Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 36

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 36
ATVINNUGREIN Höröur ásamt sigur- vegurunum í íslands- meistara- keppni Bar- þjóna- klúbbsins sem fram fór í wor. Snillingarnir eru Gunnar Hilmarsson íslands- meistari, Þráinn Björn Sverrisson og Jakob Már Haröar- son. myndaðist milli þjónanna og viðskiptavina þeirra. Þá langaði mig oft mikið til þess að læra eitthvað í sálfræði! Nú verðum við meira varir við fólk sem hefur allt á hornum sér þegar það fer út að borða. Og ekki bara stundum heldur alltaf. Við, sem þjónum slíku fólki til borðs, spyrjum oft hvert ann- að af hverju þetta það sitji ekki bara heima hjá sér í staðinn fyrir að sækja alla þessa „ómögulegu" staði. Sumt af þessu fólki er al- ræmt og umtalað innan stéttarinnar, milli veitinga- staða.“ Geriði einhverjar ráðstaf- anir þegar þetta fólk pantar sér borð? „Nei, nei. Við bítum bara á jaxlinn. Og það er segin saga að fólk, sem er aldrei ánægt og hefur engan hemil á sér, fær óhjákvæmilega lakari þjónustu í kjölfar þess en aðrir. Það er óþolandi og þjóni, sem annars er í skemmtilegu og gefandi starfi, leiðist í vinnunni. En sem betur fer eru góðu stundirnar 99.9% af vinnu- tímanum." Er eitthvað upp úr þessu að hafa? (Takið nú eftir að Hörður leggur ríka áherslu þátíðina í svarinu.) „Það VAR mjög gott en þetta hefur breyst mikið á undaförnum árum. Tekju- lega er starfið ekki svipur hjá sjón núorðið. Fleiri staðir, aukin samkeppni og minni álagning eru þar megin or- sakavaldar. Áður unnu þjón- ar oftar en ekki á prósentum og þá var þetta gullnáma, því verður ekki neitað. Ég hafði það til dæmis mjög gott meðan ég var á Broadway. Síðan hefur þetta farið hraðminnkandi. Þetta var sem sagt áður en allir voru þurrkaðir upp hjá SÁÁ og við fórum næstum því á haus- inn,“ segir Hörður glettnis- lega en kannski eru dálítil sannindi í þessu þótt flétta orsakaþráðanna sé vissu- lega flóknari en þetta. SMÖKKUNIN ER GÆÐAPRÓFUN Margir telja að það, þegar þjónninn hellir dreytli í glas til gæðaprófunar, sé sýnishorn af víninu og þá eigi viðkom- andi að dæma um hvort honum þyki hið tilgreinda vín gott eða vont á bragðið. Hvað segir Hörður um þetta? „Já, það gerist mjög oft og þetta sama vandamál kemur einnig upp í kokkteilkeppn- unum,“ svarar Hörður en þær keppnir, sem hann nefnir, eru árlegar stórhátíðir barþjóna á íslandi. Þar koma þeir saman, sumir í miklu keppnisskapi og blanda drykki sem síðan eru bornir fyrir fjölskipaða dómnefnd. Fjórir dæma hvem drykk þannig að dómarar geta alls verið um 30 talsins. Fjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Þess eru dæmi að dómarar hafi þurft að hætta að dæma eftir að hafa „misskilið" fyrir- komulagið þannig að þeir eigi að klára hvern drykk sem þeir fá til smökkunar. Ekki þarf að spyrja að leiks- lokum í þeim tilvikum. „í dómnefndinni mættu gjarnan vera fleiri fagaðilar,“ segir Hörður, „því drykkina á ekki að dæma endilega eftir því hver er beinlínis bragð- bestur heldur hvaða drykkur stenst best allar faglegar kröfur. Gullna tárið hans Bárðar Guðlaugssonar, sem hann sigraði með í heims- meistarakeppninni á síðasta ári, á e.t.v. ekki upp á pall- borðið sem gómsætur drykk- ur hjá almenningi en í fag- legu tilliti er hann frábær." Hver er staðallinn á ís- lenskum barþjónum á heimsvísu? „Hann er mjög góður.“ Og ekkert höfðatölu neitt? „Nei, við getum verið mjög stolt af íslenskum barþjón- um. Við erum bæði snyrti- legri og meira menntaðir á sviði framreiðslu en margir erlendir starfsbræður okkar. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var staddur á heimsmeistaramóti barþjóna í Feneyjum að þá vofði yfir verkfall þjóna í sal. Við vor- um í stórri matarveislu og í henni miðri gengu þjónarnir út. Þá stóð ég upp og sagði að við skyldum bara klára dæmið sjálf. Og þar, sem ég var kominn með diskana upp eftir framhandleggjun- um, komu Ijósmyndarar frá stórum, ítölskum blöðum til að taka af mér myndir. Fæstir hinna barþjónanna á svæðinu höfðu nokkurn tím- ann komið nálægt neinu svona. Að vfsu eru barþjón- ar á Norðurlöndum með svipaða menntun," BLANDIÐ í RÉTTRI RÖD Við höldum okkur við bar- inn. Það er ekki sama hvern- ig drykkur er lagaður. Hér er Hörður á heimavelli. „Margir halda að frjálslega megi fara með efnishlutana í drykkjum en það er ekki rétt. Hlutföll verða að vera rétt og sérstök glös eru ætluð fyrir hvern drykk. Þú átt að geta fengið tiltekna drykki alls staðar eins, hvar sem er í heiminum." Skiptir jafnvel máli í hvaða röð drykkirnir fara í glösin? „Já, í sumum tilfellum. Yf- irleitt er best að setja fylling- una ofan á vínið, til dæmis ginið fyrst og síðan tónikið. Og alls ekki klakann síðast. Annar drykkur, sem er gott dæmi um það þegar þetta snýst við, er Campari í sóda. Alltaf að setja sódavatnið fyrst því Camparíið lagar sig betur að sódavatninu þannig að ekki þarf að hræra upp í því þegar þetta er gert svona. Sama gildir um það þegar líkjörum er blandað saman við freyðivín. Þá er oft betra að hella líkjörnum í freyðivínið, einkum þegar hann er svipaður að þyngd eða þyngri en það. Og svo við tökum þurrt og sætt inn í þessa umræðu þá hættir freyðivínsblöndum oft til þess að verða „yfirsætar", eins og það er stundum kall- að. Þá er notaður sætur líkj- ör í sætt freyðivín. Til að koma í veg fyrir „ofursæt- una“ er tilvalið að nota freyðivín í þurrari kantinum á móti sætum líkjörum." BRUGG OG AUGLÝSINGABANN Og nú yfir í svolítið aðra sálma. Því hefur verið fleygt að veitingahús hafi sum hver 36 VIKAN ó. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.