Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
æfð verði brot úr ýmsum
verkum, og starfað eins og í
danssmiðju.
MARGT AÐ GEFA
Hanna tók að sér sjálf-
boðastarf í kirkju Páls post-
ula á 10. breiðgötu, við að
kenna börnum barnaheim-
speki. „Það var mjög nauð-
synlegt fyrir mig að læra að
taka fókusinn af sjálfri mér
og fara að fókusera á aðra,
sjá hvað ég gæti gefið fólk-
inu í kringum mig. Ég hef
varið miklum tíma í að reyna
að skílja og melta reynslu
mína. Það sem ég lærði á
öllum þessum vonbrigðum
var að ég var í rauninni bara
að brjóta mig niður allan
þann tíma sem ég sá sjálfa
mig í neikvæðu ljósi.“
I Bronxhverfinu kennir
Hanna börnum og unglings-
stelpum að dansa á táskóm.
Hún sá sjálfa sig í stelpunum
og fann aftur kærleikann til
listarinnar. „Það var mjög
erfitt þegar ég fann að löng-
unin fór að koma aftur,“ segir
hún. Hanna segist vera
hvetjandi kennari og við eina
hvatninguna rann upp Ijós
fyrir henni sjálfri. „Ég gerði
mér allt í einu grein fyrir þvf
hve mikilli þekkingu á eigin
líkama ég bjó yfir og að ég
hafði margt að gefa og
segja. Þess vegna hefur
kennslan gengið svona vel.
Hún gefur mér gott jafnvægi.
Það er svo lýjandi að vera
sjálfsgagnrýninn dansari
sem er að fókusera á sjálfan
sig. Mér Ifður betur þegar ég
fæ líka að gefa af mér og
flissa með börnunum. Full-
komnunarárátta mín hefur
rjátlast af mér við að sjá
hvað börnin eru falleg, ein-
læg og blíð í sinni sköpun,
því ekki eru þau fullkomin."
ÞRJÓSKAN HJÁLPAÐI
HENNI
Hvað stendur til á næst-
unni?
„Ég hef ekki verið tilbúin til
þess að takast á við neina
stóra hluti. Þétta verður að
koma hægt og rólega og á
þann hátt byggi ég upp mitt
eigið sjálfstraust, því innst
inni er ég fremur feimin og
óörugg," segir hún. Þetta er
heldur ekki auðveldasta
borgin til að vera að finna
sjálfan sig og sinn stað í líf-
inu - í ballett í New York!
Það er því ekkert skrftið að
hafa verið svolítið áttavillt og
stundum hugsað: „Ég fer
bara heim og gleymi þessu.“
Maður fer vitanlega í sínar
sveiflur, ég er bara venjuleg
manneskja. Það hefur þó
hjálpað mér ótrúlega mikið
að beita heilbrigðri skynsemi
og vera ekkert að flýta mér.
Stundum er ég eins og
þrjósk, Iftil stelpa og var það
áreiðanlega, spurðu systkini
mín. Þrjóskan er góður eig-
inleiki og hefur hjálpað mér
vel hér. Ég mæti oft úrtölu-
fólki í mínu daglega lífi og
starfi en svara á móti: „Hvers
vegna ekki?“ Þrjóska hjálpar
manni líka við að láta ekki
vaða yfir sig og ekki segja
sér að maður komi aldrei til
með að láta drauminn ræt-
ast. Kannski er það góðlát-
lega meint en þetta er kann-
ski fólk sem gafst upp, tolldi
ekki nógu lengi á staðnum,
beið ekki eftir því að hlutirnir
kæmu eðlilega. Það er svo-
lítið íslenskt að vilja allt á
stundinni.
Það sem ég hef í dag hef-
ur komið eðlilega en ég hef
þurft að standa mig og vinna
fyrir því og það hefur gefið
mér mikið. í morgun var mér
boðið að taka að mér tvo
strákahópa. Ég þykist aldrei
vita meira en ég veit svo ég
talaði við stjórnanda skólans
og bað hann að segja mér
hvað ég þyrfti að hafa í huga
við að kenna strákum. Mér
var þá strax bent á að hafa
svolitla keppni á milli þeirra
og svona vinn óg; játa það
að ég er ekki fullkomin og
hef ekki allt á hreinu og þá
kynnist ég svo mörgu fallegu
fólki sem gefur mér mikið og
sýnir mér að það er líka
þakklátt fyrir að þekkja mig.
Ég veit ekki hvort mín leið er
á einhvern hátt falleg eða
mjúk, en hún er að verða
auðveldari. Ég er sjálf að
verða sáttari og mýkri og
þessi skemmandi metnaður
er ekki lengur til staðar. Þá
fara draumarnir einhvern
veginn að rætast.
Maður þykist hafa svörin,
þykist vita hvernig næsta
hálfa ár verður en svo þegar
upp er staðið hefur maður
ekki hugmynd. Ég hefði ekki
getað séð fyrir að ég færi í
þetta sem ég fór síðan í.
Þegar ég lít til baka þakka
ég Guði fyrir það að hafa
ekki vitað meira um út í hvað
ég var að fara. Þá er ég ekk-
ert viss um að ég hefði látið
verða af því.“ □
Úrval af
dúnsængum
Við bjóðum dúnsængur með 100%
hreinum dún, dúnheldum verum í hæsta
gæðaflokki og vönduðum frágangi.
Dúnsængurnar frá okkur má þvo (40°) og setja í
þurrkara (60°) - að undanskildum æðardúnsængunum.
§œngurfatagerBin
BALDURSGÖTU 36 101 REYKJAVÍK SÍMl 16738
Þjáist þú af —
vöðvabólgu, bakverk, brjósklosi, þvagleka,
gigt, tognun eða viltu bara grennast.
Trimm-form getur hjálpað.
Bjóðum einn prufutíma
VERÐ FRÁ 6000 KR.
SNYRTISTOFU ARBÆJAR
HRAUNBÆ 102 - SIMI 68-93-10
HULDA
HÁRSNYRTISTOFAN
GRANDAVEGI 47 62 61 62
REYKJAVÍKURVEGl 64 ■ HAFNARFIRÐI ■ SÍMI 652620 • HEIMASÍMI 52030
Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem
fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum
einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl.
HVERFISGÖTU 62 • 101 REYKJAVÍK
10. TBL. 1994 VIKAN 1 3
NAFNSPJOLD