Vikan


Vikan - 01.08.1994, Side 38

Vikan - 01.08.1994, Side 38
SNJtnUSNESÍ TEXTI OG LJÓSM.: HEIMIR VIÐARSSON Heimir Viöarsson hallar sér fram á stýriö aö hjólinu sem boriö hefur hann um víöan völl. Hér lýsir hann einni af sínum mörgu feröum. LJÓSM.: G. GUNNARSSON Rútan beygöi í áttina til Stykkishólms um fimm mínútur yfir tólf. Ætti ég að fara út núna og byrja aö hjóla héðan eða fara alla leið og þurfa að byrja á að hjóla til baka þessa tíu kíló- metra sem afleggjarinn er? Ég ákvað að gera það síðar- nefnda enda var planið Stykkishólmur-Vegamót. Það þýðir lítið að segja eitt en gera annað. Ég myndi bara loka augunum svo ég sæi ekkert fyrr en á bakaleiðinni. Þegar ég var búinn að hella hálfum lítra af súrmjólk niður um kokið á mér og koma öllu dótinu fyrir á hjól- inu greip mig einhver óstjórnleg þörf fyrir að fara í túrhestaleik og skoða bæinn sem ég og gerði. Alltaf kem- ur það mér jafn mikið á óvart hve orðið „kjör'1 er geysilega vinsælt viðskeyti í nöfnum „stórmarkaða" landsbyggð- arinnar. VEIKI HLEKKURINN Ég var ekki kominn tvo kílómetra frá Hólminum þeg- ar ég fór að finna fyrir hálf- gerðu hlaupi í pedölunum svo ég stoppaði til athuga hvað væri að. Einn hlekkur- inn í keðjunni var að reyna, mjög laumulega, að flýja burt frá hinum hlekkjunum. Vopnaður Vise-Grip töng réðst ég til atlögu við upp- reisnarhlekkinn. En eins og flestir vita er hægt að lækna lungnabólgu en ekki kvef. Því varð ég að bíða eftir aö keðjan slitnaði alveg I sund- ur og gera við hana þá. Ég hjólaði af stað vægast sagt mjög rólega þvl að týna hlekknum var ekki ofarlega á óskalistanum mínum um þetta leyti. Tæpum tveim tímum og tuttugu og sjö kíló- metrum síðar rann stóra stundin upp: Keðjan slitnaði. Nú var loksins hægt að gera við. Þar sem ég var algjör- lega hreinn sveinn hvað varðaði keðjuviðgerðir tók viðgerðin mig hátt I hálftíma. En af stað lagði ég og von- aði að viðgerðin dygði í það minnsta til Ólafsvíkur þar sem ég ætlaði að sofa um nóttina. Ég tjaldaði um þremur kílómetrum fyrir austan Ól- afsvík, um tveimur fyrir vest- an afleggjarann upp á Fróð- árheiði, til að koma í veg fyrir þá freistingu að fara bara beint yfir hana morguninn eftir og semja svo einhverja lygasögu um ferðina fyrir I Nesið. 38 VIKAN 6.TBL.1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.