Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 34

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 34
ATVINNUGREIN MEÐ HERÐI FORMANNI BARÞJÓNAKLÚBBS ÍSLANDS GEGNU ÞURRT Höröur Sigurjónsson er í forsvari fyrir stétt fólks sem flest okkar hafa haft einhver kynni af. Okkur þykir mjög vænt um þaö þegar viö náum athygli þessa fólks, a.m.k. meðan það er í vinnunni, en getum stundum þurft aö bíða eftir því nokkra stund. Einkum kemur biöin til af því aö þetta fólk er með afbrigðum vin- sælt viö vinnu sína, einkum á kvöldin og þá helst um helgar. Höröur Sigurjónsson er formaður Barþjónaklúbbs íslands. Hörður fylgir okkur hér gegnum súrt, þurrt og sætt á vettvangi íslenskra barþjóna. Höröur á nú og rekur veit- ingahúsiö Naustiö í félagi viö Hafstein Egilsson. Hann á 25 ára starfsafmæli um þessar mundir því hann lauk framreiðslunámi áriö 1969. Sem barþjónn hefur Höröur starfaö síöan 1974. Munur- inn á barþjóni og „venjuleg- um“ þjóni var meiri þegar Hörður var aö byrja í faginu og þá unnu barþjónar ein- göngu á bar. Nú er starfið fjölþættara og almenn fram- reiösla oröin ríkari þáttur í því. HVAÐ UNGUR NEMUR. . . . . . gamall temur, segir máltækiö. Það á ágætlega við um Hörö Sigurjónsson sem og bróöur hans, Sigþór Sigurjónsson sem rekur Kringlukrána. Faðir þeirra, Sigurjón Jónasson, var þjónn til margra ára og þekktur sem slíkur. Móöir Harðar og og Sigþórs, Krist- ín María Sigþórsdóttir, starf- aði einnig lengi viö fram- reiðslu, m.a. á Gildaskálan- um. Hingaö og ekki lengra, gæti einhver sagt, en Höröur getur haldið áfram: „Nú, konan mín, Rannveig Ingvarsdóttir, vinnur við þetta líka. Hún byrjaði með mér í þessu 1981 þegar hún kom eitt kvöld að hjálpa til viö opnun Broadway. Hún hefur ekki stoppað síöan og vinnur meö mér hér í Naust- inu.“ Skyldi engan undra þótt ég spyrji: Hvað með börnin ykkar tvö? „Nei, þau eru alveg laus viö þetta." Aðspurður um áhugamál segist Hörður safna smávín- flöskum (miniatures) eins og þeim sem fram eru bornar í flugvélum. Hann á nú dágott safn en hefur stundum gengið illa aö sannfæra toll- verði um aö flöskunum haldi hann óopnuðum til haga en selji ekki. „Ég man eftir því aö einu sinni sat ég lengi á rökstól- um við varöstjóra tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli út af nokkrum smáflöskum þar sem aðeins var ein af hverri tegund. Svo fór aö lokum aö ég slapp meö þær í gegn en þurfti aö borga af þeim toll þótt Ijóst væri aö um safn væri aö ræða.“ Önnur áhugamál Harðar eru knattspyrna, aðallega frá sjónarhóli áhorfandans, og Höröur er að taka viö for- mennsku í Lionsklúbbnum Nirði. „Ætli þetta sé ekki TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON bara ólæknandi félagsmála- baktería í mér,“ segir for- maðurinn. MINNA VODKA MEÐ MAT Á undanförnum aldarfjórö- ungi hafa barþjónar gengið í gegnum róttækar breytingar. Áfengislöggjöfin og innflutn- ingur áfengistegunda eru óheftari, bjórinn mætti á svæðiö, skemmtanamynstrið hefur breyst og skemmti- staöir einnig og þeim hefur fjölgað um fleiri þúsund pró- sent. Höröur er samtíðar- maður allra þessara breyt- inga og hefur því upplifaö tímana tvenna. Hann tók meöal annars þátt í ævin- týralegum uppgangi Ólafs Laufdal þegar hann opnaði Broadway og Hótel ísland. Hvaöa mun séröu nú helstan ef miðað er við það þegar þú varst aö byrja? „Mesta breytingin varð þegar stóru skemmtistaöirnir hófu starfsemi sína. Þá fór fólk á sama staðinn til aö boröa og skemmta sér viö stórsýningar og dans. Neysl- an breyttist líka þegar bjór- 34 VIKAN 6. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.