Vikan


Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 24

Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 24
TEXTl: ÞÓRUNN HELGADÓTTIR Fjöldi hjónaskilnaða hefur meira en tvöfaldast á tuttugu og fimm árum. Fólk byrjar samband, skilur, prófar aftur o.s.frv. Ég sá lýsingu á ástandinu í ágætri bók þar sem segir að flest fólk sé eins og hálfhringir á sveimi í leit að öðrum hálfhring. Þessir tveir hálfhringir reyna síðan að mynda heilhring. Vandamálið er hinsvegar það að hringurinn hefur tvö höfuð sem bæði vilja stjórna. En kannski er eitthvað já- kvætt við þessa þróun. Fólk er ekki lengur tilbúið til þess að þrauka ævina í óham- ingjusömu hjónabandi og leitar að nýjum aðferðum tii þess að tengjast öðrum. En hvernig eru þessar nýju að- ferðir? í þessari grein er fjall- að um hvað konur geta gert til þess að mynda gott sam- band við makann. Sumt af þessu á sjálfsagt við um karl- menn líka en til þess að ein- falda málið þá höldum við okkur við kvenkynið. En lít- um fyrst á aðstæður. Sambandið er búið að vera í daufara lagi í dálítinn tíma. Það er eins og áhugi hans, og jafnvel þinn Ifka, sé lítill. Hvað gerir þú? Hér koma nokkrar mikið notaðar en misheppnaðar aðferðir: a Þú kvartar! Þú kvartar yfir því að hann bjóöi þér aldrei út aö borða, kaupi aldrei blóm, sé fjarlægur, til- finningalega lokaöur, sé aldrei heima, vaski ekki rétt upp, boröi ekki nóg og raöi handklæðunum ekki rétt í skápinn. Þú kvartar yfir ótrúlegustu smáatriðum. þú kvartar á þig gat. Maðurinn þinn er þessi yfírvegaða, þögla týpa sem felur sig á bak viö dagblað- iö. Svona getur þetta gengið dögum saman þangaö til þig langar til þess að garga og allt springur i loft upp. b Þú notar þöglu aöferö- ina til þess að fá þinu fram- gengt. Þú sýnir honum enga athygli og ert kuldaleg í við- móti. Það gefur skýr skila- boö um aö þú hafir veriö hræðilegu órétti beitt. Maö- urinn þinn þolir þetta aldrei til lengdar og lætur undan að lokum. Á sama tíma og þú ert ánægð meö aö hafa unnið orustuna þá hatarðu hann fyrir að láta stjórna sér. c þú notar þetta líka þegar þig vantar athygli frá honum. Meiningin er að hann færi að sakna þín og komi til þín skríðandi á hnjánum með ástarljóð á vör. Hann sjái hversu ómetanlegur gim- steinn þú ert. Þegar aö þessi aðferð dugar ekki til þá get- urðu alltaf reynt að hóta að flytja til mömmu. d Þú hefnir þín til þess að kenna honum að koma ekki svona fram við þig framar. Þú gerir honum lífiö óbæri- legt, segist hafa höfuðverk eða notar einmitt þá refsingu sem aö þessi maður hatar. e Þú reynir stöðugt aö benda honum á hvað hann sé að gera rangt. Hún: „Veistu að þessi leið sem aö þú ert aö fara er miklu lengri en heldur en hin leiöin?" Hann: „já en mér finnst útsýniö svo miklu skemmti- legra hérna megin." Hún: „Gerir þú þér grein fyrir hvaö bíllinn eyðir rosalega miklu?" Þú reynir aö taka við þar sem mamma hans gafst upp. Aðferðirnar geta verið óteljandi. Ef að þú kannast við eitthvaö af þeim geturöu huggað þig við að þú ert al- veg eins og miljónir annara kvenna. En þetta þarf ekki aö vera svona. Ef aö þú leit- ar að leið út þá koma hér nokkrar skotheldar hug- myndir sem aö þú gætir prófað. 1 Snúðu dæminu við. Gerðu fyrir hann allt sem að þú vilt að hann geri fyrir þig. 2 Segðu honum á hverj- um degi aö hann sé fallegur og dásamlegur og hversu mikils virði hann sé þér. Karl- menn elska að heyra að þeir séu það besta sem þú veist. Það skemmtilega er aö um leið og þú ferð að segja þetta oftar við hann þá fer þér líka að finnast meira var- iö í hann. 3 Ef hann bregst ekki við blíðuhótum þínum eins og skot skaltu ekki fara að ásaka hann og skammast. Hann er ábyggilega mjög viðkvæmur fyrir stjórnsemi. Það er sennilega það sem hann hatar mest af öllu. 4 Gefðu honum frið. Ekki hnýsast í allt sem hann gerir. Karlmenn þurfa aö eiga sína hluti og sinn tíma út af fyrir sig. 5 Bjóddu honum út að borða. Veldu stað sem hann langar til þess aö fara á og dekraðu við hann. Blóma- sendingar af og til geta líka gert kraftaverk. Aðalmálið er að hann finni að hann sé ein- hvers metinn. Stöðugur hiti getur brætt jafnvel stærstu jökla. Snjókoma og hríö bæta ofan á fargið. 6 Reiknaðu með að leggja sjálf 75% í samband- ið en fá aðeins 25% til baka. Á þann hátt verður allt sem þú færö umfram þaö óvænt ánægja. Eitthvað sem hann gerir af því aö hann langar til þess en ekki vegna þess aö þú ætlast til þess. Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. 7 Njóttu þess að vera kvenleg. Ekki fyrir hann heldur þig. (Að vera kvenieg er ekki spurning um líkams- stæröir heldur orkuútgeislun. 8 Keyptu þér falleg undir- föt og notaðu þau. . .oft! 9 Ekki sálgreina manninn þinn. Sálgreindu sjálfa þig. í hvert skipti sem að þú finnur aö þú ert farin aö laga „gall- ana hans“ líttu þá I eigin barm. Lagaöu þína eigin galla. Það er ekkert eins þreytandi eins og fólk sem er sífellt aö reyna aö breyta öðrum: „Sko, það sem er að hjá þér er aö þú opnar þig ekki nóg tilfinningalega. Þér liði miklu betur ef að þú að- eins opnaðir þig tilfinninga- lega." Eða: „Vandamáliö meö þig er að þú ert alls ekki nógu ákveðinn. Þú veist aldrei hvað þú villt." Þú ert föst í því að ef aðeins „hann“ væri öðruvísi þá liöi þér bet- ur og þá myndi sambandið ganga upp. 10 Ekki hóta skilnaði í tíma og ótíma. Segöu þaö aðeins ef aö þú meinar það. T.d. „Ég þoli ekki lengur þessi partý um hverja helgi svo að ég er að hugsa um að flytja út.“ Þú getur líka sett þér viðmiðunarreglur um hvað sé skilnaðarorsök. T.d. framhjáhald, fullur á hverjum degi, skrúfar aldrei lokið á tannkremstúpuna o.s.frv. Ef að hluturinn er ekki skilnað- arorsök skaltu ekki reyna að nota þessa hötun sem stjórntæki á manninn þinn. Þaö skapar aöeins vantraust og sárindi. 11 Hugsið ykkur öll þau leiðindi sem hægt er aö spara sér með því að finna lausnir á smáatriðum. Segj- um t.d. að hann kreisti alltaf tannkremstúpuna í miðjunni. Keyptu þá tvær túpur, eina fyrir þig aðra fyrir hann. Ég kom einu sinni til eldri hjóna sem voru búin aö vera gift í 45 ár. inni á baðherberginu voru tvær handlaugar, ná- kvæmlega eins, hlið við hlið. „Við nenntum ekki að rífast yfir þessu lengur svo að viö leystum máliö svona," sögðu þau sallaglöð. Á sama hátt má leysa ýmis þrifnaðarrifr- ildi meö því að fá einhvern til þess aö koma heim einu sinni í viku og laga til. Kostar ekki mikið en sparar tíma og vandamál. Uppvaskið? það sama. Uppþvottavél. Hættiö pexi og finniö lausnir sem duga. Hvort sem um er að ræöa fjármál, ættingja eða uppeldi. Förum t.d. aðeins í annaðhvert jólaboð. Höldum aðskildum fjárhag o.s.fr.v. 12 Ekki hætta að sinna þínu eigin lífi og áhugamál- um þó að þú hafir fundið draumaprinsinn. Það er fátt jafn óspennandi og mann- eskja sem gufast í gegnum lífið án þess að sinna sjálfri sér, án þess að hafa skoðan- ir og án þess að hafa sjálf- stæðan vilja. Ræktaðu eigin garö, finndu metnað og kjark með sjálfri þér til þess að gera það sem þig dreymir um ( lífinu. Og umfram allt ekki hanga á honum. 13 Sýndu honum kurteisi. Þú gargar ekki á vinnufélag- ana, því þá aö gera það við manninn sem þú elskar. 14 Sparaðu nöldrið. Hvort er þér meira virði þessi yndislegi karlmaöur eða gólfteppið sem hann sporar út? 15 Líttu á það jákvæða sem þið hafið. Ef um þaö bil helmingurinn af tímanum sem þiö eyðið saman er já- kvæður þá er þaö gott, allt umfram það er mjög gott. Þaö er nefnilega þannig að það er eölilegt að það verði árekstrar á milli tveggja ein- staklinga. Ekkert samband býður upp á stanslausa hamingju. 16 Vertu hrein og bein með það sem þú vilt og gefðu félaga þínum jafnframt færi á að segja nei. 17 Lærðu að taka neitun. Að fá nei þýðir að félagi þinn hefur sjálfstæðan vilja, er raunveruleg manneskja. Gleðstu yfir því og teldu svo öll jáin sem að þú færö. Hafðu á takteinum fleira fólk sem getur mætt þörfum þín- um þegar félagi þinn getur það ekki. Ef hann er ekki til- búinn til þess aö ræða við 24 VIKAN 10. TBl. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.