Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 32

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 32
SMÁSAGA á Fjólu. - Tíu prósent, það munar um minna. - Það er víst alveg rétt, svaraði Fjóla. Ég læt slag standa. - Það tekur að vísu nokkra daga að gera þau klár fyrir þig en gluggatjöldin ættu að verða tilbúin að fimm dögum liðnum. Flérna er nóta sem þú verður að framvísa þegar þú sækir þau. Fjóla borgaði uþþsett verð með tíu prósenta af- slætti og þakkaði fyrir sig. Þegar hún kom heim var Daníel kominn og sat önnum kafinn við ritstörfin. Flún kom aftan að honum og þrýsti sér að baki hans. - Sæll, ástin mín. Flún kyssti hann léttum kossum á hálsinn. Það er yndislegt að þú skulir vera heima. Daníel sneri sér að henni. - Flvar varstu eiginlega? Fjóla varð leyndardóms- full. - Það kemur í Ijós eftir fáeina daga. - Ég tek þetta ekki gilt sem svar. Það er eitthvað í sviþnum á þér sem segir mér að annað búi undir. Flann gretti sig illilega. - Varstu kannski að halda fram hjá mér? Fjóla hló. - Ætlar þú að segja mér að þú sért að meina þetta? Hún leit á hann. Andlit hans lýsti hneykslan og reiði. - Ætli ég viti ekki að þú ferð á bak við mig og hefur eflaust gert það lengi. Fjóla átti ekki orð og fannst ómaklega að sér veg- ið. - Hver andskotinn hefur eiginlega hlaupið í þig mað- ur? Daníel setti í brýnnar. Hann vissi ekki hvaða tilfinn- ing var að heltaka hann. Hann vissi að konan var honum trú. Samt var eitt- hvað skrýtið með hana núna. En hvað? það vissi Daníel ekki. Fjóla var tekin að snökta. - Mér datt aldrei í hug að svona nokkuð ætti eftir að koma frá þér. Ég vissi ekki betur en að þú treystir mér. Það var engu líkara en Daníel væri haldinn illum anda. - Þú leynir mig einhverju, hreytti hann út úr sér milli samanbitinna tannanna. Þú ert ekkert öðruvísi en aðrar gálur. Það má ekki af ykkur líta án þess að þið séuð komnar með hausinn til fóta hjá næsta manni. Daníel trúði ekki eigin eyrum þegar hann heyrði sig segja þessi orð. Hvað hafði stungið sér í hann? Fjóla var farin að hágráta. Hún tók samanbrotna nót- una fyrir gardínunum úr veskinu og henti til Daníels. Hérna getur þú sóð hvað nýja viðhaldið mitt heitir, snökti hún. Daníel beygði sig niður og tók upp nótuna. Honum var enn ekki runnin reiðin. Hann smellti þumalfingri og vísi- fingrí utan um eitt horn nót- unnar og sveiflaði hendinní af krafti niður á við. Nótan opnaðist í einu vetfangi. Engu var líkara en sálar- skipti yrðu í líkama hans. Hann hristist allur og engdist sundur og saman í krampa- fullum hlátri. - Rimlagluggatjöld! ahaa, ekkert nema rimlaglugga- tjöld. Rödd hans varð móð- ursýkisleg. - Ó elsku ástin mín! Hvað kom eiginlega yfir mig? Ég get engan veginn útskýrt hvað um er að vera í kollin- um á mér. Þú verður að fyrir- gefa mér ástin mín. Hann gekk með útbreidd- an faðminn til Fjólu. Hún sneri sér frá honum og strunsaði inn í svefnherberg- ið. - Þótt ekki væri nema barnanna vegna, kallaði hann á eftir henni. Fjóla varð ekki við þessari bón hans, heldur skellti her- bergishurðinni svo fast að stöfum að það hrikti í henni. Hún var ákveðin í að sýna honum að slíkri framkomu tæki hún ekki. Daníel, sem skildi hvorki upp né niður f sjálfum sér, settist agndofa í stól og starði á nótuna. Hann missti stjórn á tilfinningunum og grét eins og barn. - Elsku hjartans Fjóla mín, komdu til mín og fyrir- gefðu mér. Ég get ekki lifað án þín. Grátur hans var svo ákaf- ur og tregafullur að hann tók ekki eftir að stjórnlausar hendur hans unnu sjálfstætt við að rífa nótuna í snyrtileg- ar smáflögur. Hann náði sér ekki upþ úr þessu hugar- ástandi fyrr en mjúkar hend- ur Fjólu umluktu háls hans. Elsku Daníel minn, hvísl- aði hún ástúðlega í eyra hans. Lofaðu mér því að gera mér þetta aldrei aftur. Ég gæti ekki afborið það. Daníel horfði í kjöltu sér og teygði sig eftir hönd hennar. - Ástin mín, ég gæti ekki afborið að missa þig. Augu Fjólu staðnæmdust við blaðasneplana sem þöktu gólfið fyrir framan fæt- ur hans. Hvað hefur þú gert, Daní- el? Þú ert búinn að rífa nót- una í smátt, og ég sem þarf að framvísa henni þegar ég sæki gluggatjöldin. - Þetta var óviljaverk, al- veg ómeðvitað. Þú hlýtur að geta fengið gluggatjöldin þótt þú hafir ekki bévítans nótuna. Fjólu fannst sem stutt væri í annað reíðikast hjá Daníel. Ég hef eitthvert ráð með að ná þeim, hvíslaði hún sef- andi í eyra hans. Hafðu eng- ar áhyggjur af því. Dagarnir liðu, einn af öðr- um. Daníel gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að bæta fyrir æðiskastið sem hann hafði fengið. Hann eyddi meiri tíma með fjölskyldunni en nokkru sinni fyrr. Töluð orð verða ekki aftur tekin, var hann vanur að segja þegar hann vandaði um við börnin sín, gengju þau of langt í orðagjálfri. Nú stóð hann í þeim sporum að hafa ráðist að konu sinni, al- saklausri, með skömmum og svívirðingum. Hún hafði aldrei gefið honum neitt til- efni til að vantreysta sér. Hver fjárinn hafði eiginlega hlaupið í hann? Það gat hann ómögulega skilið. Fjólu hafði ekki enn tekist að fyrirgefa honum í hjarta sínu vegna þessarar óvæntu uppákomu. Hún elskaði Daníel meira en svo að þeirra i milli gæti nokkurn tímann gróið um heilt. Aldrei framar gæti hún treyst þvi að hann elskaði hana. Kannski var hann bara að byrja að sýna sitt rétta andlit. Hún gæti ekki tekið slíkum að- dróttunum aftur frá honum. Frekar myndi hún skilja við hann en láta hann sverta til- finningar sínar enn meira. Þær höfðu beðið nægilegt skipbrot nú þegar. Fjóla hafði dálitlar áhyggj- ur af nótunni sem Daníel hafði rifið svo kirfilega. Hún hafði leitt það hjá sér fram að þessu en nú var dagur- inn, sem nýju gluggatjöldin hennar áttu að vera tilbúin, runninn upp. Hugsanir um þau hrönnuðust upp hjá Fjólu. Daníel hafði eyðilagt það fyrir henni að koma óvænt heim með þennan óskadraum þeirra beggja og ekki bara það, heldur gat það kostað hana þras að fá þær afgreiddar þar sem hún hafði ekki nótuna. Hún ásak- aði Daníel mun meira í dag fyrir gauraganginn en hún hafði gert undanfarna daga. Hún varð afundin þegar hann bauðst til að koma með henni í verslunina og taldi þess enga þörf. Hún gæti klórað sig fram úr þessu sjálf, hjálparlaust. Daníel gerði enga athuga- semd við það, enda á nálum gagnvart henni. Hann vissi að hann hafði sært hana djúpt og það sár yrði að gróa áður en hann hefði sig í aftur frammi. Fjóla mætti í sérverslunina fyrir hádegi. Afgreiðslumað- urinn, sem hún hafði haft viðskipti við, var ekki á staðnum svo Fjóla ákvað að bíða með að bera upp erind- ið þar til hann yrði viðlátinn. Hann hafði verið viðmóts- þýður við hana og hún treysti því að hann gæti leitt hjá sér að hún hefði ekki nótuna. - Hann kemur eftir þrjá til fjóra tíma, sagði staðgengill- inn hinum megin við borðið. Fjóla ákvað að fara ekki heim í millitíðinni, heldur dvelja í bænum og skoða sig um. Daníel var daufur í dálkinn þegar Fjóla var farin. Honum sveið kuldaleg svör hennar, þó að hann vissi hverju hann hefði til sáð. Hann settist við skrifborðið og reyndi að sökkva sér niður í vinnu sína. Hugur hans var allur á reiki og hann flökti úr einu í annað. Það var engu líkara en þessi rimlagluggatjöld ætluðu að setja heimilið á annan endann. Hann hallaði sér aftur í skrifborðsstólnum og starði út um gluggann á hvíta skýjabólstra mynda allskonar forynjur á annars heiðbláan himininn. Hann hafði oft setið svona tímun- um saman og fylgst með skýjunum mynda hin ótrú- legustu ævintýr. Hann kall- aði þessi fyrirbæri skjá- skratta. Það skyldi þó aldrei vera, hugsaði Daníel með sér, að 32 VIKAN 6. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.