Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 39
valið auðveldara lánar Epal
út efnisprufur sem fólk get-
ur farið með heim til sín og
boriö við húsgögn og annað
sem máli skiptir. Að sjálf-
sögðu er saumaþjónusta
hjá Epal og starfsmenn fyr-
irtækisins koma heim og
mæla glugga ef óskað er.
Státar fyrirtækið sig meira
að segja af því að hafa sent
starfsmann til útlanda til
þess að mæla þar glugga
og leiðbeina með val á
gluggatjöldum sem síðan
voru saumuð hér heima. Yf-
irleitt eru öll efni pöntuð
sérstaklega. Það er gert á
miðvikudögum og þau tilbú-
in til afgreiðslu á mánudag.
Ef nauðsyn krefur er hægt
að flýta afgreiðslu umfram
þetta og síminn hjá Epal er
687733. □
Verslunin Epal er
löngu þekkt fyrir
vönduð gluggatjalda-
efni meðal annars frá hinu
þekkta danska fyrirtæki Kvad-
rat. Fyrir tveimur árum var
hafinn innflutningur á geysi-
lega vönduðum trérimlatjöld-
um „og verðið er ekki svo
slæmt," segir Eyjólfur Páls-
son í Epal í Faxafeni 7.
Trérimlatjöldin nefnast
Tango, frá danska fyrirtæk-
inu Art Andersen & Copen-
hagen. Þau eru úr gegnheil-
um viði, í átta viðartegund-
um og þarf að sérpanta þau.
Yfirborð rimlanna er silki-
mjúkt og harðlakkað og
þarfnast einskis viðhalds eft-
ir að tjöldin eru komin fyrir
gluggann. Flægt er að fá
trérimlatjöldin með mjóum
stigaböndum - snúrum -
eða breiðum böndum í fimm
litum, svörtum, gráum,
grænum, rauðum og beis.
Epal er þekkt fyrir efnin frá
Kvadrat í Danmörku, einu
besta fyrirtæki í heiminum
sem sérhæfir sig í fram-
leiðslu og sölu gluggatjalda-
efna og áklæða. Danskir
listamenn og listamenn víðar
aö hanna mynstur efnanna.
Á hverju ári verður ákveðin
endurnýjun í framleiðslunni
og koma 15 til 20 ný mynstur
á markaðinn. Þrátt fyrir end-
urnýjun eru enn framleidd
efni sem seid voru hér fyrir
15 árum og hefur fólk getað
keypt viðbót sé það að flytja
[ stærra húsnæði og vilji
hafa sömu gluggatjöldin
áfram en vantar eitthvað
uþþá. Efnin eru úr bómull og
svokölluðu trevira CS þráð-
um. Trevira - CS efnin eru
brunaþolin, falleg og breyt-
ast ekki í þvotti. Mynstrið er
þrykkt á efnin sem eru nán-
ast eins á réttunni og röng-
unni. Þykir það mikill kostur,
sér í lagi ef gluggatjöld eru
notuð án til dæmis stórisa
eða einhvers konar felli-
tjalda.
Nokkur undanfarin ár hef-
ur Epal flutt inn mikið af efn-
um frá tveimur hollenskum
fyrirtækjum. Þetta eru aðal-
lega þunn efni og er breidd
þeirra notuð sem sídd.
Breiddin er frá 285 sentí-
metrum upp í þrjá metra og
verð þessara efna er mjög
gott. Flollensku efnin eru í
mildum litum - þónokkuð
fjölbreytilegum - og síðan
eru hvít efni þar sem mynstr-
ið er brennt í á sérstakan
hátt og verður hvítt í hvítu.
Epal hefur frá upphafi
lagt metnað sinn í að veita
viðskiptavinum góða þjón-
ustu. Boðið er upp á fag-
þjónustu og ráðgjöf innan-
hússarkitekta. Leiðbeina
þeir viðskiptavinum og
finna lausnir hvort heldur er
við val og fyrirkomulag
gluggatjalda eða annars.
Oft vill vefjast fyrir fólki efn-
is- og litaval við glugga-
tjaldakaup. Til þess að gera
Dönsku viöarrimlatjöldin -
hér er stigabandið breitt.
Úr Epal í Faxafeni.
„VERÐIÐ
EKKI SVO
SLÆMT!"
10. TBL. 1994 VIKAN 39