Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 16

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 16
ISLENDINGAR ERLENDIS VIÐTAL VIÐ VEITINGA- OG KONSÚLSHJÓNIN INGIBJÖRGU JÓHANNSDÓTTUR OG ÞÓRI GUNNARSSON ^■auran/j Eigandinn framan viö „Reykja- wík“ í hjarta Kar- lovahverf- isins i Prag. EFTIR GUÐRÚNU ALFREÐSDÓTTUR Eigendur Reykjavíkur Praha eru hjónin Ingi- björg Jóhannsdóttir og Þórir Gunnarsson, sem jafn- framt er ræðismaður íslands f Tékklandi. Hann er lærður matreiðslumaður, hún er leiklistarmenntuð en saman hafa þau stundað veitinga- rekstur f tuttugu ár. Þau hafa komið víða við á þeim vett- vangi og reynt ýmislegt en þó er Pragævintýrið án efa stærsta og strembnasta við- fangsefnið til þessa. Hér á eftir segir lítið eitt af ferli þeirra og dvölinni í Prag. Það er síðsumardagur í Prag og mannmergð á götunum i gamla Karlova- hverfinu á hægri bakka Moldár. Við líflega, litla götu f hjarta hverfisins er veitingastaður, um margt ólíkur öðrum í borginni, og ber hann nafnið Reykjavík Praha (Prag). Staðurinn setur svip á umhverfið, hann er bæði huggulegur og þéttsetinn gestum, inni sem útivið. Nafnið þykir greini- lega forvitnilegt. Innandyra heyrast nokkrir erlendir ferðalangar ræða um ísland og landslagsmynd sem hangir á veggnum við borð þeirra. Aðr- ir gestir virða áhugasamir fyrir sér stóra Ijósmynd af forseta islands, Vig- dísi Finnbogadóttur, ásamt Havel, forseta Tékklands, og eiganda staðar- ins, Þóri Gunnarssyni. Mynd sú var tekin á veitingastaðnum er frú Vigdfs heimsótti Prag sl. vor. Manni segir svo hugur að hér fari fram hin besta landkynning. . . ÞÓRIS ÞÁTTUR - VÖRUSKIPTI VIÐ TÉKKA Það er margt sem kokkur- inn Þórir hefur brasað síðan hann lauk matreiðslunámi árið 1966. Með árs starfs- reynslu frá Hótel Loftleiðum í farteskinu lagðist hann í fjögurra ára flakk um heim- inn, eins og hann segir. Kynnti hann sér ólíka mat- reiðsluhætti með starfi í veit- ingahúsum bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu á þeim tíma. Er heim kom, árið 1971, keypti Þórir hlut í Mat- stofu Austurbæjar á Lauga- vegi, þar sem hann hafði áð- ur verið í læri, og þremur ár- um síðar var hann orðinn eini eigandi staðarins. Það sama ár giftust þau Ingibjörg og eignuðust son. Upp úr 1980 leigðu þau rekstur Mat- stofunnar út en þar höfðu þau þá starfrækt fyrsta ham- borgarastað landsins, Win- ny’s. Næstu árin fengust þau við ýmislegt tengt faginu og ráku veitingastaði eins og Trilluna og Höfðakaffi, sem m.a. sá um og seldi veislu- mat til fólks úti í bæ. „Á meðal viðskiptavina þar var tékkneska sendiráðið,” segir Þórir og brosir því þau viðskipti urðu einmitt upphaf- ið að ævintýrinu í Prag. „Eitt sinn varð úr að við að hefð- um eins konar vöruskipti þannig að við ía fengum lán- aða íbúð í Prag. Fyrst fórum við út vorið 1989 og svo aftur um haustið, skömmu áður en Flauelsbyltingin svo- nefnda varð.“ Og Ingibjörg grípur fram í: „Við höfðum nefnilega heillast svo gjör- samlega af borginni þótt hún væri hálf líflaus og grá fyrir járnum." Þórir tekur undir þetta og skýrir síðan frá því að nálægt íbúð þeirra í Prag 6, sendiráðshverfinu, hafi verið ákveðinn veitingastað- ur sem þau sóttu mikið. Þar kynntust þau ungum manni sem sá um rekstur staðarins fyrir ríkið en það átti á þeim tíma öll veitingahús og hótel. „Ég þurfti náttúrlega að fara að skipta mér af málum því margt var svo óttalega stirð- busalegt og gamaldags, enda lítill metnaður í þessu hjá ríkinu. Strákurinn var hinn áhugasamasti og ein- hvern tímann sagði ég sem svo í bríaríi að ef kommún- isminn væri ekki fyrirstaðan þá gæti óg komið aftur og verið um tíma. Ekki óraði mig fyrir því þá hve stutt var í að þetta reyndist mögulegt. Þann 17. nóvember braust Flauelsbyltingin út og mán- uði síðar var frjálsræðið orð- ið slíkt að nú átti að einka- væða allt og hótel og veit- ingahús hvað fyrst. Nú, vinurinn í Prag hringdi strax í mig með þær fréttir að hann hygðist kaupa ákveðinn veit- ingastað af ríkinu og spurði hvort ég væri til í að koma. Ég játti því en ákvað að bjóða honum fyrst til íslands til að kynnast okkar fyrir- komulagi á hlutunum. Kom hann því til okkar um sumar- ið og fékk tækifæri til að fylgjast með og vinna á nokkrum veitingastöðum. Þegar ég kom síðan út um haustið var þegar ákveðið að ég yrði meðeigandi að veitingastaðnum, sem átti að kaupa, en þegar til kom var fyrirhugað húsnæði eitt þeirra sem skila átti aftur til eigenda. í þess stað bauð ríkið okkur til kaups veitinga- staðinn fyrrnefnda í Prag 6, þar sem kveikjan að öllu þessu varð.“ Áður en ráðist skyldi í reksturinn þurfti Þórir að fara heim og ganga frá ýmsum málum þó að þá hafi alls ekki verið á dagskrá að setj- ast alveg að í Prag. Engu að síður urðu kaflaskipti í lífi þeirra Þóris og Ingibjargar í ársbyrjun 1991 er þau hófu veitingahússrekstur í Prag. Og það sem meira var, sem eigendur eins af fyrstu einkareknu veitingahúsun- um í borginni og fyrstu út- lendingarnir í þeirri stöðu. „Við ía ætluðum nú bara að sjá til hvernig þetta gengi, svona í einhvern tíma, en þannig fór að frá fyrsta degi var fullt út úr dyrum á Gullna sverðinu, sem reyndar bar undirnafnið ísland. Við nut- um vissulega góðs af því að vera í miðju sendiráðshverf- inu því staðurinn var kær- komin tilbreyting fyrir fólkið sem þar bjó. Bandaríski sendiherrann, Shirley Temp- le, og maður hennar bjuggu til dæmis rétt hjá og komu oft. Þetta lofaði semsé góðu og var ætlunin að koma staðnum á góðan skrið áður en farið væri að taka út ein- hver laun að ráði. En um vorið skrapp meðeigandinn til Þýskalands og lét sig ekki muna um að koma til baka á Mercedes Benz.“ Þetta varð til þess að þau hjón fóru að endurskoða málin, annaðhvort væri að gefa Prag upp á bátinn eða kanna aðra möguleika. Fljót- lega komust þau í samband við annan ungan mann sem var að fá afhenta frá ríkinu 16 VIKAN 10. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.