Vikan - 01.08.1994, Side 19
sýndi þá á kvenfélagsfund-
unum, segir hún og hlær
dátt. „Það má kannski segja
að ég hafi verið hálfgerð
galdrakerling. Á þessum ár-
um þótti að minnsta kosti
mikið að eiga fimm börn á
sjö árum.“
- Þú hefur að mestu unnið
hjá Hraðfrystihúsinu hf. í
Hnífsdal, fyrirtækinu sem
faðir þinn tók þátt í að stofna
og stjórnaði um áraþil. Hve-
nær hófst þú störf hjá fyrir-
tækinu?
„Ég byrjaði að starfa á
skrifstofunni 1956. Þetta var
þó ekki samfelld vinna. Ég
tók stutt barnsburðarleyfi og
eftir að ég flutti til ísafjarðar
vann ég að mestu við sum-
arafleysingar. Eftir að yngsta
barnið komst á legg byrjaði
ég aftur á fullu og hætti fyrir
tveimur árum.“
PÓLITÍKIN ER
MANNSKEMMANDI
Þegar Hansína og Kristján
höfðu byggt yfir sig og sína í
Pólgötunni lauk Kristján
námi sínu í Iðnskólanum á
(safirði og vann um tíma við
smíðar. Síðar hóf hann störf
í Timburversluninni Björk á
ísafirði og um tíma vann
hann sem sölumaður í raf-
tækjaverslun. Þá var hann
einnig til sjós og um tíma á
tæknideild ísafjarðarkauþ-
staðar. Árið 1976 réðst hann
til Hf. Djúþbátsins á ísafirði
og starfaði þar allt þar til
hann lóst. Árið 1978 hóf
Kristján afskipti af pólitík er
hann bauð sig fram til bæjar-
stjórnar á ísafirði fyrir Al-
þýðuflokkinn. Á þeim vett-
vangi starfaði hann um 12
ára skeið eða til ársins 1990
en þá fannst honum tími til
kominn að hætta. Kristján
setti sitt mark á uþpbyggingu
ísafjarðar og var, að öðrum
ólöstuðum, einn af þeim
mönnum sem varð mest úr
verki. En hvað með Hans-
ínu, hafði hún einhver af-
skipti af bæjarpólitíkinni og
þá kannski í gegnum eigin-
manninn?
„Ég fer nú ekki að Ijóstra
því upp,“ segir hún og brosir.
„Auðvitað sagði ég stundum
mitt álit á hlutunum en ég
reyndi að halda þeirri reglu
að ræða ekki pólitík inni á
heimilinu. Pabbi bjó lengi hjá
okkur og hann var náttúrlega
harður sjálfstæðismaður og
þvi var ákveðið að ræða ekki
mikið um pólitík á heimilinu."
- Kom aldrei til orðaskipta
þeirra í milli út af pólitík?
„Nei, pabbi virti skoðanir
Kristjáns og óskaði honum
alls hins besta í pólitíkinni og
hafði metnað fyrir hans hönd
en hann var alltaf sami sjálf-
stæðismaðurinn. Ég get sagt
þér eina sögu. Þegar Krist-
ján bauð sig fram í fyrsta
skipti og komið var að kjör-
degi kom hann til Kristjáns
og sagði: Þú verður að skilja
það Kitti minn að ég get ekki
farið með þér á kjörstað.
Hann Jónas Björnsson kem-
ur og sækir mig. Það getur
verið misskilið ef ég kem
með ykkur í bíl. Svo harður
var hann en hann virti Krist-
ján og skoðanir hans eins og
ég sagði áðan.“
- Nú hefur verið sagt að
pólitík sé vanþakklátt starf.
Ert þú því sammála?
„Já, þetta er vanþakklátt
starf. Kristján var aldrei
heima þessi tólf ár sem hann
var í pólitíkinni en hann bætti
það uþþ eftir að hann hætti
afskiþtum af þeim málum.
Þá var hann alltaf heima og
því vorum við þúin að eiga
góð ár saman upp á síðkast-
ið. Ég hef sagt það áður og
segi það enn að ég hefði
ekki viljað að hann hefði ver-
ið I pólitík á meðan við vor-
um að ala upp fimm ung
börn. Þetta er mannskemm-
andi og það er mikill óþverri
sem fylgir þessari „tík“ sem
pólitíkin er. Ég ætla ekki
nokkrum börnum að þurfa
að hlusta á þær umræður og
kjaftæði sem fylgir pólitík-
inni.“
- Vorkennir þú þeim
mönnum sem eru að hella
sér úti í pólitík í dag?
„Já, og ég hef sagt það við
þá. Sumir hafa kannski tekið
mark á mér en ekki allir. Ég
held að þeir trúi mér ekki. Til
þess að fara út í pólitík þurfa
menn að hafa nógan tíma og
hann er ekki til staðar séu
þeir með konu og börn. Ef
svo er hlýtur heimilislífið að
fara úr skorðum."
- Er hægt að líkja konu
bæjarstjórnarmanns við konu
sjómannsins?
„Já, að vissu leyti, en eig-
inkona bæjarstjórnarmanns-
ins, og þá kannski sérstak-
lega forseta bæjarstjórnar,
þarf að vera tilbúin til að fara
með eiginmanninum þegar
starfið kallar. Við þurftum að
fara með þeim í margar
veislur og oft þurftum við að
vera tilbúnar til að taka á
móti gestum með stuttum
fyrirvara. Þetta gat verið
mjög þreytandi en verst þótti
mér sú öfund sem var í okk-
ar garð vegna allra þessara
veislna, öfund sem var í
hæsta máta ómakleg. Konur
bæjarstjórnarmanna, sem
og þeir sjálfir, reyna að
standa sig í sínu starfi og
veislur og aðrar móttökur
fylgja starfinu, því miður.
Bæjarstjórnarmaður ræður
ekki sínum tíma, hann verð-
ur alltaf að vera tilbúinn ef
skyldan kallar."
- En var ekki eitthvað
skemmtilegt við starfið?
„Jú, það var margt
skemmtilegt. Það var t.d.
mjög gaman að taka á móti
vinabæjarfólki og ferðast
með því um Vestfirði. Þá var
einnig mjög skemmtilegt að
fara í vinabæjarheimsóknir
til hinna Norðurlandanna.
Það var skemmtilegt og það
skemmtilegasta var hversu
marga og góða vini við eign-
uðumst á þessum ferðum,
vini sem enn þann dag í dag
hafa samband."
SÆLUREITURINN Í
TUNGUDAL
Hansína og Kristján áttu
þann draum að koma sér
upp sælureit í Tungudal,
I sælureit þar sem fjölskyld-
unni yrði búinn griðarstaður
um ókomin ár. Draumurinn
rættist en reyndist skamm-
vinur. Draumastarfið hófst
1989 er þau hjón keyptu
gamlan sumarbústað. Tveim-
ur árum síðar hófst upp-
byggingin með því að kjallari
að nýju sumarhúsi var reist-
ur. Ári síðar kom Steinar,
sonur þeirra, með teikningar
af norsku sumarhúsi. Nokkr-
um dögum seinna kom gám-
ur til ísafjarðar. í honum var
efnið í sumarhúsið. Fjórum
dögum eftir að gámurinn
kom var reisugildi haldið.
Draumurinn var að verða að
veruleika, draumurinn um
húsið í skóginum, skóginum
sem Hansína hafði alltaf ver-
ið svo hrifin af. „Ég hef alltaf
verið hrifin af skógi og ég
elska tré. Ég fór alltaf í skóg-
ana í Noregi og Svíþjóð á
ferðum mínum þar og þegar
ég vissi af einhverjum sem
var á leið þangað sagði ég
alltaf: Ég bið að heilsa trján-
um!
„Draumurinn var að geta
búið vel að börnunum okkar.
Þau búa ekki öll á ísafirði og
því vildum við að þau gætu
komið til okkar í friðinn og
kyrrðina í Tungudalnum.
Þarna var draumurinn okkar
orðinn að veruleika."
- Þar til örlagadaginn 5.
apríl 1994.
„Já, síðustu hillurnar og
saunabaðið var sett upp
daginn áður.“
- Manst þú eitthvað eftir
sjálfum örlagadeginum?
„Nei, lítið. Kvöldið áður
fórum við snemma að sofa.
Ástæðan var sú að við ætl-
uðum að ganga út að
Bræðratungu þar sem bíllinn
okkar stóð. Kristján ætlaði
að vinna fram að hádegi og
eftir hádegi ætluðum við í
jarðarför út í Bolungarvík.
Það var því strembinn dagur
framundan og því fórum við
snemma að sofa. Áður en
við sofnuðum sagði ég við
Kristján að ég yrði að muna
eftir því að hringja á sjúkra-
húsið og afpanta tímann
sem ég átti þar í nálar-
stungu. Ég ætlaði að hætta
að reykja þennan dag en sá
mér ekki fært að fara I nálar-
stunguna þar sem við vorum
á leið í jarðarför. Þetta var
kyrrlátt kvöld, úti var snjó-
drífa, allt eins fallegt og
hugsast gat. Síðan sofnuð-
um við.“
FRH. Á BLS. 43
„Þetta er mannskemmantli og það
er mikill óþverri sem íylgir
þessari „tík" sem pólitíkin er. Ég
ætla ekki nokkrum börnum að
þurfa að hlusta á þær umræður
og kjaítæði sem fylgir pólitíkinni."
6. TBL. 1994 VIKAN 19
LÍFSREYNSLA