Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 52

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 52
GLÆPIR HANN NAUDGADI STÚLKUNUM • HÚN MYRTIÞÆR! HALLA SVERRISDÓTTIR ÞÝDDI Unga stúlkan lá nötr- andi af kulda, hræðslu og kvölum á brún djúps gilsins og starði frávita af skelfingu út i nátt- myrkrið. Fyrir aftan hana stóð konan sem hún óttaðist meira en alit annað í þess- um heimi. Hún hélt á skammbyssu og gekk hægt í átt að hálftrylltri stúlkunni. Stúlkan leit um öxl og sendi konunni biðjandi augnaráð þess sem enn er ekki tilbú- ■ Judith Neely var átján ára og þótti sérlega fögur stúlka. En eiginmaður hennar var óseðjandi og lét sér ekki nægja að hafa eignast fallegustu stúlkuna i bænum - hann þurfti meira. Og Judith tók að sér að ræna ungum stúlkum og færa þær til bónda síns sem nauðgaði þeim og misþyrmdi dögum saman, þar til hann fékk nóg. Þá myrti Judith þær með köldu blóði. inn til að kasta vonarglæt- unni fyrir róða. En f svip kon- unnar var enga miskunn að finna. „Farðu alveg fram á brúnina," sagði hún hrana- lega og fylgdi stúlkunni eftir fram að ystu nöf klettsins. Fyrir framan þær mátti grilla hyldjúpa gjána. Loks varð stúlkunni orðið Ijóst að öll von væri úti. Fyrir hina þrettán ára gömlu Lisu Millican var dauðinn á viss- an hátt frelsun; kærkomin lausn undan þeim vítiskvöl- um misþyrminga og kynferð- islegs ofbeldis sem hún hafði mátt þola dagana á undan. Miðað við þá reynslu var dauðinn henni áreynslu- laus. Eitt andartak heyrði hún hvell og fannst sem eitt- hvað brysti innan í höfðinu á sér, en þá var líka öllu lokið. Illa farið og svívirt l(k hennar féll ofan í gilið. NAFNLAUS SÍMHRINGING Það var í þessu gili sem lögreglan í bænum Rome í Georgíufylki í Bandaríkjun- um fann jarðneskar leyfar Lisu Miilican. í fimm daga, eða allt frá því að hún hafði horfið sporlaust i úr hópi skólafélaga sinna, höfðu menn leitað vísbendinga um örlög stúlkunnar án árang- urs. Þá var farið að gruna hið versta. Að kvöldi fimmta dagsins hringdi síminn á lög- reglustöðinni og Lonnie Addock, vakthafandi lög- regluþjónn, tók upp tólið. „Ef þið eruð að leita að Lisu litlu þá getið þið hirt hana upp úr árgilinu þar sem ég skildi hana eftir,“ sagði dálítið nef- mælt kvenmannsrödd. Lögreglan í Rome kann- aðist allt of vel við þessa rödd. Þetta var sama röddin og hafði hringt inn tíu dögum áður og lýst sig ábyrga fyrir alvarlegum tilræðum við starfsmenn Unglingadeildar lögreglunnar. Þau Ken Dool- ey kennari og Linda Adair læknir, sem bæði störfuðu á unglingaheimili deildarinnar, höfðu bæði slasast þegar hleypt var af byssu inn um stofuglugga Dooleys en eld- sprengju kastað inn á heimili Adair. Á þessu heimili eru vandræðaunglingar, sem á einhvern hátt hafa komist f kast við lögin, vistaðir tíma- bundið og á þessu heimili hafði konan, sem fleygði sprengjunni, verið vistuð, að eigin sögn. Tilræðið framdi hún í hefndarskyni fyrir þá kynferðislegu misnotkun sem hún sagðist hafa sætt á meðan á dvölinni stóð. Lögreglan hafði þvf fyllstu ástæðu til að taka konuna alvarlega þegar hún benti þeim á lík Lisu Millican. LÍKID FINNST Seinna þetta sama kvöld kom lögreglan að líki stúlk- unnar á gilbotninum. Auð- sýnilegt var að henni hafði verið misþyrmt alvarlega og nauðgað ítrekað áður en hún hafði verið myrt auk þess sem sprautuför sáust greinilega á handleggjum hennar. Augljóst var að það hafði verið karlmaður sem misnot- aði stúlkuna kynferðislega, en röddin í símanum hafði greinilega tilheyrt konu. Og vitni við hús Lindu Adair taldi sig þar að auki hafa séð karl og konu aka burt á ofsa- hraða eftir að sprengjunni hafði verið fleygt á húsið. Það var því Ijóst að um var að ræða karl og konu sem höfðu unnið saman að verk- inu. Með því að grannskoða skrár unglingaheimilisins tókst lögreglunni að þrengja hringinn niður í fimm nöfn; stúlkur sem höfðu á ein- hverju tímabili dvalið á heim- ilinu og sem gætu hafa verið konan í símanum. Ein þessara kvenna var Judith Neeley, 18 ára gömul stúlka sem hafði sætt refsi- vist fyrir vopnað rán en var nú laus á ný. Eiginmaður hennar, Alvin Neeley, 29 ára, hafði sömuleiðis setið af sér dóm fyrir rán- ið. Judith var lýst sem há- vaxinni, glæsi- legri stúlku. Hún var, að mati sálfræð- inga heimilisins, skarpgreind en afar kaldlynd og hafði haft sjúklega þörf fyrir að kúga og undiroka hinar stúlkurnar á heimilinu. Judith hafði átt, að því er virtist, eðliega æsku allt þar til faðir hennar lést, en þá tók að halla undan fæti fyrir fjöl- skyldunni. Þau urðu að flytja í húsvagn, rétt utan við bæ- inn, og móðirin tók að sjá fyrir sér með vændi. Judith var aðeins 15 ára þegar hún hitti Alvin Neeley. Hann var tröll að vexti - næstum tveir metrar á hæð og vó hundrað kiló - og ekki beinlínis neinn draumaprins. En skömmu síðar hljópst hún að heiman með Alvin og næsta árið flæktust þau um þjóðvegina í bifreið hans. Þau lifðu af smáglæpum og kölluðu sig „Bonnie og Clyde“, í anda þekktra kvikmyndapersóna. Eftir að þau voru handtekin Alvin Neeley var brosmild- ur maöur, en villidýr undir niöri. var Judith send á unglinga- heimilið en Alvin í ríkisfang- elsið. Hún þjáðist af sjúkleg- um hugarórum um að Alvin svæfi hjá öðrum konum, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi, því hún vildi eiga hann með húð og hári og hafa hann al- gerlega undir sinni stjórn. í bréfum sínum til Alvins lýsti Judith hrollvekjandi misnotk- un og nauðgunum af hálfu karla jafnt sem kvenna í starfsliði heimilisins og hann sór henni í sínum bréfum að þau skyldu hefna fyrir mis- gjörðirnar þegar þau yrðu lát- in laus. SKAFFAÐI KONURNAR Þau skötuhjúin voru látin laus í ársbyrjun 1982. í fyrstu var samband þeirra jafn ástríðufullt og áður en fljót- lega fór Alvin að missa áhugann. Judith hafði tapað æskuljómanum á heimilinu, 52 VIKAN 2. TBL, 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.