Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 44

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 44
HEILSA Síöan Vikan hvatti lesendur til að skrifa blaöinu og hét því aö leita svara við spurningum þeim er fram kæmu í bréfunum hafa margskonar fyrirspurnir tekiö að berast. Bréf frá konu nokkurri varð tilefni þess að meðfylgjandi grein var skrifuð. Bréfritari kvartaöi undan þvag- leka sem valdið hafði vandræð- um - en viðkomandi hafði ekki haft sig í að ræða við nokkurn mann ... Konur á öllum aldri geta þjáðst af þvag- leka. Um er að ræða vandamál sem konur þegja yfir og skammast sín fyrir. En ef þær vilja komast fyrir lekann verða þær að leita til læknis. Konráð Lúðvíksson kvensjúkdómalæknir, sem starfar á sjúkrahúsinu í Keflavík, hefur gert könnun á tíðni þvagleka hjá konum. Og á döfinni er að senda spurningalista til allra kvenna á landinu sem fara í krabbameinsskoðun. Það er gert til að kanna viðbrögð þeirra, leiðbeina þeim og vekja athygli á vandamálinu. „Grindarbotn kvenna er eins og trekt sem heldur kviðarholslíffærunum uppi,“ segir Konráð. „Leggöngin og þvagrásin liggja framan við þessa trekt og að aftanverðu er ristillinn. Þar sem leg- göngin og þvagrásin ganga niður í grindarbotninn kemur stundum fram veikleiki á vöðvunum sem halda líffær- unum uppi. Konur fara auk þess í gegnum tímabil á æv- inni sem veldur miklu álagi á grindarbotninn en um er að ræða meðgöngu og fæðing- ar. Einnig getur offita valdið álagi á vöðvana. En það hef- ur komið í Ijós að bandvefs- samsetningin hjá konum sem eru með þvagleka er veikari heldur en hjá konum sem ekki eiga við þetta vandamál að stríða. Einnig hefur komið í Ijós að ýmsir Konráö Lúðvíksson kvensjúkdómalæknir hefur gert könnun á tíöni þvagleka hjá konum. TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: BJÖRN BLÖNDAL ÞVAGLEKI - EKKERT TIL AÐ SKAMMAST SIN FYRIR aðrir kvillar sem tengjast bandvef eru algengari hjá konum með þvagleka. Og í þessu sambandi má nefna æðahnúta, þindarslit, legsig og blöðrusig." ÁREYNSLULEKI Konráð segir að áreynslu- leki sé algengastur. Það þýðir að konan missir þvag við áreynslu eins og í leik- fimi, á skíðum eða þegar hún einfaldlega hóstar eða hnerrar. Um leið og hún reynir á sig rennur þvagið út. „Tíðni áreynsluleka er lang hæst rétt fyrir eða um tíða- hvörf. En við tíðahvörf hefur konan gengið í gegnum það tímabil ævinnar þar sem álag á vöðvana og stoðvef- ina er hvað mest. Kviðar- holslíffærin pressa á blöðr- una, blöðruhálsinn nær ekki að halda við og þvagið renn- ur út. Þetta er líka á því tímabili áður en konan tapar sínum hormónum og eggja- stokkarnir hætta að starfa. Stoðvefirnir í konunni eru háðir kvenhórmóninu östrog- en sem konan framleiðir á frjósemistímanum. Þegar eggjastokkarnir hætta að framleiða þessi kvenhormón rýrna vefirnir þar sem þeir eru meira og minna háðir þessum hormónum. Fundist hafa svokallaðir östrogenvið- takar í þvagblöðrunni, þvag- rásinni og í stoðvefnum. Einnig hafa þessir hormónar og hormónaviðtakar fundist í blöðrubotninum og grindar- botninum. Það leiðir af sér að þegar hormónin vantar rýrnar vefurinn og verður viðkvæmari gagnvart allri ertingu. Þess vegna verður þvagleki algengari með auknum aldri. í rannsókn á konum 65 ára og eldri kom í Ijós að 50% áttu við einhvers konar vandamál að stríða sem tengdust rýrri slímhúð, rýrum fæðingarvegi og rýr- um vöðvum í kringum grind- arbotninn sem svo valda því að þær fá alls kyns kvilla eins og kláða, sviða, ertingu, tíðar þvagfærasýkingar og þvagleka." Þegar stoðvefurinn, sem heldur uppi blöðrunni og þvagrásinni er ónýtur eða illa farinn þarf að gera við hann eða styrkja hann. Ef vandamálið er ekki mikið er konunni oftast bent á að styrkja vöðvana sem halda grindarbotninum uppi með svokölluðum grindarbotn- sæfingum. En þær eru takt- fastar samdráttaræfingar á grindarbotninum. Konráð segir að æfingarnar komi ekki alltaf að gagni en þó hjálpi þær um þriðjungi þeirra kvenna sem leita til læknis. „Þær konur sem æf- ingarnar gagnast ekki fara í tiltölulega einfaldar aðgerðir. Þær ganga út á að reynt er að festa svæðið í kringum blöðruhálsinn þannig að það pressist ekki niður um leið og líffærin ýta blöðrunni nið- ur.“ Það á að vera hægt að hjálpa öllum konum sem þjást af áreynsluleka. Og með skurðaðgerðum næst árangur í um 70-80% tilfella. Eftir aðgerð lagast ástandið ekki alveg hjá 10-15% kvennanna. Einstaka konur þurfa því að fara aftur I að- gerð og í versta tilfelli er settur loki í kringum þvag- rásina. BRÁÐALEKI Konur sem þjást af bráða- leka ná ekki að halda í sér. Þær finna skyndilega fyrir mikilli þvaglátaþörf, rjúka af stað á salernið en þvagið lekur oft út áður en þær ná þangað. „Það sem er dæmi- gert fyrir slíkar aðstæður er að einstaklingurinn tæmir allt sem í blöðrunni er,“ segir Konráð. „Það er ekkert bundið við áreynslu eða líkamlegt álag. Það nægir kannski að konan heyri í vatnsbunu eða verði spennt. Þá tæmir hún blöðruna án þess að geta haldið í sér. Það er viss erting sem veld- ur því að blaðran dregst saman. í mörgum tilfellum er 44 VIKAN 2. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.