Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 12
legt stuðlaði að þessari
ákvörðun. „Ég hafði verið
mikið ein hérna úti og átti fáa
vini sem ég gat rætt líðan
mína við. Ég hélt andlitinu í
skólanum, var dugleg, stóð
mig vel og sendi þau skila-
boð að allt væri í lagi með
mig. Fjölskyldunni sýndi ég
þetta sama andlit. „Hafið
engar áhyggjur þótt ég sé
ein hérna í stórborginni, ég
pluma mig vel.“ Innra með
mér óx þó alltaf sú vissa að
þetta væri ekki rétta leiðin.
„Það var svolítið skrítið
að koma aftur vegna þess
að ég var svo breytt og
hafði ekki lengur þennan
rosalega metnað. Það að
komast á tindinn skipti mig
ekki svo miklu máli lengur.
Mig langaði enn að vera
hluti af listinni en gat ekki
tekið mark á þeirri löngun
minni vegna þess að ég
hafði upplifað svo margt
neikvætt,11 segir hún. Hanna
útskrifaðist í febrúar ’94 og
bauðst fljótlega vinna við að
höndum ber á jákvæðan eða
neikvæðan hátt,“ segir hún.
Reyndar er hún að starfa
með dansflokki, undir stjórn
Unu Maríu Haranen, „þegar
við fáum eitthvað gera,“ seg-
ir hún. „Þetta er lítill flokkur
sem er að fara af stað með
sýningar og ég var send
þangað í inntökupróf. Ég
segi send, því ég hefði ekki
farið af sjálfsdáðum. Mér
fannst ég ekki vera tilbúin og
óg hugsa alltaf: „Nei, ég er
ekki nógu góð.“ Við vorum
„Þegar ég lít
til baka
þakka ég
Guöi fyrir aö
hafa ekki
vitað betur
út í hvaö ég
var aö fara.“
Þegar ég loks sættist við þá
rödd, fór ég heim. Ég gaf
mér góðan tíma til að hvíla
mig og fitna um tiu kíló, sem
sáust varla á mér. Ég ein-
beitti mér að því að ná
heilsu, ná aftur sambandi við
vinina og efla tengslin við
fjölskylduna. Ég var orðin
eðlileg og laus við tog-
streituna og skoðanir ann-
arra á því hvað óg ætti að
gera. Þarna lærði ég líka að
taka mark á sjálfri mér.“
DANSAÐÁ NÝ
Meðan Hanna stóð við á
íslandi kenndi hún börnum
við Dansstúdíó Sóleyjar,
auk þess að taka að sér
hreyfikennslu á barnaheim-
ili og kenna börnum í
sunnudagaskóla Langholts-
kirkju. Tveir vetur liðu og
aginn og ástin á listinni tog-
aði enn. Hanna ákvað að
Ijúka náminu ytra og fór aft-
ur út sumarið '93.
kenna. Hvers vegna reyndi
hún ekki fyrir sér í dans-
flokki?
„Þegar maður er farinn að
sjá í gegnum þessa glamor-
mynd; þekkir dansarana,
hefur kynnst meiðslunum,
baráttunni, uppgjöfinni og
þreytunni, þá fer maður að
spyrja sig: Vil ég hafa líf mitt
svona? Það er svo mikil
óhamingja og óheilbrigði í
þessari grein. Ég hef sjálf
prófað þá leið og hún er ekki
eftirsóknarverð," segir Hanna.
Hún segir miklu líklegra að
manneskju, sem er heil-
steypt og hamingjusöm, eigi
eftir að ganga vel því hún
geti gefið af sér. „í dag geng-
ur mér vel vegna þess að ég
er hamingjusöm. Trúin og
bænin hafa líka hjálpað mér
að verða jarðbundnari. Ég
get betur horfst í augu við
sjálfa mig og gert mér grein
fyrir minni ábyrgð. Ég ræð
sjálf hvort ég tek því sem að
20 sem tókum prófið og þrjár
sem komust inn. Una stríðir
mér í dag og segir: „Jó-
hanna, þú varst svo drama-
tísk að ég gat ekki annað en
tekið þig.“
TVEIR
MENNINGARHEIMAR
Hanna kennir hópi í Bronx
og öðrum í Kínahverfinu.
Hóparnir eru jafn ólíkir og
bandarísk og kínversk
menning. í Bronx er mikil
samkeppni og ýtt undir sýni-
þörf krakkanna. Mörg þeirra
eru í keppnishóp sem keppir
við aðra dansskóla. Á nem-
endasýningu þeirra gat að
líta hvert steppatriðið á fætur
öðru sem hefði verið boðlegt
á Broadway. „Þetta var eins
og að sjá ekkert nema glass-
úrinn á kökunni og mjög
þreytandi," segir Hanna.
„Barnið veit nákvæmlega
hvenær það á að brosa eða
skjóta mjöðminni út, svo
þetta sé svolítið kjút. Þetta
gekk ekki inn í mig. Það er
næstum ekki andað á svið-
inu því það er verið að halda
uppi svo miklu tempói,
spennu og brosum.11
í Kínahverfinu eru börnin
rólegri og sýna meiri virð-
ingu. Allt er ofureinfalt, rólegt
og smærra í sniðum en í
Bronx. Dans barnanna var
afar einfaldur en „svo falleg-
ur að ég þurfti að snúa mér
undan til þess að fólk sæi
ekki tárin í augunum á mér,“
segir Hanna. „Þarna sá ég
fegurðina í listinni og þetta
barnslega sem við höfum öll
í okkur. Við lifum svo hratt
að við náum ekki að þroska
þann þátt I okkur. Allar þess-
ar kröfur um meira, betra,
stærra! Þegar fólk slakar á
og viðurkennir fegurð lítils
blóms kemst það inn í heim
þar sem allt er einfaldara og
mýkra. Þetta finn ég bæði í
börnunum og sjálfri mér en
ég missti tengslin við það út
af allri spennunni, áráttunni
að gera betur og lyfta fótun-
um hærra. Ég var svo föst í
því að ég var orðin algerlega
innantóm. Ég er fylgjandi því
að „minna sé rneira" en
segðu það fólki sem gengur
á hraða og upplifir veröldina
þannig!
Dansinn er svo tengdur
innblæstri og upplifun. Mað-
ur upplifir sig samtengda
tónlistinni, leiðir hana í gegn-
um sig, gleymir sér. Ég er al-
veg sannfærð um að maður
verður að hafa tengingu við
auðmýkt, hlýju og fegurð
hjartans. Ég vil vinna út frá
hjartanu og virðingu fyrir
hinu smáa sem og hinu
stóra. Þetta litla í veröldinni
má ekki gleymast, þetta sem
er til staðar án þess að
hrópa um hvað það sé æðis-
legt. Hafir þú augu til að sjá
það, gefur það þér eitthvað,
blessar þig. Börnin í Kína-
hverfinu hafa gefið mér
þetta. Ef ég get skilað ein-
hverju sem snertir aðra og
skilið eftir lítið blóm hjá þeim,
þá hafa öll mín ár verið þess
virði."
Hönnu hefur einnig boðist
að taka tíma með kínversk-
um dansflokki sem sýnir um
öll Bandaríkin en hún kennir
í skóla dansflokksins. „Þetta
er mikill heiður og mjög
gaman fyrir mig,“ segir hún
og nefnir að meðal annars
fái hún þar að kynnast kín-
verskum óperuhreyfingum,
1 2 VIKAN 10. TBL. 1994