
Annað lungað var skorið úr
henni í september. „Læknir-
inn minn hélt fyrst að ég
væri með lungnabólgu en
komst svo loks að þvf að
þetta var krabbi,“ sagði hún
og kveikti sér í filterlausri
sígarettu. „Ég reykti áður
þakka á dag en reyki ekki
nema fjórar til fimm á dag
núna. Það er svo erfitt að
hætta alveg.“
Hún var búin að vera á
sjúkraheimilinu í nokkra
daga. „Geislameðferðin
gerði ekki annað en að losa
mig við hárið. Dóttir mín
benti mér á Lúkas-sjúkra-
heimiiið og nú á óg að reyna
þetta Iscador-lyf, sem þeir
gefa hérna, og fara í með-
ferðir. Þær eiga víst að
hjálpa sálinni. En sálin í
mér,“ sagði hún og horfði
döprum augum fram fyrir sig.
„Hún hefur þurft að þola
margt og ekki hlaupið að því
að hjálþa henni.“
LYF ÚR MISTILTEINI
Iscador er náttúrulegt lyf
sem er unnið úr mistilteini.
Lækningamáttur hans hefur
verið þekktur í aldaraðir en
það var fyrir tilstuðlan Ru-
dolfs Steiner að hann var
fyrst notaður gegn krabba-
meini. Mistilteinn er sníkju-
planta sem vex á trjám. Hon-
um er safnað tvisvar á ári í
Arlesheim, meðal annars af
eikum, epla- og grenitrjám.
Iscador er búið til úr plönt-
unni samkvæmt fyrirmælum
Rudolfs Steiner í Hiscia-
stofnuninni en þar fara
krabbameinsrannsóknir fram
í anda hans.
„Iscador er umdeilt lyf og
margir hefðbundnir læknar
hafa enga trú á því,“ sagði
Johannes Hoffmann, yfir-
læknir á Lúkas-sjúkraheimil-
inu. „Þeir fullyrða að það beri
engan árangur þótt margar
rannsóknir hafi sannað hið
gagnstæða. Lyfið hefur
reynst okkur vel.“ Hefð-
bundnar læknisaðferðir eru
einnig notaðar á Lúkas-
sjúkraheimilinu þegar með
þarf. „Við mælum að sjálf-
sögðu alltaf með uþpskurði
og beitum efna- og/eða
geislameðferðum ef þeirra
er þörf. En við erum ekki
bundin við þær. Við reynum
að fara aðrar leiðir sem hafa
reynst okkar sjúklingum vel
og við höfum trú á. Við náum
bestum árangri ef sjúkling-
arnir koma til okkar á meðan
meinið er enn á byrjunar-
stigi. Það er erfiðara að
hjálpa þeim sem eru þegar
langt leiddir.
Flestir sjúklinganna koma
hingað til að fá Iscador. Við
gefum það hér undir ströngu
eftirliti og fylgjumst vel með
áhrifum þess. Því er spraut-
að í sjúklingana og þeir læra
smátt og smátt að sprauta
sig sjálfir. Þeir halda svo
meðferðinni áfram eftir að
þeir fara heim.“
BROSID SEM EKKI
VAR BROSAÐ
„En við reynum ekki að-
eins að lækna meinið heldur
einnig að komast að ástæð-
unum fyrir því. Þær leynast
oft í lífsreynslu sjúklinganna
og eru oft grafnar einhvers
staðar djúpt í sálinni og
(þyngja henni. Við reynum
að létta á þessari þyrði með
umhyggju á öllum sviðum.“
Hoffmann sagði að það
væru oft þeir sem einskis
hefðu kennt sér meins sem
fengju krabbamein. „Þeir
hafa alltaf staðið allt af sór
og aldrei látið á neinu bera.
Og allt f einu kemur þessi
sjúkdómur eins og þruma úr
Dr. Johannes Hoffmann: „Þad eru oft
þeir sem einskis hafa kennt sér meins
sem fá krabbamein.“
Grænmetisfæöa er borin fram á Lúkas-
sjúkraheimilinu. Þeir sem eru háöir
kjöti fá þaö upp á herbergi til sín.
Þaö er hvorki útvarp né sjónvarp á
Lúkas-sjúkraheimilinu. Sjúklingar geta
unaö sér viö lestur í setustofunni.
Dvölin á Lúkas-sjúkraheimilinu kostar
15.000- til 32.000- ísl. krönur á dag, eft-
ir því hvort gist er i eins, tveggja eöa
| þriggja manna herbergi.
6. TBL. 1994 VIKAN l l
LÆKNINGAR