Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 16

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 16
LIFSREYNSLA TEXTI OG MYNDIR: SIGURJÓN J. SIGURÐSSON. SNJÓFLÓÐIÐ MIKLA VARÐ EIGINMANNI HENNAR AÐ FJORTJONI Þriðjudaginn 6. júní síðastiiðinn heíðu Hansína Einarsdóttir og eiginmaður hennar Kristján K. Jónasson átt þrjátíu og timm ára bruðkaupsafmæli. Þann dag hefðu þau getað haldið hátíðlegan, eins og þau gerðujafnan, ef móðir náttúra hefði ekki tveimur mánuðum fyrr, sýnt hramm sinn og hrifið Kristján á brott úr okkar jarðneska iífi er snjóflúðið mikla féll á Seljalandsdal og Tungudal þar sem þau hjón höfðu byggt sér sumarhús sem þau hugðust eyða miklum tíma í á komandi árum aö er laugardagurinn 4. júní 1994. Á morg- un eru liðnir tveir mánuðir frá því viðmælandi blaðsins varð fyrir þeirri óhugnalegu lífsreynslu að verða fyrir snjóflóði. Það var þriðjudaginn 5. apríl síðast- liðinn að stórt snjóflóð féll á Seljalandsdal og lagði flest mannvirki þar í rúst. En flóð- ið stóra tók meira. Það tók stærstan hluta sumarbú- staðabyggðarinnar í Tungu- dal, sumarútivistarsvæðis ís- firðinga og lagði það nánast í rúst. Það tók líka mannslíf. Það tók eiginmann Hansínu Einarsdóttur en þyrmdi lífi hennar. Það tók föður fimm barna, það tók afa frá barna- börnunum og hugðarefni fjölmargra (sfirðinga, skyldi eftir opið sár sem vonandi tekst að græða. Við Hansína vorum búin að mæla okkur mót á heimili hennar klukkan fimm síð- degis. Eins og mörgum blaðamönnum er tamt var mætt aðeins of seint. Hún lét á engu bera en blaðamanni leið eigi að síður hálf illa. Hann vissi um nákvæmni viðmælandans á tímasetn- ingum. Hansína var hress að sjá og bauð til stofu. Þar voru kræsingar á borðum, kaffi, ostar og meðlæti. Við settumst að spjalli og þegar upp var staðið, eftir tvær og hálfa klukkustund var Hans- ína orðin óróleg, búin að standa tvisvar upp og byrjuð að taka af borðum. Hún átti að vera mætt í mat til vina- fólks fyrir hálfri klukkustund, henni leið ekki vel yfir seink- Aökoman í Tungudal var hræöileg daginn eftir snjóflóöiö. Risiö á sumarhúsi þeirra hjóna er hér neöst á myndinni. Grunnur hússins er beint þar fyrir ofan. Miöhæöin gjöreyöilagöist í snjóflóöinu. uninni. Þegar við gengum út í kvöldkyrrðina sagði hún: Sigurjón minn, þú borðaðir ekki ostana mína. Hún var óvön að ekki væri smakkað á því sem í boði var. Ástæð- an var einföld. Blaðamaður var annars hugar. Hann var allan tímann með hugann við viðmælandann, konuna sem þurft hefur að reyna svo margt í lífinu, konuna sem þurft hefur að taka á sig áföll á áföll ofan en stendur enn upprétt og keik. PÖSSUNIN DRÓGST Á LANGINN „Ég er fædd 13. nóvember 1940 að Suðureyri við Súg- andafjörð. Þar ólst móðir mín upp hjá móðursystur sinni, því amma Hansína dó ung frá börnum sínum og var búin að ráðstafa þeim. Móðir mín heitir Jósíana Sig- ríður Magnúsdóttir og faðir minn hét Hjörtur Jónsson. Hann var sonur Jóns Hjart- arsonar, kaupmanns að Hafnarstræti 4 í Reykjavík. Ég á fullt af hálfsystkinum, eða réttara sagt átti. Móðir mín átti fjögur börn með fyrri manni sínum, tvö þeirra eru látin svo ég á því tvö hálf- systkini þar og fjögur sem faðir minn átti með fyrri konu sinni, auk fósturbróður sem ólst að hluta upp með mér í Hnífsdal," segir Hansína Einarsdóttir er blaðamaður spyr um uppruna hennar. Ég bjó á Suðureyri ( rúmt eitt ár. Þá fór móðir mín til ísafjarðar til að læra að sauma og ég var á meðan sett í pössun til fósturfor- 16 VIKAN 6. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.