Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 30

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 30
KVIKMYNDIR aö valda einhverjum breyt- ingum á hugsunarhætti al- mennings. Áhrif kvikmynda eiga fremur aö vera þau aö hrista upp í tilfinningalífi fólks en aö taka á einhverj- um sérstökum baráttumál- um. Ef hinsvegar er hægt er aö komast að hjarta áhorf- andans meö þeim hætti er sjálfsagt aö gera það.“ Nú ert þú búinn að vera í tveimur myndum í röð sem hafa notið gffurlegra vin- Tom Hanks mættur á sýningu myndarinn- ar Forrest Gump í smábæn- um Deau- ville í Frakklandi. „Ég grét eins og barn á sömu stöö- um þegar ég sá myndina og þegar ég las handritið fyrst,“ sagöi hann í viðtali viö blaöamann Vikunnar daginn eft- ir. sælda. Hvernig feröu aö því að höndla þá pressu sem leggst óhjákvæmilega á þig í kjölfarið? „Ég verö aö drekka meira kaffi á morgnana," segir Tom Hanks og hlær. „Nei, svona í alvöru þá er þetta nokkuð sem maður veröur aö reyna aö gleyma og halda sínu striki. Ég get sagt þér aö óg hef verið heppinn. Ég sam- þykkti að gera Forrest Gump á meðan ég var enn aö vinna aö „Philadelphia" og ég lét algerlega mína tilfinn- ingu fyrir handritinu ráða. Þetta var ekki ákvöröun sem var byggð á viðskiptalegum grunni; á því hvaö myndin myndi hala inn eöa hver væri leikstjórinn. Þaö var ekkert slíkt sem lá aö baki. Ég var heldur ekki búinn klára Forrest Gump þegar ég skrifaöi undir samning um leik í næstu mynd, sem kemur til með að heita „Apol- lo 13“, og þar var einnig mitt innsæi aö baki. Ég er því ánægöur meö aö hafa verið búinn að ákveöa næsta verkefni áöur en þær myndir sem ég var aö leika í voru frumsýndar. Eftir aö ég fékk Óskarinn hefði verið gífurlega erfitt fyr- ir mig, ef ég heföi ekki verið búinn aö skrifa undir næsta starfssamning, aö sitja og bíöa eftir næsta verkefni því svona uppákomur setja til- finningalíf manns verulega úr skoröum og það heföi ver- ið erfitt aö láta innsæið ráöa. Það hefði vafalaust komiö fullt af fólki og boðið mér aö leika í fjölda mynda fyrir vörubílshlöss af peningum. Ég þess fullviss aö sá tími kemur að ég kem til með aö leika í mynd sem á eftir að valda almennum vonbrigð- um og þá fæ ég í hausinn setningar eins og „Hvað í fjandanum gerðist?“, „Hvern- ig í ósköpunum gastu látið þetta koma fyrir“?“ LANGAÐI TIL AÐ GEFA HONUM KINNHEST Hvaða atriöi var erfiðast að leika í Forrest Gump? „í rauninni tók þaö veru- lega á aö leika í allri mynd- inni. Viö vorum meö mjög þétt og erfitt tímaplan. í októ- ber unnum við samfellt í tutt- ugu og sjö daga án þess aö taka okkur frí og vorum á ferð og flugi milli tökustaða. Ég varö að passa aö halda mér í líkamlega góöu formi og einnig aö ekkert kæmi fyrir mig eins og til dæmis aö snúa mig um ökkla eöa eitt- hvaö þessháttar því þá hefði tímaplanið raskast allveru- lega, sem mátti ekki koma fyrir. Þetta tók einnig verulega á andlega. Ég var búinn aö vera í undirbúningi í nokkra mánuði og viö töluðum stöö- ugt um hvernig viö ætluðum aö gera hitt og þetta. Tilfinningalega erfiðustu atriðin að leika voru samt annarsvegar þegar Forrest kemur inn í íbúð Jennýar og sér son sinn og hins vegar þegar Forrest stendur yfir gröf Jennýar undir trénu og minnist hennar. Báöum þessum senum breyttum viö morguninn sem þær voru teknar upp, tókum hluta út úr textanum og bættum ööru viö, þannig aö viö vorum stöðugt með hugann viö handritið og unnum í raun í því fram á síðustu stundu. Þaö má því segja aö viö höf- um allan tímann veriö í til- finningatengslum viö þaö sem var aö gerast í mynd- inni. En það sem stendur samt upp úr í minningunni er hversu þétt tímaplanið var. Þaö sem einnig var nokk- uö erfitt, sérstaklega fyrir mig, var að ég hafði enga sérstaka fyrirmynd. Ég fór og hitti margar fullorðnar manneskjur sem svipað er ástatt fyrir og Forrest en gat í rauninni ekkert lært af þeim því þaö er svolítið í myndinni sem gengur ekki upp í raun- veruleikanum en það er aö maöur meö greindarvísitölu uppá 75 getur ekki lifað svona sjálfstæöu lífi eins og Forrest gerir. Ég haföi því ekki á neinu aö byggja þegar ég hóf aö reyna setja mig inn í hugarheim hans. Ég vil þó minna á aö ég er ekki eini leikarinn sem leik Forrest Gump því Michael Humphrey leikur hann í æsku. Michael er átta ára gamall, hann er ekki leikari heldur bara barn. En það var hann sem í rauninni gaf tón- inn í upphafi og ég notaði hans eigin persónu til aö spinna mig út frá sem Forrest eldri. Klippingin hans, hvernig hann talaöi og annað var nokkuö sem viö létum halda sér út myndina. Hann er mjög furðulegt barn, en samt fer- lega góöur strákur!" segir Tom og vill leggja áherslu á það. „Hann er bara barn, en samt svo mikið inní sér aö mann langar stundum til að gefa honum kinnhest til aö hann vakni til lífsins. Hann vann aö tökum á myndinni í tvær til þrjár vikur áöur en ég byrjaði aö leika, þannig aö mér gafst kostur á aö fylgjast með hon- um, taka hann í bíltúr og tala við hann áður en ég tók við.“ VAR LASINN í TÖKUM Var erfitt fyrir þig aö ná þér niður eftir myndina? „Nei, alls ekki. Samt sem áöur hafa allar myndir sem maöur leikur í einhver áhrif á mann tilfinningalega því maður þarf aö lifa sig inn í þær í nokkra mánuði. Ég var orðinn hálfeinfaldur í lokin. Þegar maöur eyöir allt aö fjórtán tímum í þetta dag- lega, klæddur þessum fötum og talandi á þennan sér- kennilega hátt, þá er ég ekki frá því aö þetta nái einhverj- um tökum á manni. Þaö er hinsvegar svo aö stundum lendir maöur í því aö missa algert samband við persónuna sem maöur er aö leika, eins og til dæm- is í þessari mynd þegar ég var að leika í ruðningbolta- senunni þar sem ég hljóp eins og fætur toguöu fyrir framan þessar hundruðir þúsunda áhorfenda var þessi raunasvipur á mér vegna þess að ég var með flensu og dauöhræddur um að falla saman áður en ég gæti lokið viö leikinn. En mikiö hlakkaöi ég til aö geta komist heim, upp í rúm og farið aö sofa.“ Er eitthvað úr bernsku þinni sem þú upplifðir í þess- ari mynd? „Já, mamma sagöi alltaf við mig að persóna manns yröi dæmd eftir því hvernig maður notaöi hnífinn viö matboröið og yfir höfuö hvernig borösiöir manns væru. Maður gæti ekki farið út á fínan veitingastað og ekki vitað hvernig maöur ætti aö skera kjöthleifinn. Hún sagði „Þú átt aö taka gaffalinn [ þessa hönd og hnífinn í hina. . .“ og svo framvegis." Hver af þeim kvikmyndum sem þú hefur séö hefur haft mest áhrif á þig? „Þaö er tvímælalaust „2001 Space Odyssey". Ég var þrettán ára þegar ég sá hana fyrst og þá var máttur kvikmyndánna svo mikill aö ég haföi aldrei séö annaö eins. Raunverulega voru þaö tveir þættir sem geröu útslagið meö þessa mynd. Annar var, aö ég trúöi því al- gerlega aö þaö væri til geim- stöö sem svifi úti í geimnum kringum jöröina og svo hinn að hún notaði þau eðlis- fræöilögmál sem til þurfti til aö þetta væri raunverulegt. Þetta var ekki nein „gervield- flaugamynd'* í mínum huga heldur sýndi hún á raunsæj- an hátt hversu hættulegt þaö gæti verið aö vera úti í geimnum og þar aö auki þar sem ekkert súrefni er. Þetta var fyrir mér raunveruleg mynd þar sem eiginlega ekkert orö var sagt heldur bara notast við mynd og ým- is hljóð. Þetta var fyrir mér hiö hreina afl kvikmyndanna og ekkert annað. Ég hef séö þessa mynd tuttugu og fimm sinnum", segir Tom Hanks aö lokum og hlær. □ 30 VIKAN 10. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.