Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 26
KVIKMYNDIR
H| llBLAÐAMADUR VIKUNNAR RÆÐIR VIÐ STÓRSTJÓRNUNA
„ÉG GRÉI |IN$J
OG BARNIGÆR
VIÐTAL OG
UÓSMYNDIR:
ÞORSTEINN
ERLINGSSON
Við hittumst í einni
svítunni á Hótel
Royal í smábænum
Deauville sem staðsettur er
við norðurströnd Frakklands.
Tom Hanks hefur lengi
verið þekktur leikari en það
er ekki fyrr en nú að hann er
farinn að sýna stjörnuleik
svo um munar og hefur það
leitt til þess að hann fékk
Óskarsverðlaunin sem besti
karlmaður í aðalhlutverki, en
það var í myndinni „Phila-
delphia" sem sýnd var fyrir
nokkru í Stjörnubíói. Nú birt-
ist Tom Hanks aftur á hvíta
tjaldinu í myndinni Forrest
Gump, sem sýnd er í Há-
skólabíói og Sambíóunum,
með alveg frábæran leik,
sem margir segja að sé jafn-
vel enn betri en í „Philadelp-
hia", og má þá mikið vera.
Spekingar á þessu sviði eru
þó ekki á einu máli um hvort
hann hljóti aftur Óskarsverð-
launin og sumir segja að það
skemmi nokkuð fyrir honum
að hann fékk þau í fyrra og
akademían sé sennilega
treg til að gefa sama leikar-
anum verðlaunin tvö ár í röð.
Allir, sem undirritaður hefur
talað við, eru þó sammála
um að hann sé mjög vel að
þeim kominn fyrir leik sinn í
þessari mynd. Forrest Gump
er að slá öll aðsóknarmet í
Bandaríkjunum og kemst,
þegar þetta er skrifað, ná-
lægt því að vera ein mest
sótta mynd síðustu ára.
Tom Hanks vann sín
fyrstu Golden Globe-verð-
laun fyrir leik sinn í myndinni
„Big“, sem einnig gaf honum
sína fyrstu tilnefningu til
Óskarsverðlauna. Hann var
útnefndur sem besti leikari
ársins 1988 af Los Angeles
Critics fyrir leik sinni í þeirri
mynd og einnig í „Punch-
line“.
Nefna má nokkrar myndir,
sem hann hefur leikið í og
vakið hafa almenna athygli,
eins og „Sleepless In Seatt-
le“, „A League of Their
Own“, „Joe Versus the
Volcano", „The Bonfire of the
Vanities", „The Burbs“,
„Turner & Hooch", „Dragnet",
„Nothing In Common“, „The
Money Pit“, „The Man with
One Red Shoe“ og „Splash".
Næsta mynd sem hann
kemur til með að leika í er
myndin „Apollo 13“, sem
leikstýrt verður af Ron How-
ard.
Tom Hanks er fæddur og
uppalinn í Okland í Kali-
forníuríki. Hann gekk í fylkis-
háskólann í Sacramento þar
sem hann tók þátt í verkefn-
inu „The Cherry Orchard".
Þar kynntist hann leikstjór-
anum Vincent Dowling, sem
var aðalleikstjóri við „Great
Lakes Shakespeare Festi-
val“ (Cleveland.
Dowling þessi bauð Tom
Hanks að spreyta sig og
koma þar fram í fyrsta sinn
sem atvinnuleikari í stykkinu
„The Taming of the Shrew“
sem varð til þess að hann
tók þátt í öðrum Great Lak-
es-uþþfærslum eins og til
dæmis „Two Gentlemen of
Verona“, sem færði honum
Cleveland Critics Award-
verðlaunin sem besti leikar-
inn.
Eftir að hafa leikið í nokkr-
um verkum á sviði í New
York flutti Tom aftur til Kali-
fornfu og byrjaði á því að
taka að sér eitt aðalhlutverk-
ið í gamanmyndaflokki fyrir
sjónvarp, sem bar heitið
„Bosom Buddies", áður en
hann hóf leikferil sinn í kvik-
myndum fyrir alvöru en það
„Svona uppákomur setja til-
finningalíf manns verulega
úr skoröum,“ segir Tom
Hanks um Óskarsverölaun-
in.
var ( gamanmyndinni
„Splash“, sem gerði það gott
um heim allan.
Þessi nýjasta mynd Tom
Hanks, „Forrest Gump“,
hefst á því að í skugga
trjánna situr hinn ólíklegasti
sögumaður á bekk og er að
bíða eftir strætó en sá
skrýtni ber hið sérkennilega
nafn Forrest Gump. Ýmsir
setjast við hlið hans á bekk-
inn og hann segir þeim frá
lífshiaupi sínu. Meðan á
sögunni stendur rennur hver
vagninn á fætur öðrum hjá
og hlustendurnir á bekknum
fara og nýir koma í staðinn.
Forrest hefur gert allt frá-
bærlega sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur en ekki
er víst að hann geri sér grein
fyrir þessum afrekum sínum
vegna þess að hann er svo
greindarskertur. Hann er
í viótalinu viö Vikuna segir
leikarinn aö hann hafi lesiö
yfir handritiö aö Forrest
Gump meóan á tökum
„Philadelphiu" stóö.
einnig mjög ólíkur venjulegu
fólki.
Við fylgjumst með því sem
Forrest hefur upplifað fram
til þessa og tengist það mjög
því sem er að gerast í
heimsmálunum, og þá sér-
staklega í Bandarfkjunum, á
þessum tíma en einnig á
öðrum stöðum; allt frá ruðn-