Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 36

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 36
KVIKMYNDIR Friörik Þór kennir Fisher Stevens íslensku húkkaðferöina. klukkan níu um morgun. Þegar Ari mætti á svæðið á tilsettum tíma í brjáluðu veðri, stórhríð og roki, komst hann að því að þar var eng- inn mættur. Hann reyndi að hringja úr farsíma en þá kom á daginn að hann var á svæði þar sem farsíma- samband næst ekki. Ari þurfti því að keyra til baka, langleiðina til Hafnarfjarðar, til þess að ná símasambandi við bílalestina sem flutti leik- ara, annað starfslið og bún- að á staðinn. Lestin reyndist silast áfram á 30 km hraða og raunar komust aldrei allir bílarnir á leiðarenda. Engu að síður var stillt upp og gert klárt fyrir tökur. Allt reyndist til reiðu á tilsett- um tíma; þ.e.a.s. klukkan ell- efu en þá hafði Ari reiknað út að Ijósmagn ætti að vera orðið nægilegt. Um miðjan janúar eru aðstæður til kvik- myndatöku úti við munaður og mikilvægt að tökur geti hafist um leið og færið gefst. Þegar miklu hefur verið kostað til, hingað fluttir er- lendir leikarar og umtals- Hér má sjá hvernig aö- stæöur voru gjarnan viö tökur á „Á köldum klaka“. Myndin er tekin viö Jökulsárlón. verðir fjármunir eru í húfi (á annað hundrað milljónir ís- lenskarl), svítna leikstjóri og aðaltökumaður þegar hið út- reiknaða Ijós birtist ekki klukkan ellefu! Klukkan ell- efu var enn myrkur við Kleif- arvatn. En fimmtán mínútum síðar byrjaði nálin á Ijósmæl- inum að stíga og þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tólf voru aðstæður loks orðnar ákjósanlegar. Myndavélinni var komið fyrir á tökustað og . . ., blint. Ekkert sást gegnum hana. Hitari, sem á að halda glerj- um í vélinni móðulausum, reyndist bilaður. Skipt var um þennan hluta vélarinnar í snarheitum og reynt aftur. Þá var kominn agnarsmár dropi á Ijóssíu og nú tók við hálftíma aðgerð við að taka „filterinn" úr, þurrka af hon- um dropann og setja allt aft- ur á sinn stað. Klukkan var fimmtán mín- útur gengin í eitt þegar loks- ins var hægt að hefja tökur og dýrmætuf tími hafði farið til spillis. Á dagskránni voru tíu „skot“ þennan dag og af þeim náðust þrjú. KALDRIFJAÐUR LEIKSTJÓRI í atriði þar sem erlendu leikararnir húkka sér far með bíl einhvers staðar uppi á fjöllum birtist slægð leikstjór- ans á „kaldrifjaðan“ hátt. Leikararnir, sem höfðu dandalast úti við áður en takan hófst til þess að láta sér verða nægilega kalt til að skjálfa almennilega, áttu von á að bíllinn væri ylvolgur þegar tekin yrðu atriði í hon- l_ um. Rafmagnsofn átti að sjá til þess. Skjálf- andi leikaragreyin skulfu hins vegar hálfu hraðar eftir að í bílinn var komið vegna þess að Friðrik hafði tekið ofninn úr sam- bandi. „Þetta varð allt saman að vera sem eðlilegast,“ segir hann og kímir útundan sér á sinn óræða hátt. AÐ VERA EÐA EKKI AÐ. . . Þessi aðferð, að gera myndina við erfiðustu að- stæður, slær allt út. Meira að segja aðferðir snillinganna í Hollywood. Þeir búa til fár- viðrin sín í vélum; kveikja á hríðinni, slökkva á hríðinni. Meiri mjúkan snjó, dálftið hagl. í stað þess að búa við ör- yggi af því tagi gerðist það stundum að kvikmyndatöku- liðið þurfti að taka sig upp að morgni vegna þess að snjór- inn var allt í einu horfinn. Þá þurfti að fara í símann og hringja út um landið í leit að heppilega fenntu landslagi. Og það er ekki eins og menn taki fyrirvaralaust á rás út í buskann. Umbúnaðurinn er mikill, í förinni voru yfirleitt u.þ.b. 12 bílar, bæði stórir og smáir og 35 manns. Það er meira en að segja það að koma hersingunni af stað. VERÐI HANS VILJI. . . Bíltúrarnir gengu heldur ekki alltaf áfallalaust fyrir sig. Almættið tók til dæmis nokkrum sinnum í taumana og „stillti upp í vinklana," eins og Friðrik kallar það. „Sko,“ segir Ari, „Friðrik tók ekki bílpróf fyrr en á sfð- asta ári og hafði heldur litla reynslu af akstri. En þegar daginn tók að lengja nú í vor þá þótti okkur óhætt að leyfa honum að keyra meira. Hann missti bílinn samt út af sjö eða átta sinnum. Eftir nokkur atvik af þessu tagi og við höfðum klöngrast út úr bílnum, sem stóð þá oftar en ekki í skafli og sneri á móti upphaflegri aksturs- stefnu, kom í Ijós að við vor- um staddir á afskaplega fal- legum stöðum. Mörg bestu sjónarhornin í myndinni komu til á þennan hátt. Við höfðum þá brunað sem leið lá, glápt fram fyrir okkur og ekkert mátt vera að því að skoða landið út um aftur- gluggann," segir Ari og Frið- rik bætir við með lymskulegri glettni: „Ég leyfði Guði bara að ráða þessu!“ SÚPUÓDIR ÍSLENDINGAR Aðalleikarinn (myndinni er Japani sem heitir Masatoshi Nagase. Hann er vinsæll tónlistarmaður f heimalandi sínu og þar iðka stúlkur yfir- lið af kappi ef þær komast í tæri við goðið. Kynni Naga- se og Friðriks Þórs tókust hér á landi að vorlagi þegar Friðrik gerði fyrir hann tón- listarmyndband. Með í för voru þá nokkrir samlandar Nagases. Og það, sem einna helst vakti athygli þeirra við land og þjóð, var súpa. Nokkuð var ferðast um landið við gerð myndbands- ins og svo ótrúlega vildi til að hvar sem numið var staðar til að matast fylgdi aspars- súpa með aðalréttum. Meira að segja kvað svo rammlega að asparssúpuframboði að Nagase og félagar voru farn- ir að halda að ísland væri al- sett asparsökrum og að súp- an væri hér þjóðarréttur! Varla vogaði nokkur Japani sér að velta vöngum yfir þessu mikla asparsáti af kurteisiástæðum og virðingu fyrir þessum merkilega þjóð- arsið. Hin mikla kurteisi Naga- ses átti einnig eftir að reyn- ast honum fjötur um fót. Hann þykir vingjarnlegur með afbrigðum og því var vinsælt meðal starfsfólks við gerð kvikmyndarinnar að setjast inn [ húsbílinn hjá honum meðan úti geisuðu válynd veður. Það var hins vegar ekki fyrr en kærasta Nagases var komin hingað til lands að hann bað um að sér yrði fenginn sérstakur húsbíll svo þau fengju að vera í friði fyrir fólki í snjó- göllum. ÞYNNKUGRÆNI LEIKARINN Nokkur hluti af tökum fór fram í Japan. Friðrik Þór og Ari segja farir sínar að mestu sléttar úr þeirri för, nema hvað upp komu nokkur vandkvæði með einn jap- önsku leikaranna. Hann skipti litum. Þannig var mál með vexti að þessi tiltekni leikari átti aðeins að koma fram ( myndbandsupptöku sem í kvikmyndinni birtist í sjónvarpi. Þeir töldu því ekki þörf á förðunardömu við þær tökur en var þá tjáð að þar hefðu þeir gert mikil mistök. Og það kom á daginn. Mað- urinn var grænn! Þá var þetta litarraft mannsins tengt hinum gulleita hörundslit Japana og undir einhverjum kringumstæðum leit hann svona út. Jafnvel var talið að þetta væri „þynnkugrænka“, 36 VIKAN 2. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.