Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 17

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 17
eldra minna, þeirra Olafar Magnúsdóttur og Einars Steindórssonar. Mamma þekkti Ólöfu frá því að Ólöf passaði hana sem krakka en um tíu ára aldursmunur er á þeim mæðrum mínum. Eg átti aðeins að vera hjá þeim hjónum f nokkrar vikur, á meðan móðir mín var á saumanámskeiðinu en fór aldrei þaðan. Einar og Ólöf voru búin að vera gift í eitt eða tvö ár þegar ég kom inn á heimili þeirra. Þau höfðu eignast andvana barn og þá fengu þau einnig þá vitn- eskju að þeim yrði ekki fleiri barna auðið. Þau grátbáðu því móður mína um að fá að hafa mig svolítið lengur og það endaði með því að ég fór aldrei aftur til hennar. Ólöf og Einar ættleiddu mig síðan rétt fyrir fermingu. Þessi ákvörðun var ekki erfið. Ég mundi ekkert eftir veru minni í Súgandafirði og taldi því Ólöfu og Einar mína foreldra. Eg vissi þó alltaf af mínum réttum foreldrum og hélt sambandi við þau og annað skyldfólk. Oft státaði ég mig af því að éiga tvenna foreldra, það þótti svo mikið sport og afraksturinn voru fleiri afmælispakkar og fleiri jólagjafir en vinkonurnar fengu. Þegar ég var á fimmta árinu sá ég Hjört, föður minn í fyrsta skipti. Hann var þá nýkominn til ísafjarðar og kom út í Hnífs- dal til að heimsækja mig. Þegar hann gerði sig líkleg- an til að fara að tala við mig, skreið ég undir borðstofu- borðið og öskraði á Einar pabba: Láttu hann ekki taka mig, láttu hann ekki taka mig,“ segir hún og hlær við tilhugsunina. „Ég hélt að hann væri kominn til að sækja mig og ég vildi ekki fara.“ „Ég á einungis góðar minningar frá æsku minni úr Hnífsdal. Ég átti margar og góðar vinkonur eins og t.d. „Oft státaði ég mig af því að eiga tvenna foneldra það þótti svo mikið sport og afraksturinn voru fleiri afmælispakkar og fleiri jolagjafir en vinkonurnar fengu." Helgu Jóakimsdóttur, Guð- rúnu Skúladóttur og Sigrúnu Vernharðsdóttur. Þá má nefna þá bræður Baldur og Karl Geirmundssyni sem bjuggu í næsta húsi við okk- ur sem og Halldór Helgason og bræður hans. Þetta var leikhópurinn." Hansína við mynd af Krist- jáni heitnum. Snjóflóð batt skyndilegan endi á hjóna- band þeirra í apríl síöast- liöinn. ÆTLAÐI AÐ VERÐA HJÚKRUNARKONA - Þú lentir í þínum fyrstu náttúruhamförum í barna- skólanum í Hnífsdal? „Já. Ég hafði reyndar orð- ið fyrir því níu ára gömul að járnplata fauk framan í mig í ofsaroki einu sem skall á í Hnífsdal. Það var mikil lífs- reynsla. Ég fékk mikinn skurð á ennið og niður að auga. Það blæddi svo mikið að það þótti ekki ráðlegt annað en að fá lækni frá ísa- firði. Baldur Johnsen, sem þá var læknir á ísafirði, komst við illan leik úteftir og reyndi að klemma saman 6. TBL. 1994 VIKAN 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.