Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 38
KYNNING
Þetta sett er eftirsóknarverö brúöar- og tækifærisgjöf. Bæöi rúmin eru frá Ragnari Björnssyni hf.
j — SÆNGURVERASETT
VINSÆL BRÚÐARGJÖF
O RÓMANTÍSK
ttVERSLUN
silkidamaski og þykja slík
sett tilvalin og eftirsóknar-
verð brúöargjöf og reyndar
væri ekki úr vegi nú þegar
jólin fara að nálgast að líta
við í Verinu því þar er
áreiðanlega hægt að finna
fallega og hagnýta jólagjöf
fyrir alla fjölskylduna.
Að sjálfsögðu saumar
Verið hvers konar rúmfatn-
að eftir pöntun og eftir máli
hvers og eins. Má nefna að
nokkuð er um að fólk óski
eftir extra löngum sængur-
verum allt upp í 2,20 m.
Hefðbundin sængurvera-
sett kosta frá 1800 upp í
7900 krónur eftir efnunum
sem í þeim eru.
En það þarf meira en
sængurver og koddaver til
þess að láta fara vel um sig
í rúminu og þess vegna
selur Verið líka sængur og
kodda. Vöggusængurnar
eru 90x110 sentímetrar að
stærð, bæði úr svana- og
andadúni. Einnig eru fyrir-
liggjandi barnasængur,
millistærðir á milli vöggu-
sænganna og sænga full-
orðinna. Verslunin lætur
einnig sauma sérstök
teygjuiök og eins konar
„umslög" sem eru
hönnun Ernu.
Þessi „umslög"
henta mjög vel ut-
an um þunnar yfir-
dýnur, til dæmis
dúxdýnur.
Að undanförnu
hefur Verið bætti
við ýmsum vörum
sem segja má að
tengist rúmfatnaði
á vissan hátt. Mik-
ið úrval er þar af
ungbarnafatnaöi
bæði frá danska
fyrirtækinu Joha
og austurríska fyr-
irtækinu Stum-
mer. Skemmtileg
þýsk hettuhand-
klæði fyrir ung-
börn eru á boð-
stólum hjá Verinu
auk hefðbundinna hand-
klæða - Martex frá Amer-
íku og Bacara frá Belgíu.
Loks eru kvennáttföt og
sloppar meðal nýrra vara
verslunarinnar svo hægt er
aö sofa rótt undir og í því
sem fæst hjá Verinu, hvort
heldur um er að ræöa
ungabarn í vöggu eða ein-
hvern ofurlítið eldri.
Nú þykir ekkert jafn-
rómantískt hjá unga
fólkinu og sofa undir
einni sæng,“ segja þær Erna
Kristinsdóttir og Guðrún Sig-
ursteindóttir sem reka Versl-
unina Verið á Njálsgötu 86.
Þar er hægt að fá sængur-
verasett, allt frá vöggusett-
um - sérgrein Versins frá
upphafi - til sængurvera ut-
an um hinar tvíbreiðu sæng-
ur unga fólksins. Erna og
Guðrún tóku við Verinu, sem
er rótgróiö fyrirtæki, fyrir
tveimur árum, en Erna hafði
þá unnið í saumastofu fyrir-
tækisins í 32 ár.
í Verinu eru ekki eingungis
seld útsaumuð vöggusett
heldur einnig sett í öllum
stærðum. Úrvalið er ótrúlega
mikið, bæði efni og litir, en
Vöggusett úr kínversku pop-
líni með blúndum og út-
saumi. Sængin er aö sjálf-
sögöu svanadúnsæng.
Satínsett - tvíbreiö sæng - aö hætti
þeirra ungu. (Ljósmyndir Magnús Hjör-
leifsson.)
efnin eru aðallega frá Þýska-
landi og Austurríki. Velja má
úr einum tíu útsaumsmynstr-
um í vöggusettunum. Um
98,5% af sængurfatnaði hjá
Verinu er saumaður á
saumastofu fyrirtækisins svo
þetta er svo sannarlega ís-
lensk framleiðsla í sérflokki.
Sængurverasettin eru úr
bómullarefnum, satíni og
38 VIKAN 10. TBL. 1994