Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 64

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 64
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ VIRÐIST KÖLD OG ÓMANNESKJULEG RÁÐGJÖF Hann hótar sífellt sjálfsvígi ef allt heima hjá honum snýst ekki um hans þarfir og sjónarmið. Með þessum af- lífunarhótunum er hann að nota mögulegt sjálfsvíg sitt sem stjórntæki á móður sína og aðra fjölskyldutengda. Hvort honum er alvara með þessum hótunum eða ekki getur enginn sagt til um nema hann. Ef ég væri Stebba og stæði frammi fyrir sömu kúgun og hún, myndi ég einfaldlega segja honum að framkvæma þessa ætlun sína. Þessi ráðgjöf virðist köld og ómanneskjuleg, sér- staklega með tilliti til þess að okkur ber, samkvæmt geð- læknisfræðinni, að taka allar yfirlýsingar okkar nánustu um sjálfsvíg alvarlega. SJÁLFSVÍGSHÓTANIR NOTAÐAR SEM STJÓRNTÆKI Til styrktar þessu sjónarmiði mínu má einfaldlega benda á þetta: Getur nokkur í raun komið í veg fyrir að einhver svipti sig lífinu ef viðkomandi er fyllilega ákveðinn í slíku? Ég held ekki. Þegar svo ver- ið er að nota þess konar hót- un sem stjórntæki til að kúga þá sem okkur eru kærir þá eru miklar persónulegar hættur því samfara. Sérstak- lega fyrir þá sem fyrir slíku Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og ríthandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran .Kambsvegi 25, 104 Reykjavík óréttlæti verða og ekki síst ef við látum slíka kúgun við- gangast og þá þannig að hún fái að ná tilgangi sínum sem er fyrst og fremst sá að beygja aðra undir sinn vilja. ÞJÖKUD OG ÞREYTT Þess vegna er ekkert óeðli- legt við það sjónarmið að telja rétt, úr því sem komið er, að Stebba hreinlega segi drengnum að hann eigi sitt líf sjálfur og ef hann óski að missa það sé það einfald- lega hans val og ekki á hennar valdi að koma í veg fyrir það. Við getum ekki lif- að í stöðugum ótta við að okkar nánustu geri eitthvað sem við gætum komið í veg fyrir, ef við stæðum og sæt- um eins og viðkomandi vill hverju sinni. Stebba er þeg- ar þjökuð og þreytt vegna rangs lífernis drengsins og hún á auðvitað rétt á allt öðruvísi lífi en því lífi rang- lætis og ófyrirleitni sem barnið hennar skapar henni. Hún getur í raun ekki komið í veg fyrir neitt af því sem hann framkvæmir ef honum þykir ekkert óeðlilegt við það sjálfum. Sorgleg staðreynd en sannleikur samt. AFVEGALEIDDUR OG RÁÐVILLTUR Hún spyr hvort ég álíti að hann geti komist úr því víti sem hann lifir í í dag. Auðvit- að getur hann það, en ein- ungis ef hann kýs sjálfur að þiggja þann stuðning sem hann á kost á, t.d. hjá SSÁ eða öðrum meðferðarstöðv- um. Það er engan veginn hægt að neyða hann inn á neina stofnun þó svo að hann væri augljóslega betur settur í dag við aðstæður þar sem hann væri rétt byggður upp og losaður, með til þess gerðum aðgerðum, undan því oki sem óreglu alltaf fylg- ir. Hann er ráðviiltur og af- vegaleiddur í augnablikinu og búinn að baka sér mikil vandræði, auk þess sem hann hefur sett heila fjöl- skyldu á heljarþröm vand- ræða. Þetta er erfitt ástand en margur, í flóknari stöðu en hann, hefur leitað sér réttrar hjálpar og náð góðum árangri og þannig tekist að breyta lífi sínu í kjölfarið. RUGLUÐ FYRIRMYND Stebba hefur eðlilega áhyggjur af því að sonur hennar sé slæm fyrirmynd fyrir systkini sín. Vissulega er hann það. Það má þó ekki gleyma því að þau eru ósátt við ömurlegt ástand hans og ættu því fremur velja sér aðrar, og ögn heppilegri, fyrirmyndir en kolruglaðan og fársjúkan bróður sinn. Þau eru kann- ski í meiri hættu sökum þess andlega álags sem framferði hans skapar þeim heldur en þess að það séu einhverjar líkur á að þau taki upp hans ósiði. Það er sennilega fremur ólíklegt. Aftur á móti geta þau bug- ast á einhvern hátt sökum þess að veikleikar hans stjórna lífi þeirra eins og er. VILL EKKI UPPRÆTA VEIKLEIKA SÍNA Þarna erum við aftur komin að því hvort hann á að flytja út af heimilinu. Ef allt heimil- islífið snýst um hann og hans aflögun er ekkert sem réttlætir það að hann sé þar lengur en nauðsyn krefur. Hinir heima eru heilbrigðir og eiga meiri rétt á eðlilegu heimilislífi en einstaklingur sem vill ekki njóta þess sem honum stendur til boða, engu síður en þeim, af því að hann er ekki tilbúinn til að uppræta og vinna bug á veikleikum sfnum í augna- blikinu. Það hlýtur því að vera spurning hvort hægt er að sameina á heimilinu ein- stakling brjálaðan af eitur- lyfjaneyslu og heilbrigða unga einstaklinga. Það er heldur ósennilegt satt best að segja. HENTUGT OG RÉTTLÆTAN LEGT Hvort Stebba hefur verið of lin við hann, eins og hún spyr um, er erfitt að segja til um. Allavega hefur hún verið honum góð móðir og þolin- móð fram að þessu. Málið er bara að henni eru, eins og öðrum, takmörk sett í sam- skiptum, jafnvel við eigin af- kvæmi, og hún á, eins og stendur, ekkert líf vegna þessa ógæfusama sonar síns. Hún á rétt á annars konar lífi og á að leita eftir því. Ef hún er búin að fá nóg, þá verður hún að bregðast við drengnum með öðrum hætti en áður. Hún ætti að láta hann velja um það að leita sér hjálpar eða flytja út. Hvort tveggja er réttlætanlegt og gæti orðið honum til góðs. NEI GETUR VERIÐ AF HINU GÓÐA Á meðan drengurinn getur gengið inn og út af heimilinu ábyrgðarlaus og heimtað bæði peninga og aðra þjón- ustu af sínum er verið að ýta undir aukin vandamál hans. Betra er að honum yrði gert Ijóst að nú væri komið að vendipunkti í lífi hans og hann fengi engan stuðning annan en til að leita sér skynsamlegrar hjálpar og það núna strax. Á meðan hann getur gengið dóm- greindarlaust yfir allt og alla þá áttar hann sig ekki á að það er eitthvað til sem heitir að segja nei í samskiptum og það afl getur stjórnast af góðum hvötum og réttum viðhorfum. VIÐ ÁTTUM MEIRI RÉTT Á HEIMILINU Eða eins og hrygga móðirin sagði eitt sinn alvarleg í bragði: „Elskurnar mínar. Það er sárt að loka dyrun- um á sitt eigið afkvæmi, en það er þó stundum réttlæt- anlegt. Það voru fimm ein- staklingar að tapa ráði og rænu sökum sonar míns. Við gátum ekki sætt okkur við framferði hans og hann vildi ekki breyta sér. Þess vegna varð hann að fara að heiman. Við áttum einfaldlega meiri rétt á heimilinu en hann og það þurfti hann að skilja." □ Með vinsemd, Jóna Rúna LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + G + + + + + K + + + + + + + + + í H U G A ■M A D U R + P + + + + + + R A Ð A G ö D + M A U R + + + + + •,+ ö L A F A R + 3 L U M A + A F S T A D A + F R I L L' A N + N E L R I . + M U R T A + + ú A + A G G + L E K T 0 R + A l T + 3 P E R R A T J L + R + G U L A + U P P + Ó + + + S I F + + E M + F + G A L A Ð I B 1 T N E I S T I + S S + R I T U N + + A G 1 N N R + S A M A + + A R A + B R U 0 G + A A + M A S K T + H + + L + R A U S U Ð u T + B A R D 0 3 T ð M + + N A N D + + M E T R A S T S M A L I N N + A s + , A S T I N ‘A . R + A R A. + + I D U N IJ • + T A N D R I + + E X I N N + N A U T + + + A Æ T + H L A L E G A + U R + S K A L K A + .1 + + M I + R 0 T T A + F K A T + ■ + A + V A N 5 i + L A F L A u S + S + + H 0 N U M + D E N G I R + T I N. + s Æ L + M A L U G + A D A L + 71 A + K L Æ R + R Ó G Ú R N A F A R + T G R I D + E I N G R U G G A D + E T V 0 P 1 N N + s U + T s + T A R F A A F D R A T T A R L A U sl + R Ó A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.