Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 18
LIFSREYNSLA
skurðinn en þar sem skinnið
var svo þunnt duttu klemm-
urnar alitaf af. Þvi var tekið á
það ráð að fara með mig á
sjúkrahús á ísafirði þar sem
ég þurfti að liggja í tíu daga.
Ég þekkti ekki nokkra sálu á
ísafirði og fékk því engar
heimsóknir utan þess að
Einar pabbi leit einu sinni inn
er hann átti leið í bankann á
ísafirði. Ég lá með eldgömlu
fólki og fannst það hræði-
legt, var hálf hrædd. Það
sem bjargaði mér var þýsk
hjúkrunarkona sem starfaði
á spítalanum um tíma. Hún
vildi allt fyrir mig gera, bak-
aði meira að segja fyrir mig
fígúrur úr marsipani og mál-
aði. Hún hélt mér gangandi
þessa tíu daga,“ segir hún
og andvarpar, enda minn-
ingin um fyrstu spítalaver-
una ekki beint uppörvandi.
- Ég heyrði að það hefði
alltaf verið draumur þinn að
verða hjúkrunarkona; breytt-
ist það ekkert við þessi
fyrstu kynni þín af sjúkrahús-
inu?
„Nei, það gerði það ekki.
Það var alltaf draumurinn að
verða hjúkrunarkona."
- Hvað olli því að hann
rættist ekki?
„Ég kynntist Kristjáni, við
stofnuðum heimili og fórum
að eignast börn,“ segir hún
snöggt og þar með er það
mál afgreitt.
VEÐURHRÆÐSLAN
SITUR í MÉR
- Snúum okkur aftur að
þeim tíma er barnaskólahús-
ið fauk ofan af ykkur. Manst
þú eftir þeim degi?
„Já, ég man mjög vel eftir
þeim degi. Þetta var í febrú-
ar 1953 og ég því á þrett-
ánda árinu. Þegar ósköpin
dundu yfir stóð yfir skóla-
Ijóðatími. Ég sat við hliðina á
Gunnu Stínu og fyrir aftan
okkur sátu þeir Kalli Geir-
hlynningu sem ég þurfti á að
halda. Það var farið með
flesta krakkana niður í Ingi-
marshús en þar var stein-
steyptur kjallari. Þar var beð-
„Það van eins og hviníilvindur
skylli á husinu, þakið fón af
og há spnenging kvað við. Það
van allt út um alit, hækun,
stólan, bonð, glenbnot sem og
við nemenúunnin."
munds og Haddi Helga. Kalli
var að lesa „Ég elska yður
þér íslands fjöll“ og áður en
hann náði að klára Ijóðið
gerðist hryllingurinn. Það var
eins og að hvirfilvindur skylli
á húsinu, þakið fór af og há
sprenging kvað við. Það er
ekki hægt að líkja þessu við
neitt annað en Tunguskóg-
inn í dag. Það var allt út um
allt, bækur, stólar, borð,
glerbrot sem og við nemend-
urnir. Ég man næst eftir mér
liggjandi úti í snjónum í eng-
um inniskóm.
Pabbi var með skrifstofu í
sömu götu og skólinn og sá
mjög fljótlega hvað hafði
gerst. Hann, ásamt fullt af
öðru fólki, þyrptist að skóla-
lóðinni. Hann kallaði til mín
og ég man að ég gat svarað
honum. Ég hafði lent illa er
við köstuðumst út úr húsinu
og átti því ekki gott með að
hreyfa mig. Hann bar mig
því inn á skrifstofuna sína
þar sem tók á móti mér göm-
ul Ijósmóðir sem hét Ragn-
heiður Rögnvaldsdóttir. Sam-
an veittu þau mér þá að-
ið eftir að læknar kæmu.
Ég slapp furðu vel frá
þessu en síðan þá hef ég
alltaf verið mjög veður-
hrædd. Það hefur setið í mér
alla tíð síðan og það læknast
sjálfsagt aldrei. í mörg ár eft-
ir þetta slys fórum við fjöl-
skyldan niður í kjallara ef
vont veður gerði. Þar spiluð-
um við á gítar og sungum.
Kjallarinn var okkar loftvarn-
arbyrgi.
Við „Roksystkinin" eins og
við kölluðum okkur komum
saman í febrúar á síðasta ári
og minntumst þess þá að
fjörutíu ár voru liðin frá þess-
um atburði. Það var mjög
gaman að hitta allt þetta fólk
og á þessum tímamótum var
Kalli Geirmunds látinn klára
Ijóðið sem hann var að lesa
þegar ósköpin dundu yfir.“
SEX ÁR, LÖGALDUR Á
MILLI HJÓNA
Hansína og Kristján eigin-
maður hennar kynntust fyrst
þegar hún var ung að árum
eins og hún segir sjálf. „Það
var þannig að systir Krist-
jáns ólst upp hjá föðursystur
minni og þar af leiðandi kom
hann oft i heimsókn út í
Hnífsdal. Þá var ekki um
neitt ástarsamband að ræða
en ég var nú samt ekki göm-
ul þegar við hófum sambúð,
ég sextán og hann sex árum
eldri. Það voru sex ár og sex
dagar á milli okkar hjón-
anna. Þetta er lögaldurinn
sem á að vera á milli hjóna,“
segir hún og hlær enn.
Fyrsta barn þeirra hjóna
kom í heiminn í janúar 1957.
Það var Einar Valur, húsa-
smíðameistari á ísafirði. Á
næstu tveimur árum bættust
tveir húsasmíðameistarar í
hópinn; Kristinn Þórir, bú-
settur á ísafirði og Steinar
Örn, sem býr í Noregi. Ári
síðar eignuðust þau einka-
dótturina, Ólöfu Jónu, en
hún á heima í Svíþjóð.
Þremur árum síðar fæddist
síðan yngsta barn þeirra
hjóna, Guðmundur Annas,
sem nú stundar verkfræði-
nám í Svíþjóð. Fimm börn á
sjö árum.
„Ég bjó úti í Hnífsdal þeg-
ar frumburðurinn kom í
heiminn. Kristján bjó þá á
ísafirði og kom úteftir um
helgar. Eftir að Einar Valur
fæddist ákváðum við að
kaupa húseign á ísafirði og
fyrir valinu varð „Norðurpóll-
inn“ húsið sem stendur að
Pólgötu 4. Við byggðum of-
an á húsið og fluttum inn í
janúar 1959. 6. júní sama ár
giftum við okkur og þá hófst
brauðstritið fyrir alvöru. Á
þessum tíma þótti ágætt að
eiga sitt og því vildum við
aldrei fara út í það að leigja.
Okkur bauðst íbúð til leigu
en okkur fannst það vera illa
farið með peningana. í
þessu húsi bjuggum við allt
þar til við lukum við bygging-
una á þessu húsi sem við er-
um í, en hingað flutti fjöl-
skyldan árið 1966.
- Bjó ekki Martinus Sim-
son í húsinu á sama tíma og
þið?
„Jú, Gerda og Simson
bjuggu þar sem og þau hjón,
Jón Aðalbjörn Bjarnason og
Lilja Sígurðardóttir. Þetta var
eins og ein stór fjölskylda.
Við áttum mjög góð sam-
skipti við þau hjón Gerdu og
Simson. Hann hafði mjög
gaman af því þegar við
nenntum að spila vist við
hann. Þá kenndi hann
Nonna Bjarna að galdra og
Nonni kenndi mér og ég
1 8 VIKAN 6. TBL. 1994