Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 66
Á myndinni hér til hlióar sést matráðskonan hjá vín-
ræktarbóndanum G.F. von Nell, skammt fyrir utan
Trier, aö grilla kvöldveró handa ferðalöngunum. Eink-
ar Ijúffengar steikur, „marineraöar" meö leynd eftir
aldagamaili uppskrift sem ógerlegt virtist aó fá upp-
gefna! Myndirnar þrjár fyrir ofan eru frá Saarburg, en
þar lauk hjólreiöaferöinni. Þetta er einkar friósæll og
fallegur, fimm þúsund manna bær þar sem flestir
vinna vió víngerö. Takið eftir hinni sérkennilegu
sem varö fyrir óþægiiegri
sprengju á stríðsárunum en
sprengjan rústaöi aöra hlið
hennar. Endurbæturnar
voru unnar af vanefnum en
vandvirkni. Ekki höfðu menn
ráö á að taka sér heillegu
hlið kirkjunnar til fyrirmyndar
og er því í meira lagi for-
vitnilegt að sjá tvo ólíka
tíma mætast í einni og
sömu kirkjunni.
Hjóireiðastlgarnir góðu
liggja víða að litlum bæjum
sem vert er að staldra við í
ef tíminn er nægur. Og áður
en við segjum skilið við frá-
sögnina af hjólreiðunum skal
á það bent að vel útfærðar
leiðarlýsingar og leiðbeining-
ar eru fáanlegar fyrir þá sem
vilja nota þennan ferðamáta
I meira eða minna mæli. Og
hægt er að komast í fimm
daga jafnt sem skemmri
ferðir. Það er síðan einfait
að fara með hjólið I lest til
baka ef fólki býður svo við
að horfa.
Fullorðnir borga um 500
krónur í leigu fyrir hjól í einn
dag og börn um 200 krónur.
Leiga á hjálmum og töskum
er um 90 krónur á dag.
Ástæðulaust er að panta
gistingu með fyrirvara þegar
fólk er á ferð um Þýskaland
á hjóli eða bifreið. Mikið
framboð er á gistingu, bæði
á hótelum og I heimahúsum.
Það er fátt Ijúfara en að ferð-
ast um Þýskaland á eigin
vegum og geta tekið sér
náttstað þar sem maður
kann best við sig á hverjum
tíma. Morgunverðarborðin á
gististöðum byggja síðan
ferðamanninn rækilega upp
fyrir ævintýri nýs dags eftir
góöan nætursvefn.
Hjólreiðastígarnir, sem farið
var eftir til Saarburg, lágu
meðfram ánni Mósel. Þess-
arar leiðar er að sjálfsögðu
hægt að njóta Ifka akandi í
bifreið. En þriðji möguleikinn
á að njóta landslagsins niður
eftir ánni er ekki síður
spennandi og kannski er
hann Ifka fyrirhafnarminnst-
ur. Þar er um að ræða sigl-
ingu með einhverjum hinna
mörgu báta sem sigla með
ferðamenn eftir ánni. í boöi
eru mislangar siglingar og
vert er að vekja athygli t.d. á
kvöldsiglingu við kertaljós og
gómsætan kvöldverð og
með honum létt Móselvín.
Móseldalurinn svíkur eng-
an. □
66 VIKAN 6. TBL. 1994