Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 4

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 4
SMURBRAUÐSGERÐ 1994 10. TBL. 56. ÁRG. KR. 489 M/VSK i áskrift kostar VIKAN kr. 399 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 359 ef greitt er með VISA, ,EURO eöa SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt tvisvar á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-812300. Útgefandi: Fróöi hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúli 18, 112 Reykjavík Sími: 91-812300 Ritstjórn: Bíldshöfði 18, Reykjavík Sími: 91-875380 Fax: 879982 Stjórnarformaöur: Magnús Hreggviösson Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Ritstjóri: Þórarinn Jón Magnússon Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Útlitsteikning: Guöm. R. Steingrímsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Höfundar efnis i þessari Viku: Guðný Þ. Magnúsdóttir Rakel Árnadóttir Þórdís Bachmann Ólafur Sigurðsson Guðrún Alfreðsdóttir Börkur Gunnarsson Þórunn Helgadóttir Þorsteinn Erlingsson Fríða Björnsdóttir Jóhann Guöni Reynisson Helga Möller Anna S. Björnsdóttir Guöjón Baldvinsson Gísli Ólafsson Svava Jónsdóttir Myndir í þessari Viku: Bragi Þór Jósefsson Guðrún Alfreðsdóttir Börkur Gunnarsson Jóhann Guðni Reynisson Þorsteinn Erlingsson Magnús Hjörleifsson Gunnar Gunnarsson Forsföumyndina tók Bragi Þór jósefsson af Ninju Sigurðardóttur. Myndatakan fór fram í húsinu „Suðurgata 7“ í Árbæjarsafni. Förðun: Anna Thoer hjá Farða hf í Borgarkringlunni meö Makeup Forever. Hár: Jonna, Hárið hársnyrtistofa, Engihjalla 8, Kópavogi. VIÐTAL VIÐ JAKOB JAKOBSSON SEM NÝLEGA LAUK NÁMI í SMURBRAUÐSGERÐ l DANMÖRKU. Allt frá því ég man eftir mér hef ég haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur matar- gerö. Þegar aöra stráka dreymdi um að verða flug- menn eða skipstjóra sá ég sjálfan mig í anda elda heimsins mesta lostæti og bera á borð fyrir gesti í eigin veitingahúsi. Árin liðu og ég stefndi ótrauður að marki mínu og nam ýmis störf sem tengd- ust matargerð að einhverju leyti. Um tíma „villtist ég þó eitthvað af leið“, ákvað að gerast söngvari og innritað- ist í einsöngvaranám. Svona eftir á að hyggja sé ég að fátt er kannski skyldara en matargerð og söngur, enda margir söngvarar miklir áhugamenn um mat eins og sjá má á vaxtarlagi þeirra. Ætli það sé ekki fyrst og fremst spurningin um „hvor- um megin við eldavélina" maður ákveður að vera. Eftir 5 ára söngnám hætti ég og tók þá ákvörðun að vera réttu megin við eldavélina og þar hef ég verið síðan. Það styrkti mig þegar ég fékk þakklæti gesta minna fyrir matinn. Eitt sinn man ég t.d. eftir Kristjáni Jóhannssyni sem var gestur á sumarhót- eli sem ég vann á. Hann sagðist aldrei hafa borðað jafn vel framreidda ýsu og hjá mér og hældi mér á hvert reipi. Þessi atburður og fleiri í svipuðum dúr styrktu mig í þeirri trú að ég væri á réttri leið og ætti að halda mig við matinn eingöngu. Uppskriftabækur hafa gjarnan verið uppáhaldsles- efni mitt og það var í einni slíkri bók sem ég las um Veitingahús Idu Davidsen í Kaupmannahöfn. Þetta er hádegisverðarstaður sem býður upp á dæmigerða danska rétti, heita og kalda, ásamt hinu heimsfræga danska smurbrauði. Veit- ingahúsið er lítið og pers- ónulegt og Ida og fjölskylda hennar sjá um afgreiðslu ásamt því að vinna allt hrá- efni sjálf. Meira að segja lax- inn reykja þau í sumarbú- staðnum sínum. Reksturinn byggir á föstum hefðum, enda hefur veitingahúsið verið í eigu Davidsen fjöl- skyldunnar allt frá stofnun þess, árið 1988. Ég varð alveg heillaður og tók þá ákvörðun að fara til Kaupmannahafnar og læra þessa iðn og helst af öllu hjá Idu Davidsen sem óneitan- lega er best í faginu. Námið er svipað kokkanámi að upp- byggingu og skiptist í bóklegt og verklegt nám. Ég fluttist til Kaupmannahafnar við fyrsta tækifæri, settist á skólabekk og lauk 1. bóklega hlutanum á 6 mánuðum. Að því loknu fór ég til Idu Davidsen og fal- aðist eftir að verða nemi hjá henni. Svar hennar var stutt og laggott og olli mór geysi- legum vonbrigðum: „Nei, þetta er fjölskyldufyrirtæki og við höfum aldrei tekið nema utan fjölskyldunnar." Þrátt fyrir þetta ákvað ég að gefast ekki upp og komst að lokum á samningi hjá henni. Það er enginn vafi í mínum huga að þarna naut ég góðs af frá- bærri frammistöðu íslensku kvennanna sem unnu á veit- ingahúsinu hér áður fyrr. Námið gekk vel og nú er ég útskrifaður með svein- spróf sem „smurbrauðsjóm- frú“. Prófinu lauk ég með 39 punktum af 44 mögulegum, auk þess sem ég vann til verðlauna fyrir sköpun og skreytingar. Mér hafa opnast margir möguleikar eftir þetta en þegar Ida Davidsen bauð mér að starfa við veitinga- hús, sem verið er að opna f Brasilíu, hikaði ég ekki eitt augnablik og er nú á leið þangað. Þegar ég lít til baka yfir námstímann þá sé ég að þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Um leið var hann erfiður, enda eins gott að standa sig vel þegar maður ræðst inn á hefðbund- ið verksvið kvenna. Þannig er þessu farið, rétt eins og þær þurfa alltaf að standa sig helmingi betur en karlar, fari þær inn á þeirra verksvið. Hvað framtíðina varðar þá veit ég að ég þarf ekki að kvíða aðgerðarleysi því næg atvinna er í iðninni. Draum- urinn er hins vegar enn sá sami og áður; að búa á ís- landi og reka mitt eigið veit- ingahús. Hver veit nema sá draumur rætist fyrr en síðar og brátt muni Islendingum bjóðast ekta danskt „smör- rebröd". □ 4 VIKAN 10. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.