Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 11

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 11
FAGMENNSKA OG MANNÚÐ Hanna stundaði sitt nám við Neubert Ballet Institute, í Carnegie Hall. Skólinn er rekinn af fullorðnu pari sem sýnir nemendum mikla hlýju og alúð. „Ef ég var lasin heima þá hringdu þau til að grennslast fyrir um líðan mína,“ segir Hanna. Neubert hafði fleira til síns ágætis; meira var lagt upp úr list- rænu gildi en eyðileggjandi keppnisanda. Hópurinn var því samstilltur og við undir- búning sýninga var ekki ver- ið að metast yfir því hver fengi bestu hlutverkin heldur treyst á stjórnandann. „Christine Neubert er mjög fær stjórnandi," segir Hanna. „Hún bað okkur að treysta því að hún hefði heildarsýn- ina í kollinum og raðaði okk- ur eins og hún teldi öllum fyrir bestu.“ Stundum var sagt við Jó- hönnu: Þú gerir þetta svo vel, hefur svo mikla leikræna tilburði og tjáningin er svo falleg hjá þér, værir þú til í að kenna öðrum dansara? „Ég stóð uppi, búin að gefa allt mitt og kenna, og svo fékk sú stelpa kannski hlutverk af því að hún var örlítið sterkari en ég tæknilega," segir Jó- hanna og bætir við að þetta hafi valdið vonbrigðum og tárum en einnig hafi verið litl- ir sigrar hér og þar. „Daginn eftir sagðist Christine hafa annað í huga fyrir mig og viku síðar kom í Ijós að ég fékk eitt bestu hlutverkanna; leikið hlutverk sem var mikill karakter og tengdi alla þætt- ina saman. Trúlega hef ég lært miklu meira á þessu hlutverki en því að snúast á táskóm og brosa,“ segir Hanna brosandi. EKKI YKKAR AFURÐ Hanna segir það hafa ruglað sig í ríminu hve mikið hrós hún fékk frá skólanum. Undirtónninn í því hrósi var þó líka: Þú varst ekki neitt þegar þú komst hingað, við höfum gert þig að því sem þú ert í dag. „Ég var mjög ósátt við þessa túlkun og til- kynnti þeim að ég hefði leik- ið í Þjóðleikhúsinu sem krakki og kæmi frá mjög músíkalskri fjölskyldu, þann- ig að ég kæmi með ýmislegt með mór. „Þið skulið ekki halda að ég sé ykkar afurð,“ sagði ég. Eg hef látið í mér heyra og stundum verið vel liðin og stundum ekki. Ég hef ýtt við óþægilegum málum og upplifað að allir þegi þunnu hljóði í kring, sem voru kannski sammála mér inni í búningsklefa. Ég er ís- lensk og svolítið sér á parti og mér finnst það styrkur. Mér finnst gott að koma hingað og vita að ég er ekki háð þessu umhverfi. Maður kemur hingað til þess að læra og sjá ýmislegt en það er mikið öryggi í því að eiga líka annan heim sem hægt er að snúa til, hafa þessa tengingu við eðlilegt líf,“ seg- ir hún. Einhver heilræði til ungra dansara? „Christine Neubert segir að ballett sé svo erfið list- grein vegna þess að heiðar- leiki persónunnar sjálfrar skíni í gegn. Þú getur ekki logið. Hver ertu þegar þú stendur á sviðinu? Þú ert bara þú sjálf og sýnir hver þú ert. Þess vegna hefur maður lært að taka af sér allt þetta falska," segir Hanna. Auðvitað hef ég stundum reynt að gera eins og hinir en hægt og rólega fór ég að taka þá áhættu að vera ég sjálf og það er það eina sem gildir," segir Jóhanna Kristín. „Bestu listamennirnir, sem ég hef séð á sviði, eru þeir sem eru ekkert að rembast heldur eru þeir sjálfir. Þetta fólk hefur Ijóma yfir sér og geislar af öryggi. Það er ekki hægt að blekkja áhorfendur þótt sumir reyni að nota brögð til að sjarmera þá. Trúðu því að með því að vera þú sjálf þá ertu nógu góð, að þú hafir eitthvað fram að færa, að það sé í þér þessi fegurð, þessi virð- ing fyrir listinni sem skilar sér þegar þú dansar. Ekki reyna að selja þig, nota brögð, frosin bros eða setja upp sýningaandlit, það er ekki hægt að Ijúga að fólkinu úti f sal.“ MARTRÖÐ DANSARANS Hanna segist hafa fengið nóg af því að horfa í spegil- inn, vera óánægð með það sem hún sér og spyrja sjálfa sig: Af hverju er ég ekki jafn falleg og sú við hliðina á mér? „Ég varð að læra að hætta þessu. Ég hef fengið góða hjálp og leiðsögn og yf- irleitt eftir hverja einustu sýn- ingu kemur fólk til mín og segir mig fædda til að vera á sviði. Hinar geta kannski lyft fótunum hærra en gefa minna af sér,“ segir hún. Hún segist stundum vera hissa þegar fólk þakkar henni fyrir því innra með sér sé hún eilítið vonsvikin yfir því að vera kannski ekki jafngóð og hinar. Er það ekki óþarflega harkaleg sjálfs- gagnrýni? „Ég held að sjálfsgagnrýn- in sé nauðsynlegt hjálpar- tæki fyrir dansara ef hún fer ekki fram úr eðlilegri stærð,“ segir Hanna. „Ef karakterinn er mjög sjálfsgagnrýninn fyr- ir og tekur tíma hjá kennur- um sem ýta undir þá áráttu, getur orðið mjög erfitt hjá honum. Sumir kennarar gefa nemandanum stanslaust þessi skilaboð: Þú ert ekki nógu góð, líttu á þig í spegl- inum, hvað ertu að reyna? Þetta er ofsalega harður bransi og ég varð einu sinni mjög reið við einn kennara minna sem hagaði sér svona. Ég er ekki þessi litla stelpa sem læt fara illa með mig. Það er svo gamaldags. Gömlu kennararnir í ballett- heiminum vilja að maður þjá- ist og fórni sér fyrir listina. Þetta er vitanlega ekki fólk sem hefur staldrað við og breytt sínum hugsunarhætti. Þetta fólk er blýfast í sínu hlutverki og orkan, sem ligg- ur á bak við kennslu þeirra er niðurrífandi. Það, sem þeir setja inn í hjörtu dansar- anna, er það sem þeim var gefið. Enda sér maður marga dansara sem eru taugaveiklaðir, haldnir lystar- stoli, óánægðir og lifa í ótta við að vera ekki nógu góðir. Þeir þegja m.a.s. yfir meiðsl- um af ótta við að fá ekkert að gera. Þess vegna gefast mjög margir upp. Þetta er fín leið fyrir manngerð sem er haldin sjálfspíningarhvöt á háu stigi. Hafi maður hins vegar heilbrigða skynsemi, þá lærist að gera greinar- mun á því sem kennarinn segir og því sem er rétt. Maður gengur hvort sem er ekki endalaust á uppörvun annarra. Þegar tilveran gengur út á að öðlast viður- kenningu kennarans, sem kemur stundum og stundum ekki, þá er í manni hungur og þorsti eftir utanaðkom- andi viðurkenningu sem verður aldrei fullnægt. Þegar ég skildi þetta fór mér að líða betur og að ganga betur. Þá höfðu aðrir ekki svona mikið og sterkt vald yfir mér. Það er númer eitt, tvö og þrjú ef ég er ánægð. Áður var ég ekki nógu sterk sjálf og of næm fyrir áhrifum annarra. Þegar maður er farinn að dansa fyrir sjálfa sig, öðlast maður frelsi. Þá fyrst finnst mér kominn grunnur að því að verða heilsteyptur listamað- ur. Svo er mjög mikilvægt að finna að maður má vera maður sjálfur. Maður getur sagt: „Nei, ég þarf ekkert að breyta mér í eitthvað annað. Ég er ég og það er allt f lagi.“ DANSINN KVADDUR UM SINN Hanna tók sér frí eftir að hafa keyrt sig of hart áfram til að nálgast þá dansara sem voru f meiri og betri þjálfun en hún. „Ég varð allt of grönn og lenti í heilsufars- legum vandamálum. Skyn- semin sagði mér að nú væri kominn tími til að taka sér smáfrí og hugsa málið. Ég sá að ég gæti aldrei breytt mér í ameríska ballerínu sem er tágrönn og fær og týpa sem New York City Ballet ræður til sín. Það voru þó ákveðin vonbrigði því ein- mitt það var draumur litlu stelpunnar og allar stelpur í ballett hafa þennan sama draum. Þegar ég sá að þetta væri of dýru verði keypt, lagði ég niður fyrir mér hverj- ir mfnir möguleikar væru,“ segir Hanna Stína. Hún flutti heim, ákvað að koma aldrei til New York aft- ur og snerta dans aldrei framar. Vonbrigðin voru orð- in mikil og ýmislegt persónu- Æft í Carnegie Hall þar sem Jó- hanna stundaði nám. En hún tekur skýrt fram aö hún sé ekki afurð skólans. 10. TBL. 1994 VIKAN 1 1 VIKAN í NEW YORK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.