Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 19
huldu efri hluta glugganna.
Það þótti djartt."
Nú segir sagan að í kjölfar
aukins frjálsræðis fyrrum
austantjaldsríkja eflist maf-
íustarfsemi æ meir og beinist
ekki síst að þjónustufyrirtækj-
um. Ekki vill Þórir meina að
nein alvöru mafía sé í Prag.
„Okkur var að vísu boðin
’vernd’ á sínum tíma en ég
ræddi bara við strákana í ró-
legheitum, sagðist ekki vera
vanur slíku og hefði ekki trú
á að ég þyrfti að óttast neitt.
Þeir létu það gott heita. Ein-
hverjir hóþar eru þó hérna,
sennilega skipulagðir, sem
eru iðnir við að stela bílum.
Nýjum bil var stolið frá okkur
og það sem verra var þar
með rándýrri fiðlu sem nem-
andi hér átti. Svo hefur
reyndar þrisvar verið brotist
inn á veitingastaðinn en það
er nokkuð sem gerist víðast
hvar, jafnvel heima.”
OFURHUGAREÐA
BARA ÍSLENDINGAR
Veitingahússeigandinn og
ræðismaðurinn segir það síð-
ur en svo vandkvæðum
bundið að samræma þessi
tvö störf, þau séu náskyld að
mörgu leyti. í báðum tilfellum
eru mannleg samskipti aðal-
atriðið. „En það var orðið vel
tímabært að koma á konsúl-
ati í landi sem sífellt fleiri ís-
lendingar heimsækja, nú eru
þeir um 500 á ári. Einnig
sækir æ fleira ungt fólk hing-
að í nám þannig að í vetur
verða um tuttugu íslendingar
búsettir hér í Prag. Þetta er
mjög ánægjulegt starf og við
höfum kynnst mörgum
skemmtilegum íslendingum,
sem hingað hafa komið, og
eignast góða vini, kynnin
verða oft nánari við svona að-
stæður. Þá var nú ekki ama-
legt að vera íslenskur konsúll
þegar Vigdís forseti kom
hingað í opinbera heimsókn í
maí. Aðrar eins móttökur held
ég að enginn þjóðhöfðingi
hafi fengið hér og umfjöllunin
í fjölmiðlum var hreint ótrú-
lega mikil sem og áhugi al-
mennings á landi og þjóð.“
Þau Ingibjörg og Þórir eru
sammála um að þessi tími í
Prag hafi verið óhemju
spennandi, bæði sú reynsla
að byggja upp veitingastað-
ina og ekki síst að verða
vitni að þeim breytingum
sem orðið hafa ( landinu, að
hafa séð það „springa” út.
Og í raun eru þau hlekkur í
þeirri keðju. Þau eru sjálf-
stætt fólk sem hefur komist
þangað sem þau eru af eigin
rammleik. Okkur íslending-
um finnst það ef til vill ekkert
merkilegt en útlendingar eru
margir hverjir annarrar skoð-
unar. Blaðamaður frá Politik-
en í Danmörku, sem tók við-
tal við þau fyrir nokkru,
fannst þau vera hálfgerðir
ofurhugar. „Þegar fram kom,
til að mynda, að skólagjaldið
fyrir dóttur okkar hefði verið
600 þúsund ísl. krónur, þá
taldi hann að víst að við
hefðum fengið styrk frá ís-
lenska ríkinu. Við sögðum
svo ekki vera en hann neit-
aði alfarið að trúa því að
fólk, sem stæði í svona land-
kynningu erlendis, fengi ekki
krónu í styrk,” segir Ingi-
björg. Þórir segir svipaða
sögu af norska verslunarfull-
trúanum sem kom á fyrri
veitingastaðinn. „Hann spurði
mig svona um eitt og annað
tengt veitingarekstrinum því
norska verslunarráðið var þá
að spá í að gera markaðsát-
ak í þeim dúr. Hann vildi
m.a. vita hversu mikið fé ís-
lenska Verslunarráðið eða
ríkið hefði lagt í reksturinn.
Ég svaraði nú bara sem var
að við værum ein að fikta við
þetta en sá á honum að því
trúði hann ekki alveg. Það
fyndna var að nokkru síðar
kom heil ráðherranefnd,
með viðskiptaráðherrann í
broddi fylkingar, til að fá á
hreint hvort þetta væri rétt.“
Þau hjón taka skýrt fram
að þau hafi aldrei ætlast til
að fá neina styrki, þau sætu
eflaust enn heima ef svo
væri. En þau eru hins vegar
á því að þessi dæmi undir-
striki vel það sjálfstæði og
frumkvæði sem einkennir ís-
lendinga almennt - og sumir
kalla e.t.v. ævintýramennsku.
„Þeir ætlast ekki til neins af
neinum og gera það sem þá
langar til,“ segja þau Ingi-
björg og Þórir að lokum. Og
einmitt þannig varð ævintýr-
ið í Prag að veruleika. □
Nflltt
Hvers vegna að borga
1200 kr. fyrir kvartlítra af
Aloe Vera þegar þú getur
fengið tvöfalt meira
magn af Aloe Vera geli frá
Banana Boat á aðeins 1000kr.?
Hvers vegna að bera á sig 2% af
þráavarnarefnum þegar þú getur
fengíð 99,7% hreint Aloe Vera frá
Banana Boat? Biddu um Banana
Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe
Vera gel á 40-60% lægra
verði. Það er alltaf ferskt
(framleitt eftir pöntun), án
spírulínu, án kemískra lyktar-
efna eða annarra ertandi of-
næmisvalda og fæst í 6 mismun
andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum.
Þú finnur engan mun á því að bera ferska
99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og
hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða
útbrot. Prófaðu líka Banana Boat E-gelið á
sölustöðum Banana Boat (fæst einnig I 3
stærðum hjá Samtökum psori-
asis- og exemsjúklinga),
hrukkuhindrandi og húðmýkjandi
Banana Boat A-gel, baugaeyðandi
og húðstyrkjandi Banana Boat
kollagen gel, hraðgræðandi
Banana Boat varasalvann
með sólarvörn #21, græðandi,
mýkjandi og rakagefandi Banana
Boat Body Lotion með Aloe Vera,
lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni,
húðnærandi og öldrunarhindrandi
Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir
Ijósaböð, Banana Boat sólmarg-
faldarann sem milljónfaldar sólar-
Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól-
varnarkremið með hæsta sólvarnar-
stuðulinn á markaðnum, #50, næringar-
kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3
gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá,
Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita-
lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir
blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur.
Biddu um Banana Buat í apótekum, á sólbaðsstofum, í snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúðum utan Beykjavikur og I Heilsuvali, Barónsstíg 20,7? 626275
ÍSLENDINGAR ERLENDIS