Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 32
BLAÐAUKI
Ótrúlega
bleikt ung-
píuherbergi.
Allt í stíl.
Kapparog
rimlaglugga-
tjöld fyrir
gluggum.
Ný tegund veltigluggatjalda
sem ekki eru enn komin á
markaö hér, en eru þó vænt-
anleg. Þau minna á plíser-
uðu tjöldin en í brotinu er
prófíll sem gerir það greini-
legra þegar tjaldiö er dregið
upp.
Hressilegir
litir í barna-
herbergi.
Frumlegur
kappi.
sem hverjum og einum
finnst fallegast.
AÐ MÖRGU ER AÐ
HYGGJA
Lítið hefur verið rætt um
það hér á landi að litir
gluggatjalda ættu að fara
eftir því hvort glugginn snýr í
norður, suður, austur eða
vestur. Þetta skiptir hins
vegar miklu máli að sögn
ensks sérfræðings í innan-
hússskreytingum. Hún segir
að áður en lagt sé af stað í
efniskaup verði menn að
gera sér grein fyrir í hvaða
átt glugginn snýr sem kaupa
á fyrir. Minni birta berist inn
um glugga sem snúa í norð-
ur og austur heldur en þá
sem snúa I suður og vestur.
Þess vegna eigi aldrei að
nota blá eða purpuralit
gluggatjöld fyrir fyrrnefndu
gluggana. Þar henti best að
nota appelsínulit, gul og
bleik efni. Fyrir suður- og
vesturglugga sé á hinn bóg-
inn hægt að nota hvaða lit
sem er. Nú er ekki víst að
þessi litaskali henti hús-
gögnunum í norður- og aust-
urherbergjunum en rétt er þó
að hafa þetta í huga, ef
hægt er. Trúlegt er að sér-
fræðingurinn hafi eitthvað til
síns máls!
Þunnt efni og stórar slaufur.
Og áfram með ráðlegging-
ar ensku frúarinnar. Ekki má
gleyma útsýninu út um
gluggann þegar tjöldin eru
valin. Ef útsýnið er Ijótt,
kannski bara næsti hús-
veggur, á að velja skæra og
djarfa liti og mynstur. Snúi
glugginn út I garðinn ætti
efnið að vera látlaust, gjarn-
an einlitt eða að minnsta
kosti meö einföldu mynstri,
svo gluggatjöldin komi ekki
til með að draga úr fegurð
garðsins, þegar horft er á
hann út um gluggann, hvort
heldur er um hásumar eða á
öðrum árstímum. Sé útsýnið
beint út á rennislétta grasflöt
má þó hafa efnin meö geó-
metrísku mynstri eða jafnvel
rósótt.
32 VIKAN 10. TBL. 1994