Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 11

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 11
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN UOSM.: KRISTJÁN LOGASON Hvort sem fólk „trúir á“ sálfræöí eöa ekki er þaö sorglega Ijóst aö nútímafólk þarf á betrumbót aö halda ef stofnun eins og fjölskyldan á að halda áfram að vera til. Lltið bara á skiln- aöartölur. Á tækniöld, þar sem milljónir manna hafa í fyrsta skipti efni á smávegis afþreyingu, hafa milljónir manna einnig snúiö sér aö ævafornum reglum og trú- arkenningum til þess aö reyna að skilja hvers vegna þeir eru svona einmana og hvers vegna lífiö viröist svona fjári tilgangslaust. Þörf mannskepnunnar fyr- ir sjálfsþekkingu er nú að fleyta Gunnlaugi Guðmunds- syni f Stjörnusþekistöðinni inn á Bandarfkjamarkað en þar hyggst hann markaðs- setja Bókina um þig, nýja stjörnukortið sitt. Gunnlaug- ur er aö hanna kynningar- bæklinga og kominn meö umboösmenn sem fá hver sitt landsvæði. Svíþjóö Ot- tawa, New York, Los Ange- les, Boston og Miami, hér kemur Gulli. Er hann þá á förum af landi brott? „Nei, ég vil ekki flytjast út en gæti þurft aö vera úti í nokkra mánuöi á ári,“ segir hann. „Höfuðstöðvarnar veröa áfram í Reykjavík og Bókin um þig fæst hér.“ GRUNNÞARFIRNAR SJÖ Ertu vongóöur um sölu- möguleika? „Eg kem ekki til meö aö geta búiö á Spáni og beðið eftir aö peningarnir streymi inn. Það verður mikil vinna aö koma þessu í gagnið svo ef ég græöi eitthvað þá verö- ur þaö vegna þess aö ég er búinn að vinna fyrir því. Und- irbúningurinn hefur tekið mig tíu ár,“ segir Gunnlaugur. Hann kveðst þó bjartsýnn, enda meö byltingarkennda aöferö viö útfærslu stjörnu- korts. Fólki er lýst sem sjö innri persónum og hverri þeirra gefin táknræn nöfn. Hver maður hefur þarfir í sambandi viö vilja og lífs- orku, tilfinningar og heimili, ást og samskipti, vinnu og stööu innan þjóöfélagsins. Auk þess hefur hver maður grímu sem hann notar til aö verja sig og undirstrika ein- staklingseðli sitt. Margir skreyta grímuna með fötum eöa glingri. Þaö nýja við Bókina um þig, er að þetta er bæði persónulýsing og vinnubók. Nú er meiri sál- fræði í textanum, svo nota- gildiö er meira. „Ég tala um grunnþarfirnar sjö, eöa „innri börnin þín“, segir stjörnuspekingurinn og bætir viö að fólk þurfi að skilja þessi innri börn. „Fólk segir viö sjálft sig: „Ég er að byggja eða kaupa íbúö og þarf því aö fresta ýmsum áhugamálum á meðan". Frestunin verður aö van- rækslu sem kemst upp í vana. Hin vanrækta þörf er sambærileg viö lítiö barn sem fær ekki jólagjafir. Þaö laumast inn í stofu þegar aðrir eru að boröa eftirréttinn og eyðileggur leikföng hinna barnanna. Fólk fer inn í sam- band, svo brýst út vanræktur þáttur sem eyðileggur sam- bandið. Menn ráða sig í vinnu og eru að mörgu leyti ánægöir, en „eitthvaö" kem- ur upp. „Vanrækta barnið“ eyðileggur alltaf og skapar vanlíöan. Ef vanræktu börn- in eru mörg og vanrækslan langvarandi þá leiöir það til sjúkdóma. Stundum er fólk komið út á svo mikla blind- götu aö þaö veit orðið ekki hverjar þarfirnar eru. Þegar fólk verður fyrir áfalli dofnar það upp í fyrstu og sumir festast [ því ástandi; tilfinn- ingar þeirra lamast. Þá þarf einhver að segja fólki hvers það þarfnast. Ég er t.d. bóndi í grunn- eðli, draumamaður tilfinn- ingalega, nautnamaöur f ást og samskiptum, bygginga- meistari í vinnu, skemmti- kraftur í framkomu, frum- kvööull í hugsun og sjálf- stæöismaður í þjóðfélags- hlutverki." Uppfyllir þú þá allar þínar grunnþarfir? „Ég rek mitt eigið fyrir- tæki, og er alltaf aö fram- leiöa og byggja upp. Skemmtikrafturinn birtist þegar ég held námskeið og flyt fyrirlestra. Ég reyni alltaf aö skemmta þegar ég kem fram. Frumkvööullinn var fyrstur meö stjörnuspekiþjónustu á sínum tíma og er alltaf aö búa til nýja hluti. Ég hef samiö sjálfsræktarnámskeið sem er nýjung og byggir á heildrænni sjálfsrækt. Já, mín börn fá að njóta sín nú- orðið.“ Viö ræöum um nýfram- komna gagnrýni stjörnu- fræöinga á stjörnuspeki. í stuttu máli þá fyrirfinnast tveir dýrahringir meö sömu nöfnum! Fastastjörnudýra- hringur, sem hefur færst, og árstíöadýrahringur, sem hef- ur ekki færst. Stjörnuspek- ingar nota árstíðahringinn, þannig að gagnrýni stjörnu- fræðinganna er marklaus. SÓLARMEGIN Í TILVERUNNI Eitt viðfang stjörnuspeki er aö skoða orku þjóöa og landa. Hvernig er orka ís- lands? „Orkan okkar hér á íslandi er hörð. Þetta er hart land og fólk þarf aö vinna mikið til þess aö halda uppi öllu þessu dýra bákni og ^ vegakerfi. Þar að auki þurfum við aö borga háa skatta og fáum lág laun. Því getum viö ekki sinnt öllum börnunum sjö og verðum ófullnægö og ergileg. Ég tel aö hér sé töluverð öfund og vanlíðan. Skari einhver fram úr og sé vel gerður og heil- brigöur birtist öfund í hans garð. Öfundin er vegna þess aö sá, sem öfundar, er ófull- nægður. Öfundin er skiljan- leg en samt verðum viö aö f ■ Stjörnu- ■ speki- / stöðin af- I greiðir út- ■ skriftina I um viö- f skiptavini sína í hend- ur þeirra í „haröri kápu“ með þessari kápumynd. Innihald bókanna, sem þeir fá fyrir vest- an, berst frá miöstöö Gunnlaugs hérlendis gegnum gervihnetti. 2. TBL. 1995 VIKAN 1 1 STJORNUSPEKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.